Viðskipti erlent

Indverjar opna smásölumarkaðinn fyrir risakeðjum

Magnús Halldórsson skrifar
Frá Indlandi.
Frá Indlandi.
Stjórnvöld í Indlandi hafa ákveðið að opna smálsölumarkaðinn í landinu fyrir stórum alþjóðlegum fyrirtækjum, en til þessa hefur markaðurinn verið bundinn við innlend fyrirtæki, sem mörg hver eru risavaxin.

Nýtt regluverk gerir ráð fyrir að alþjóðleg fyrirtæki megi eiga allt að 51 prósent eignarhlut í fyrirtækjum sem starfa á smásölumarkaði í Indlandi. Talið er nær öruggt að bandarísku keðjurnar Walmart og Tesco muni ráðandi hluti í indverskum fyrirtækjum, en þær hafa sótt það fast undanfarin ár, án þess að stjórnvöld hafi heimilað það.

Manmohan Singh, forsætisráðherra Indlands, segir í samtali við breska ríkisútvarpið BBC, að hann vonist til þess að opnum smásölumarkaðarins fyrir erlendri fjárfestingu muni efla efnahag landsins og styðja við hagvaxtaráætlun stjórnvalda.

Indland er næst fjölmennasta ríki heims á eftir Kína, með um 1,2 milljarða íbúa en íbúafjöldinn í Kína er um 1,4 milljarðar.

Sjá má frétt breska ríkisútvarpsins BBC um þetta mál, hér.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×