Íslenski boltinn

Leiknir vann fallbaráttuslaginn gegn Hetti | Djúpmenn tryggðu sæti sitt

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Óttar Bjarni Guðmundsson (t.v.) og félagar í Leikni unnu dýrmætan sigur á Hetti í dag.
Óttar Bjarni Guðmundsson (t.v.) og félagar í Leikni unnu dýrmætan sigur á Hetti í dag. Mynd/Stefán
Leiknir úr Breiðholti vann gríðarlega mikilvægan 3-2 sigur þegar liðið sótti Hött heim í botnslag 1. deildar karla í knattspyrnu í dag. Þá tryggði BÍ/Bolungarvík sæti sitt í deildinni að ári með stórsigri á ÍR.

Samuel Petrone, Gunnar Einarsson og Pétur Már Harðarsson komu gestunum í 3-0. Heimamenn minnkuðu muninn með mörkum Elvars Þórs Ægissonar og Friðriks Inga Þráinssonar seint í leiknum.

Með sigrinum komst Leiknir upp fyrir Hött með 22 stig í 10. sæti deildarinnar. Höttur situr í 11. sæti eða því næstneðsta með 21 stig fyrir lokaumferðina.

BÍ/Bolungarvík vann stórsigur á ÍR í Breiðholtinu 5-1. Gestirnir tryggðu með sigrinum sæti sitt í deildinni en ÍR var fallið fyrir leikinn.

Víkingur Ólafsvík sækir KA heim á morgun og dugar stig til að tryggja sæti sit í efstu deild karla á næstu leiktíð.



Stöðuna í deildinni má sjá hér.


Úrslit í öðrum leikjum

ÍR 1-5 BÍ/Bolungarvík

Fjölnir 1-3 Þróttur Reykjavík

Tindastóll 0-1 Þór

Víkingur 3-1 Haukar

Úrslit og markaskorar fengnir af Úrslit.net.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×