Umfjöllun og viðtöl: Haukar - HC Mojkovac 32-12 Guðmundur Marinó Ingvarsson skrifar 14. september 2012 18:51 Stefán Rafn Sigurmannsson. Mynd/Valli Haukar rúlluðu yfir HC Mojkovac frá Svartfjallalandi 32-12 í fyrri leik liðanna í fyrstu umferð EHF-bikarsins. Það sást strax á fyrstu mínútunum að verkefnið yrði létt fyrir Hauka en Haukar voru ellefu mörkum yfir í hálfleik 15-4. Haukar voru búnir að fara vel yfir leik HC Mojkovac og vissu að liðið væri hægt og þunglamalegt. Því hófu Haukar leikinn af krafti og keyrðu upp hraðann í strax í byrjun. Svartfellingar tóku leikhlé í stöðunni 6-2 en það gekk ekki betur en svo að Haukar bættu um betur og komust í 12-3 þegar ellefu mínútur voru til hálfleiks. Þá slökuðu Haukar á klónni en voru samt ellefu mörkum yfir í hálfleik. Úrslitin í einvíginu voru í raun ráðin í hálfleik en engu að síður tókst Haukum að halda haus og bæta um betur. Haukar náðu mest 23 marka forystu, 32-9 en Svartfellingarnir skoruðu þrjú síðustu mörk leiksins og 20 marka sigur Hauka staðreynd. Haukar verða ekki dæmdir af þessum leik, andstæðingurinn var mjög slakur, en breiddin í liði Hauka er góð og vörnin, eins og alltaf undir stjórn Arons Kristjánssonar, mjög öflug. Aron Rafn var góður í markinu og Stefán Rafn Sigurmannsson var mjög hungraður í að raða inn mörkunum en hann skoraði alls 13 mörk í leiknum, einu marki meira en HC Mojkovac. Stefán Rafn: Ætlaði að skora meira en þeir„Ég lagði upp fyrir leikinn að skora meira en þeir allir," sagði léttur Stefán Rafn Sigurmannsson eftir leikinn. „Þetta var rosalega létt og við mættum alveg klárir eins og sést á tölunum. Við vorum búnir að skoða þá á vídeófundum og vissum að þeir væru þungir. Við vorum því ákveðnir í að keyra á þá, þeir eru seinir til baka. Við gerðum það vel í byrjun, við Gylfi vorum duglegir og þá urðu þeir þreyttir og eftirleikurinn varð auðveldur. „Við fundum strax að þeir væru mjög þungir og skotin þeirra ekki föst. Það verður að segjast að þetta eru ekki góðir skotmenn. „Við verðum að mæta af krafti í seinni leikinn á morgun og rúlla liðinu. Við mætum af krafti á morgun líka," sagði Stefán Rafn. Aron: Hélt þetta yrði erfiðara„Ég átti von á að þetta væri erfiðara framan af leik þar sem þeir næðu að svæfa okkur og skora einfaldari mörk á okkur þar sem við værum komnir á hælana en ég verð að hrósa vörninni og markvörslunni því menn héldu sér á tánum og héldu dampi út allan leikinn," sagði Aron Kristjánsson þjálfari Hauka í leikslok. „Við náum góðu forskoti í fyrri hálfleik og klára hálfleikinn með stæl. Í seinni hálfleik fannst mér liðið detta aðeins niður í kæruleysi í byrjun seinni hálfleiks en við náum að rífa okkur upp úr því og halda hraðanum uppi í leiknum, bæði í vörn og sókn. Það var mjög gott að halda einbeitingunni svona lengi og missa þetta ekki í eitthvað bíó í lokin. „Yfir tvo leiki var ég viss um að myndum vinna ef við næðum upp okkar leik, að ná þessum varnarleik og hraðaupphlaupum. Það er samt oft þannig í þessum Evrópukeppnum þegar maður mætir liðum sem maður þekkir, ert ekki vanur að spila á móti og spila öðruvísi handbolta að þá getur maður dottið á hælana og fengið á sig of mikið af mörkum. Það sem ég er mest ánægður með er að við fáum bara á okkur 12 mörk, það er mjög sterkt. „Við þurfum að komast vel í gegnum seinni leikinn. Við þurfum að leika af krafti og höldum áfram að reyna að bæta okkar leik. Við spilum ekki það mikið af æfingaleikjum, við höfum þörf á hverjum leik. Nú snýst þetta um að halda einbeitingu fyrir morgundaginn og þetta snýst líka um að hafa gaman að hlutunum. Við erum 20 mörkum yfir fyrir seinni leikinn og þá snýst þetta um að ná gleðinni fram," sagði Aron að lokum. Mörk Hauka:Stefán Rafn Sigurmannsson 13, Gylfi Gylfason 5, Tjörvi Þorgeirsson 3, Elías Már Halldórsson 3, Freyr Brynjarsson 2, Árni Steinn Steinsþórsson 2, Adam Haukur Baumruk 1, Sveinn Þorgeirsson 1, Jón Þorbjörn Jóhannsson 1, Egill Eiríksson 1.Varin skot: Aron Rafn Eðvarðsson 18/3, Giedreius Morkunas 5. Íslenski handboltinn Handbolti Mest lesið Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Fótbolti Coote dómari í enn verri málum Enski boltinn Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Enski boltinn Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Körfubolti Martröð fyrir markakónginn í lokaumferðinni Fótbolti Skuldar engum neitt vegna Guðjohnsen nafnsins Fótbolti Popovich fékk heilablóðfall Körfubolti Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Enski boltinn „Vinsamlegast látið hann í friði“ Fótbolti Dagskráin: Gaz-leikur allra Gaz-leikja og Þjóðadeildin af stað á ný Sport Fleiri fréttir „Enn sáttari með að allir leikmenn fari heilir inn í þetta jólafrí” Embla tryggði Stjörnunni sigur Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Íslendingalið í bikarúrslit í Noregi en aðeins eitt áfram í þýska bikarnum Uppgjör og viðtöl: Haukar - Fram 20-28 | Sannfærandi sigur Fram Einar Bragi öflugur í stórsigri Kristianstad Þórey Anna minnti á sig í 35. sigri Valskvenna í röð Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? „Það er erfitt að færa þessar fregnir“ Nýja mamman „hefði þurft 1-2 mánuði í viðbót“ Sandra ekki í EM-hópnum en Rut fer með Svona var fundurinn er Arnar tilkynnti EM-hópinn Íslenski risinn sem gnæfir yfir Porto: „Myndi ekki vilja gera neitt annað“ Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Viktor Gísli í úrvalsliði fyrstu tveggja umferða undankeppninnar Andrea öflug í sigri á Söndru og stöllum í Metzungen Dana klikkaði ekki á skoti en Volda tapaði stigi Annar sannfærandi sigur hjá lærisveinum Alfreðs Gísla Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Frábær þriggja marka sigur Vals Botnliðið sótti tvö stig út í Eyjar Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Fram 18-24 | Framkonur góðar í Garðabæ Rakel Dögg: Þá eru meiri líkur á sigri Haukar sóttu sigur á Suðurlandið Má búast við hasar í hörkuverkefni Gísli Þorgeir ekki með gegn Georgíu Sonur þjálfarans er markahæstur í Olís deildinni Galdraskot Óðins vekur athygli Öruggur sigur hjá lærisveinum Alfreðs í fyrsta leik í undankeppni EM Utan vallar: Fegurðin í því frumstæða Sjá meira
Haukar rúlluðu yfir HC Mojkovac frá Svartfjallalandi 32-12 í fyrri leik liðanna í fyrstu umferð EHF-bikarsins. Það sást strax á fyrstu mínútunum að verkefnið yrði létt fyrir Hauka en Haukar voru ellefu mörkum yfir í hálfleik 15-4. Haukar voru búnir að fara vel yfir leik HC Mojkovac og vissu að liðið væri hægt og þunglamalegt. Því hófu Haukar leikinn af krafti og keyrðu upp hraðann í strax í byrjun. Svartfellingar tóku leikhlé í stöðunni 6-2 en það gekk ekki betur en svo að Haukar bættu um betur og komust í 12-3 þegar ellefu mínútur voru til hálfleiks. Þá slökuðu Haukar á klónni en voru samt ellefu mörkum yfir í hálfleik. Úrslitin í einvíginu voru í raun ráðin í hálfleik en engu að síður tókst Haukum að halda haus og bæta um betur. Haukar náðu mest 23 marka forystu, 32-9 en Svartfellingarnir skoruðu þrjú síðustu mörk leiksins og 20 marka sigur Hauka staðreynd. Haukar verða ekki dæmdir af þessum leik, andstæðingurinn var mjög slakur, en breiddin í liði Hauka er góð og vörnin, eins og alltaf undir stjórn Arons Kristjánssonar, mjög öflug. Aron Rafn var góður í markinu og Stefán Rafn Sigurmannsson var mjög hungraður í að raða inn mörkunum en hann skoraði alls 13 mörk í leiknum, einu marki meira en HC Mojkovac. Stefán Rafn: Ætlaði að skora meira en þeir„Ég lagði upp fyrir leikinn að skora meira en þeir allir," sagði léttur Stefán Rafn Sigurmannsson eftir leikinn. „Þetta var rosalega létt og við mættum alveg klárir eins og sést á tölunum. Við vorum búnir að skoða þá á vídeófundum og vissum að þeir væru þungir. Við vorum því ákveðnir í að keyra á þá, þeir eru seinir til baka. Við gerðum það vel í byrjun, við Gylfi vorum duglegir og þá urðu þeir þreyttir og eftirleikurinn varð auðveldur. „Við fundum strax að þeir væru mjög þungir og skotin þeirra ekki föst. Það verður að segjast að þetta eru ekki góðir skotmenn. „Við verðum að mæta af krafti í seinni leikinn á morgun og rúlla liðinu. Við mætum af krafti á morgun líka," sagði Stefán Rafn. Aron: Hélt þetta yrði erfiðara„Ég átti von á að þetta væri erfiðara framan af leik þar sem þeir næðu að svæfa okkur og skora einfaldari mörk á okkur þar sem við værum komnir á hælana en ég verð að hrósa vörninni og markvörslunni því menn héldu sér á tánum og héldu dampi út allan leikinn," sagði Aron Kristjánsson þjálfari Hauka í leikslok. „Við náum góðu forskoti í fyrri hálfleik og klára hálfleikinn með stæl. Í seinni hálfleik fannst mér liðið detta aðeins niður í kæruleysi í byrjun seinni hálfleiks en við náum að rífa okkur upp úr því og halda hraðanum uppi í leiknum, bæði í vörn og sókn. Það var mjög gott að halda einbeitingunni svona lengi og missa þetta ekki í eitthvað bíó í lokin. „Yfir tvo leiki var ég viss um að myndum vinna ef við næðum upp okkar leik, að ná þessum varnarleik og hraðaupphlaupum. Það er samt oft þannig í þessum Evrópukeppnum þegar maður mætir liðum sem maður þekkir, ert ekki vanur að spila á móti og spila öðruvísi handbolta að þá getur maður dottið á hælana og fengið á sig of mikið af mörkum. Það sem ég er mest ánægður með er að við fáum bara á okkur 12 mörk, það er mjög sterkt. „Við þurfum að komast vel í gegnum seinni leikinn. Við þurfum að leika af krafti og höldum áfram að reyna að bæta okkar leik. Við spilum ekki það mikið af æfingaleikjum, við höfum þörf á hverjum leik. Nú snýst þetta um að halda einbeitingu fyrir morgundaginn og þetta snýst líka um að hafa gaman að hlutunum. Við erum 20 mörkum yfir fyrir seinni leikinn og þá snýst þetta um að ná gleðinni fram," sagði Aron að lokum. Mörk Hauka:Stefán Rafn Sigurmannsson 13, Gylfi Gylfason 5, Tjörvi Þorgeirsson 3, Elías Már Halldórsson 3, Freyr Brynjarsson 2, Árni Steinn Steinsþórsson 2, Adam Haukur Baumruk 1, Sveinn Þorgeirsson 1, Jón Þorbjörn Jóhannsson 1, Egill Eiríksson 1.Varin skot: Aron Rafn Eðvarðsson 18/3, Giedreius Morkunas 5.
Íslenski handboltinn Handbolti Mest lesið Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Fótbolti Coote dómari í enn verri málum Enski boltinn Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Enski boltinn Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Körfubolti Martröð fyrir markakónginn í lokaumferðinni Fótbolti Skuldar engum neitt vegna Guðjohnsen nafnsins Fótbolti Popovich fékk heilablóðfall Körfubolti Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Enski boltinn „Vinsamlegast látið hann í friði“ Fótbolti Dagskráin: Gaz-leikur allra Gaz-leikja og Þjóðadeildin af stað á ný Sport Fleiri fréttir „Enn sáttari með að allir leikmenn fari heilir inn í þetta jólafrí” Embla tryggði Stjörnunni sigur Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Íslendingalið í bikarúrslit í Noregi en aðeins eitt áfram í þýska bikarnum Uppgjör og viðtöl: Haukar - Fram 20-28 | Sannfærandi sigur Fram Einar Bragi öflugur í stórsigri Kristianstad Þórey Anna minnti á sig í 35. sigri Valskvenna í röð Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? „Það er erfitt að færa þessar fregnir“ Nýja mamman „hefði þurft 1-2 mánuði í viðbót“ Sandra ekki í EM-hópnum en Rut fer með Svona var fundurinn er Arnar tilkynnti EM-hópinn Íslenski risinn sem gnæfir yfir Porto: „Myndi ekki vilja gera neitt annað“ Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Viktor Gísli í úrvalsliði fyrstu tveggja umferða undankeppninnar Andrea öflug í sigri á Söndru og stöllum í Metzungen Dana klikkaði ekki á skoti en Volda tapaði stigi Annar sannfærandi sigur hjá lærisveinum Alfreðs Gísla Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Frábær þriggja marka sigur Vals Botnliðið sótti tvö stig út í Eyjar Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Fram 18-24 | Framkonur góðar í Garðabæ Rakel Dögg: Þá eru meiri líkur á sigri Haukar sóttu sigur á Suðurlandið Má búast við hasar í hörkuverkefni Gísli Þorgeir ekki með gegn Georgíu Sonur þjálfarans er markahæstur í Olís deildinni Galdraskot Óðins vekur athygli Öruggur sigur hjá lærisveinum Alfreðs í fyrsta leik í undankeppni EM Utan vallar: Fegurðin í því frumstæða Sjá meira