Maldonado refsað - Raikkönen ræsir þriðji Birgir Þór Harðarson skrifar 1. september 2012 20:29 Maldonado var fyrir Hulkenberg í tímatökunum og fékk þriggja sæta refsingu. Nordicphotos/afp Pastor Maldonado, ökumaður Williams liðsins í Formúlu 1, hefur hlotið þriggja sæta refsingu fyrir að hindra Nico Hulkenberg í fyrstu lotu tímatökunnar í dag fyrir belgíska kappaksturinn. Maldonado ræsir því sjötti í kappakstrinum á morgun. Það þýðir að Kimi Raikkönen mun stilla Lotus-bíl sínum upp í þriðja sæti á ráslínunni í kappakstrinum á morgun á undan Sergio Perez á Sauber og Fernando Alonso á Ferrari. Maldonado sagði eftir tímatökuna í dag að þriðja sætið væri aðeins fyrsta vísbending þess að Williams-liðið verði mun öflugra á seinni helmingi keppnistímabilsins en það hefur verið í sumar. Jenson Button ræsir sem fyrr fyrstur í McLaren-bílnum á undan Kamui Kobayashi á Sauber. Tímatakan var mjög skemmtileg og skilaði óvæntum úrslitum enda fengu liðin takmarkaðan tíma í morgun til þess að fínstilla bíla sína fyrir kappaksturinn og tímatökuna vegna mikilla rigninga á æfingum í gær. Kappaksturinn hefst klukkan 12:00 á morgun og er sýndur í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Formúla Mest lesið „Hún er búin að vera algjör klettur í þessu öllu“ Körfubolti Sveindís fær engar skýringar: „Ég hef greinilega ekki verið í uppáhaldi“ Fótbolti Martin: „Fór rosalega fyrir brjóstið á mér að heyra það“ Körfubolti Utan vallar: Pedersen ætti að vera þjóðhetja Körfubolti „Ég trúi þessu varla“ Sport Gylfi orðinn Víkingur Íslenski boltinn „Ef þeir fá ekki gul spjöld halda grófu brotin bara áfram“ Fótbolti Carragher kallaði Ferdinand trúð Enski boltinn United hættir að bjóða upp á frían hádegismat Enski boltinn Útlit fyrir að Kjartan fylli skarð Gylfa hjá Val Íslenski boltinn Fleiri fréttir Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira
Pastor Maldonado, ökumaður Williams liðsins í Formúlu 1, hefur hlotið þriggja sæta refsingu fyrir að hindra Nico Hulkenberg í fyrstu lotu tímatökunnar í dag fyrir belgíska kappaksturinn. Maldonado ræsir því sjötti í kappakstrinum á morgun. Það þýðir að Kimi Raikkönen mun stilla Lotus-bíl sínum upp í þriðja sæti á ráslínunni í kappakstrinum á morgun á undan Sergio Perez á Sauber og Fernando Alonso á Ferrari. Maldonado sagði eftir tímatökuna í dag að þriðja sætið væri aðeins fyrsta vísbending þess að Williams-liðið verði mun öflugra á seinni helmingi keppnistímabilsins en það hefur verið í sumar. Jenson Button ræsir sem fyrr fyrstur í McLaren-bílnum á undan Kamui Kobayashi á Sauber. Tímatakan var mjög skemmtileg og skilaði óvæntum úrslitum enda fengu liðin takmarkaðan tíma í morgun til þess að fínstilla bíla sína fyrir kappaksturinn og tímatökuna vegna mikilla rigninga á æfingum í gær. Kappaksturinn hefst klukkan 12:00 á morgun og er sýndur í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport.
Formúla Mest lesið „Hún er búin að vera algjör klettur í þessu öllu“ Körfubolti Sveindís fær engar skýringar: „Ég hef greinilega ekki verið í uppáhaldi“ Fótbolti Martin: „Fór rosalega fyrir brjóstið á mér að heyra það“ Körfubolti Utan vallar: Pedersen ætti að vera þjóðhetja Körfubolti „Ég trúi þessu varla“ Sport Gylfi orðinn Víkingur Íslenski boltinn „Ef þeir fá ekki gul spjöld halda grófu brotin bara áfram“ Fótbolti Carragher kallaði Ferdinand trúð Enski boltinn United hættir að bjóða upp á frían hádegismat Enski boltinn Útlit fyrir að Kjartan fylli skarð Gylfa hjá Val Íslenski boltinn Fleiri fréttir Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira