Heimsmarkaðsverð á olíu lækkar töluvert 19. september 2012 06:32 Heimsmarkaðsverð á olíu hefur lækkað töluvert undanfarna tvo daga og kostar Brent olían nú 112,5 dollara á tunnuna. S.l. föstudag stóð verðið í rúmum 117 dollurum og hefur því lækkað um 4%. Hið sama gildir um bandarísku léttolíuna sem er í tæpum 96 dollurum á tunnuna eftir að hafa farið yfir 99 dollara á föstudag. Í Morgunkorni greiningar Íslandsbanka segir að fram komi í frétt frá Reuters að ekki sé hægt að benda á aðrar skýringar á þessari lækkun en þá að olíuverðið hafi stigið of skart í síðustu viku og því hafi fjárfestar verið að leysa út hagnað. Í frétt Reuters er síðan bent á að hugsanlega hafi forrituð viðskipti fjárfestingasjóða í gegnum tölvur, sem oft eru framkvæmd með miklum hraða, spilað stórt hlutverk í lækkun verðsins nú rétt eins og í hækkuninni undanfarið. Í Morgunkorninu segir síðan að dágóð hækkun hafi verið á eldsneytisverði hér á landi upp á undanförnum vikum, og hefur eldsneytisverð ekki verið hærra síðan seint í apríl sl. Algengt verð á lítra af 95 oktana bensíni í sjálfsafgreiðslu er nú tæpar 262 krónur, en það var komið undir 246 krónur í júní. Nemur hækkunin á bensínlítranum þar með 6,5% frá því tímabili. Hækkunin er þó mun minni en verið hefur á tunnu á Brent á þessu sama tímabili, en í júní kostaði hún að jafnaði 95 dollara og hefur þar með hækkað um 20% frá þeim tíma. Mest lesið Stærðin skiptir ekki máli Atvinnulíf Megi troða „singles day“ upp í greiðslugáttirnar á sér Neytendur Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Viðskipti innlent Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Viðskipti innlent Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
Heimsmarkaðsverð á olíu hefur lækkað töluvert undanfarna tvo daga og kostar Brent olían nú 112,5 dollara á tunnuna. S.l. föstudag stóð verðið í rúmum 117 dollurum og hefur því lækkað um 4%. Hið sama gildir um bandarísku léttolíuna sem er í tæpum 96 dollurum á tunnuna eftir að hafa farið yfir 99 dollara á föstudag. Í Morgunkorni greiningar Íslandsbanka segir að fram komi í frétt frá Reuters að ekki sé hægt að benda á aðrar skýringar á þessari lækkun en þá að olíuverðið hafi stigið of skart í síðustu viku og því hafi fjárfestar verið að leysa út hagnað. Í frétt Reuters er síðan bent á að hugsanlega hafi forrituð viðskipti fjárfestingasjóða í gegnum tölvur, sem oft eru framkvæmd með miklum hraða, spilað stórt hlutverk í lækkun verðsins nú rétt eins og í hækkuninni undanfarið. Í Morgunkorninu segir síðan að dágóð hækkun hafi verið á eldsneytisverði hér á landi upp á undanförnum vikum, og hefur eldsneytisverð ekki verið hærra síðan seint í apríl sl. Algengt verð á lítra af 95 oktana bensíni í sjálfsafgreiðslu er nú tæpar 262 krónur, en það var komið undir 246 krónur í júní. Nemur hækkunin á bensínlítranum þar með 6,5% frá því tímabili. Hækkunin er þó mun minni en verið hefur á tunnu á Brent á þessu sama tímabili, en í júní kostaði hún að jafnaði 95 dollara og hefur þar með hækkað um 20% frá þeim tíma.
Mest lesið Stærðin skiptir ekki máli Atvinnulíf Megi troða „singles day“ upp í greiðslugáttirnar á sér Neytendur Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Viðskipti innlent Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Viðskipti innlent Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira