Viðskipti erlent

Ár til stefnu fyrir stjórnvöld annars lækkar lánshæfiseinkunnin

Ben Bernanke, seðlabankastjóri Bandaríkjanna.
Ben Bernanke, seðlabankastjóri Bandaríkjanna.
Stjórnvöld í Bandaríkjunum hafa um það bil ár til þess að ná betri tökum á ríkisfjármálunum annars mun Moody's lækka lánshæfiseinkunn ríkissjóðs úr hæstu einkunn, AAA. Frá þessu er greint á vefsíðu fagtímaritsins Forbes í dag, og er þar vitnað til greiningar frá Moody's. Í henni kemur fram að ef raunhæf áætlun um hvernig megi minnka fjárlagahallann og lækka skuldir ríkissjóðs landsins, verður ekki samþykkt og hrint í framkvæmd fyrir lok næsta árs, þá muni Moody's lækka lánshæfiseinkunn ríkissjóðs.

Vaxtaálag á tíu ára ríkisskuldabréfa Bandaríkjanna er 1,69 prósent, samkvæmt upplýsingum frá Bloomberg sem aðgengilegar eru í snjallsímaforriti fyrirtækisins.

Sjá má umfjöllun Forbes um mat Moody's hér.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×