Leik lokið: Eistland - Ísland 80-58 | 22 stiga tap í lokaleiknum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 11. september 2012 14:30 Mynd/Anton Íslenska körfuboltalandsliðið tapaði með 22 stiga mun fyrir Eistlandi í kvöld, 58-80, í lokaleik sínum í undankeppni EM í körfubolta. Íslenska liðið tapaði níu af tíu leikjum sínum í riðlinum og endaði í næstneðsta sætinu í riðlinum. Íslensku strákarnir héldu í við Eistana í fyrsta leikhlutanum en töpuðu öðrum leikhlutanum 10-23 og misstu Eistana frá sér. Íslensku strákarnir hittu lítið sem ekkert í leiknum og þreytan fór síðan að segja til sín í lok leiksins. Jón Arnór Stefánsson var enn á ný stigahæstur í íslenska liðinu en hefur þó oft spilað mun betur en í kvöld. Hlynur Bæringsson fór fyrir íslenska liðinu og þeir Jakob Örn Sigurðarson og Haukur Helgi Pálsson áttu ágæta kafla í seinni hálfleiknum. Íslensku strákarnir náðu ekki að fylgja eftir góðum leikjum á móti Ísrael og Svartfjallalandi en landsliðsþjálfarinn Peter Öqvist notaði ekki marga menn í kvöld og margir lykilmenn voru orðnir mjög þreyttir í seinni hálfleiknum. Leiknum var lýst á boltavakt Vísi og má sjá textalýsinguna hér fyrir neðan.Textalýsing frá leik Eistlands og Íslands:Stig Íslands: Jón Arnór Stefánsson 13, Jakob Örn Sigurðarson 12, Hlynur Bæringsson 11 (10 fráköst), Haukur Helgi Pálsson 10, Pavel Ermolinskij 7 (8 fráköst), Ægir Þór Steinarsson 3, Logi Gunnarsson 2.Leik lokið, 80-58: Ísland tapar með 22 stigum í Eistlandi og hefur spilað sinn síðasta leik í undankeppni EM. Íslensku strákarnir spiluðu vel í fyrsta leikhlutanum (22-24 undir eftir 1. leikhlutann) en sóknarleikurinn brást í kvöld og íslenska liðið varð því að sætta sig við níunda tapið í tíu leikjum. Lokaleikhlutinn var formsatriði og ekki til útflutnings en íslensku strákarnir náðu þó ekki að koma muninum niður fyrir 20 stigin.38. mín, 80-58: Jakob lærir fljótt á dómarana sem dæmdu á hann ruðning áðan. Hann fiskar tvo ruðninga í röð og í millitíðinni skorar Haukur Helgi góða körfu.37. mín, 80-56: Jakob Örn Sigurðarson fær á sig undarlegan ruðning og Jón Arnór svo tæknivíti strax í kjölfarið. Þetta var fimmta villan hans Jóns og hann hefur lokið keppni í kvöld. Jón Arnór skoraði 13 stig í leiknum.36. mín, 77-54: Hlynur skorar baráttukörfu og er kominn með 11 stig og 10 fráköst í kvöld. Jakob gerði vel í að koma boltanum á hann undir körfunni.35. mín, 77-52: Eistar gefa ekkert eftir og bæta aftur við forskot sitt. Siim-Sander Vene skorar körfu og setur niður víti að auki. Hann er kominn með 23 stig á 22 mínútum í kvöld. Hlynur og Jón Arnór eru báðir komnir með fjórar villur.34. mín, 72-52: Ægir Þór Steinarsson setur niður þriðja þristinn í röð hjá íslenska liðinu. Skotin eru loksins farin að detta nú í lok leiksins.34. mín, 72-49: Pavel kemur aftur inn á völlinn og setur niður langþráða þriggja stiga körfu. Eistar svara með þrist en Jón Arnór skorar þá sín fyrstu stig í seinni hálfleik þegar hann smellir niður þristi.33. mín, 69-43: Eistar bæta enn við forskotið og Peter Öqvist tekur leikhlé enda íslensku strákarnir búnir að tapa upphafsmínútum fjórða leikhlutans 0-7.4. leikhluti, 32. mín, 66-43: Eistar skora tvær fyrstu körfurnar í fjórða leikhlutanum og eru því komnir 23 stigum yfir.3. leikhluti búinn, 62-43: Eistar fara með 19 stiga forskot inn í lokaleikhlutann eftir að hafa unnið 3. leikhlutann 16-11. Íslenska liðið er greinilega farið að þreytast og þetta verður erfitt í 4. leikhlutanum. Jakob Örn Sigurðarson er stigahæstur með 12 stig, Hlynur er með 11 stig en Jón Arnór náði ekki að skora í 3. leikhlutanum.29. mín, 59-41: Jakob fer illa með flott færi undir körfunni eftir sendingu frá Hlyni en það er eins og það sé lok á körfunni í kvöld.27. mín, 57-40: Haukur Helgi Pálsson skoraði flotta körfu eftir að hafa keyrt upp að körfunni en Eistar svara strax.26. mín, 55-38: Eistar eru aftur búnir að ná 17 stiga forskoti en taka engu að síður leikhlé. Peter Öqvist hvetur íslensku strákana sem hafa gert ágæta hluti í vörninni í seinni hálfleik en það er bara ekki nóg.25. mín, 53-38: Hlynur nær eigin sóknarfrákasti og skorar baráttukörfu. Strákarnir ná síðan að stoppa í vörninni og fá tækifæri til að minnka muninn.24. mín, 51-36: Eistar setja niður þrist og ná aftur fimmtán stiga forskoti. Hlynur fær villu í baráttu um frákast og er því líka kominn með þrjár villur eins og Jón.23. mín, 48-36: Jakob skorar aftur inn í teig og minnkar muninn í tólf stig. Þetta lítur mun betur út enda eru strákarnir að spila góða vörn.22. mín, 47-34: Jón Arnór fær skrýtna villu og er því kominn með þrjár villur. Þetta eru ekki góðar fréttir en strákarnir stoppa aftur í vörninni og geta minnkað muninn enn frekar.3. leikhluti, 21. mín, 47-34: Jakob skorar fyrstu körfu seinni hálfleiks eftir laglega keyrslu upp að körfunni. Jakob er kominn með átta stiga í leiknum eins og Jón og Hlynur.3. leikhluti hafinn, 47-32: Íslendingar byrja með boltann og nú þurfa íslensku strákarnir að bíta frá sér og reyna að koma sér aftur inn í leikinn. Það verður erfitt en skotin hljóta bara að fara að detta.Hálfleikur, 47-32: Peter Öqvist hefur ekki notað Loga Gunnarsson eða Helga Má Magnússon mikið í kvöld. Logi spilaði bara tæpar þrjár mínútur í fyrri hálfleik og Helgi kom aðeins inn á í 20 sekúndur. Ægir er búinn að spila mest af "varamönnunum" eða 7 mínútur og 38 sekúndur.Hálfleikur, 47-32: Íslenska liðið skoraði aðeins 10 stig í öðrum leikhluta en Logi Gunnarsson minnkaði muninn í fimmtán stig með góðri körfu skömmu fyrir lok leikhlutans. Eistar unnu 2. leikhlutann 23-10 og útlitið er ekki bjart hjá íslenska liðinu enda gengur ekkert í sóknarleiknum. Hlynur Bæringsson og Jón Arnór Stefánsson eru stigahæstir hjá íslenska liðinu með átta stig hvor. Íslenska liðið hitti aðeins úr 2 af 15 skotum sínum utan af velli í öðrum leikhlutanum.19. mín, 42-30: Jakob fer á vítalínuna og setur niður annað vítaskotið. Strákarnir hafa bara skorað af vítalínunni að undanförnu og skotnýtingin í leiknum er aðeins 29 prósent.18. mín, 40-29: Hlynur fær tvö víti og minnkar muninn aftur niður í 11 stig. Vörnin gengur vel þessa stundina en það gerist lítið á meðan sóknin skilar svona fáum stigum.17. mín, 40-27: Hlynur Bæringsson fær þrjár tilraunir undir körfunni en tekst ekki að koma boltanum í körfuna á móti stóru mönnunum hjá Eistlandi. Haukur fær sína þriðju villu og Eistar komast síðan þrettán stigum yfir. Sóknin gengur skelfilega þessar mínúturnar.15. mín, 38-27: Gregor Arbet setur niður þriggja stiga körfu og munurinn er orðinn ellefu stig eftir sjö eistnesk stig í röð. Peter Öqvist tekur leikhlé og fer yfir málin enda hafa síðustu mínútur gengið mjög illa.14. mín, 35-27: Siim-Sander Vene hefur átt svaka innkomu af bekknum hjá Eistum og er kominn með 13 stig á aðeins 7 mínútum. Strákarnir verða að passa sig að missa ekki Eistana og langt frá sér.12. mín, 31-27: Jón Arnór skorar körfu og fær víti að auki sem hann nýtir. Munurinn er þó fjögur stig og Eistar eru að hitna enda vel studdir í höllinni.2. leikhluti, 12. mín, 26-24: Eistar skora fyrstu körfu leikhlutans en Haukur Helgi Pálsson svarar með góðri körfu.1. leikhluti búinn, 24-22: Hlynur skorar frábæra körfu eftir stoðsendingu frá Jón Arnóri og vinnur síðan boltann hinum megin. Ægir tekur lokaskot leikhlutans en það tókst ekki. Íslenska liðið er inn í leiknum og hefur svarað öllum sprettum heimamanna.9. mín, 24-20: Siim-Sander Vene skorar og fær villu að auki á Jón Arnór sem er kominn með tvær villur. Jón Arnór svarar með körfu og víti að auki hinum megin. Jón klikkar hinsvegar á vítinu.9. mín, 21-16: Ægir Þór verður að taka neyðarskot af löngu færi og Eistar skora úr hraðaupphlaupi.8. mín, 19-16: Pavel fer alla leið í hraðaupphlaupi og jafnar metin í 16-16 með flottu sveifluskoti. Íslenska liðið fær strax á sig körfu og víti að auki.7. mín, 14-14: Jakob Örn Sigurðarson jafnar metin með flottri þriggja stiga körfu.7. mín, 14-11: Strákarnir ná að stoppa Janar Talts inn í teig með góðri baráttu og Hlynur Bæringsson skorar góða körfu eftir stoðsendingu frá Ægi Þór Steinarssyni sem er nýkominn inn fyrir Jón Arnór.6. mín, 13-9: Jón Arnór Stefánsson kemst á blað með flottri þriggja stiga körfu úr horninu eftir stoðsendingu frá Pavel.5. mín, 13-6: Ekkert gengur í langskotunum og Peter Öqvist tekur leikhlé eftir að Eistar skora úr hraðaupphlaupi. Janar Talts er kominn með sex stig inn í teig.5. mín, 9-6: Eistar setja niður þrist en Pavel minnkar muninn eftir að hafa náð eigin sóknarfrákasti.3. mín, 6-4: Hlynur Bæringsson minnkar muninn með tveimur vítaskotum. Fyrstu fjögur skot íslenska liðsins hafa ekki ratað rétt leið.3. mín, 6-2: Það er lítið skorað á upphafsmínútum leiksins en Janar Talts er búinn að troða boltanum tvisvar sinnum í körfuna á upphafsmínútunum.2. mín, 2-2: Haukur Helgi Pálsson kemst á vítalínuna eftir flotta sendingu frá Pavel og skorar tvö fyrstu stig íslenska liðsins í leiknum.1. leikhluti, 2. mín, 2-0: Eistar skora fyrstu körfu leiksins en hana skoraði Gregor Arbet rétt innan við þriggja stiga línuna. Fyrstu tvær sóknir íslenska liðsins fara forgörðum.Fyrir leik: Pavel Ermolinskij er í byrjunarliði Íslands í kvöld og hann er klár í slaginn eftir að hafa meiðst í leiknum á móti Svartfjallalandi. Landsliðsþjálfarinn Peter Öqvist teflir því fram sama byrjunarliði og í leiknum á móti Svartfellingum um helgina. Aðrir í byrjunarliðinu eru: Jón Arnór Stefánsson, Hlynur Bæringsson, Jakob Örn Sigurðarson og Haukur Helgi Pálsson.Fyrir leik: Jón Arnór Stefánsson skoraði 32 stig í síðasta leik á móti Svrtfjallalandi og hefur því brotið tuttugu stiga múrinn í þremur síðustu leikjum og alls fimm sinnum í níu leikjum Íslands í keppninni. Jón Arnór er með 19,1 stig að meðaltali í leik og er eins og er áttundi stigahæsti leikmaður keppninnar.Fyrir leik: Tvö efstu sætin í riðlinum gefa sæti í úrslitakeppninni í Eistlandi á næsta ári en auk þess komast fjögur af sex liðum í þriðja sæti riðlanna einnig áfram. Það er nokkuð öruggt að liðið í þriðja sætið í riðli Íslands sé eitt af þeim fjórum bestu. Leikir dagsins eru: Eistland-Ísland, Serbía-Ísrael og Svartfjallaland-Slóvakía.Fyrir leik: Það er samt spenna í riðlinum í baráttunni um sæti í úrslitakeppninni í Slóveníu á næsta ári. Serbar tryggja sér sæti á EM með sigri á Ísrael og Ísrael þarf að tapa mjög stórt til þess að sitja eftir. Eistar eiga enn von en þurfa að treysta á það að vinna Ísland og að Ísrael vinni Serba því þá myndu Serbarnir sitja eftir.Fyrir leik: Pavel Ermolinskij meiddist í síðasta leik og er tæpur fyrir leikinn í dag. Hann flaug samt út með íslenska hópnum og verður vonandi leikfær á eftir.Fyrir leik: Hlynur Bæringsson, fyrirliði íslenska liðsins, hefur farið á kostum í seinni umferð riðilsins og er með 15,5 stig, 10,3 fráköst og 4,5 stoðsendingar að meðaltali í fjórum leikjum. Hann var með 14,2 stig, 8,2 fráköst og 3,4 stoðsendingar að meðaltali í fyrstu fimm leikjunum.Fyrir leik: Íslenska landsliðið hefur bitið frá sér í undanförnum tveimur leikjum á móti Ísrael og Svartfjallaland en liðið hefur engu að síður tapað sjö síðustu leikjum sínum í keppninni. Eini sigurinn kom á útivelli á móti Slóvakíu.Fyrir leik: Eistar unnu 19 stiga sigur í fyrri leiknum í Laugardalshöllinni, 86-67, þar sem íslenska liðið hitti aðeins úr 33 prósent skota sinna. Kristjan Kangur skoraði þá 26 stig á 29 mínútum fyrir Eista.Fyrir leik: Eistar héldu voninni um sæti í úrslitakeppninni á lífi með því að vinna Serba, 88-81, í síðasta leik. Serbar voru 22-16 yfir eftir fyrsta leikhluta en Eistar komu til baka og kláruðu leikinn með því að vinna lokaleikhlutann 25-18. Körfubolti Íslenski körfuboltinn Mest lesið „Maður fær bara hnút í magann að koma hingað inn“ Körfubolti Æfur yfir sniðgöngunni: „Að mínu mati er þetta skandall“ Sport Reynir að halda fókus á meðan Snorri gasar Handbolti Lið Jóhanns Berg kært til FIFA Fótbolti Valdi Ísland ekki Danmörku: „Snerist um hvað mig langaði mest að gera“ Fótbolti Hentu yfir hundrað þúsund böngsum inn á völlinn Sport Situr inni með morðingjum og misyndismönnum í fangelsi hinna frægu Fótbolti Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Golf Man United goðsögnin mjög ósátt: Hafa ekki gert neitt jákvætt Enski boltinn Kennir boltanum um slaka færanýtingu Arsenal Enski boltinn Fleiri fréttir Fóru í leikinn Hvar spilar hann? Skoraði ótrúlega sigurkörfu fyrir aftan miðju Öskraði í miðju vítaskoti „Maður fær bara hnút í magann að koma hingað inn“ „Kannski bara ágætt að tapa einum og ná jarðtengingu“ Uppgjörið: Valur - Tindastóll 73-64 | Valskonur kældu Stólana niður Uppgjör og viðtöl: Njarðvík - Haukar 75-82 | Haukakonur juku forskotið „Við lokuðum á allt sem þær reyndu að koma með í endann“ Sjötíu daga bið lengist enn eftir frábæra endurkomu Hamars/Þórs Misstu Kolbrúnu meidda af velli en tókst samt að enda taphrinuna Botna ekkert í Aþenu: „Margt við þetta lið Hörður minn sem ég átta mig ekki á“ „Vonandi flyt ég heim til Grindavíkur áður en ég dey“ Mætti í körfuboltakjól á hliðarlínuna Medina með rosatölur þegar Hamar vann toppliðið Körfuboltakvöld: Geta Tindastólstelpurnar orðið Íslandsmeistarar? „Er þetta einn af þreyttustu leikmönnunum í NBA?“ Hrafn frá KR í Stjörnuna Unnu fimmtánda leikinn í röð þegar meistararnir komu í heimsókn Njarðvík á að stefna á þann stóra Körfuboltakvöld. Framlenging 12. umferðar Uppgjörið: Keflavík - Valur 77-65 | Anna Ingunn reyndist Keflavík dýrmæt á ögurstundu Aðallega þeir tveir sem við erum að spenntir að fá inn í þetta Uppgjörið: Valur - Stjarnan 83-79 | Nokkuð óvæntur sigur heimamanna Martin glímir við meiðsli í hásin Allt er fertugum LeBron fært „Þetta er það sem gerir þá öðruvísi en önnur lið“ Tryggvi Snær öflugur en það dugði skammt Tindastóll upp fyrir Njarðvík Haukar og Hamar/Þór með góða sigra Uppgjörið: Grindavík - Þór Ak. 64-84 | Þór hafði betur í Smáranum Sjá meira
Íslenska körfuboltalandsliðið tapaði með 22 stiga mun fyrir Eistlandi í kvöld, 58-80, í lokaleik sínum í undankeppni EM í körfubolta. Íslenska liðið tapaði níu af tíu leikjum sínum í riðlinum og endaði í næstneðsta sætinu í riðlinum. Íslensku strákarnir héldu í við Eistana í fyrsta leikhlutanum en töpuðu öðrum leikhlutanum 10-23 og misstu Eistana frá sér. Íslensku strákarnir hittu lítið sem ekkert í leiknum og þreytan fór síðan að segja til sín í lok leiksins. Jón Arnór Stefánsson var enn á ný stigahæstur í íslenska liðinu en hefur þó oft spilað mun betur en í kvöld. Hlynur Bæringsson fór fyrir íslenska liðinu og þeir Jakob Örn Sigurðarson og Haukur Helgi Pálsson áttu ágæta kafla í seinni hálfleiknum. Íslensku strákarnir náðu ekki að fylgja eftir góðum leikjum á móti Ísrael og Svartfjallalandi en landsliðsþjálfarinn Peter Öqvist notaði ekki marga menn í kvöld og margir lykilmenn voru orðnir mjög þreyttir í seinni hálfleiknum. Leiknum var lýst á boltavakt Vísi og má sjá textalýsinguna hér fyrir neðan.Textalýsing frá leik Eistlands og Íslands:Stig Íslands: Jón Arnór Stefánsson 13, Jakob Örn Sigurðarson 12, Hlynur Bæringsson 11 (10 fráköst), Haukur Helgi Pálsson 10, Pavel Ermolinskij 7 (8 fráköst), Ægir Þór Steinarsson 3, Logi Gunnarsson 2.Leik lokið, 80-58: Ísland tapar með 22 stigum í Eistlandi og hefur spilað sinn síðasta leik í undankeppni EM. Íslensku strákarnir spiluðu vel í fyrsta leikhlutanum (22-24 undir eftir 1. leikhlutann) en sóknarleikurinn brást í kvöld og íslenska liðið varð því að sætta sig við níunda tapið í tíu leikjum. Lokaleikhlutinn var formsatriði og ekki til útflutnings en íslensku strákarnir náðu þó ekki að koma muninum niður fyrir 20 stigin.38. mín, 80-58: Jakob lærir fljótt á dómarana sem dæmdu á hann ruðning áðan. Hann fiskar tvo ruðninga í röð og í millitíðinni skorar Haukur Helgi góða körfu.37. mín, 80-56: Jakob Örn Sigurðarson fær á sig undarlegan ruðning og Jón Arnór svo tæknivíti strax í kjölfarið. Þetta var fimmta villan hans Jóns og hann hefur lokið keppni í kvöld. Jón Arnór skoraði 13 stig í leiknum.36. mín, 77-54: Hlynur skorar baráttukörfu og er kominn með 11 stig og 10 fráköst í kvöld. Jakob gerði vel í að koma boltanum á hann undir körfunni.35. mín, 77-52: Eistar gefa ekkert eftir og bæta aftur við forskot sitt. Siim-Sander Vene skorar körfu og setur niður víti að auki. Hann er kominn með 23 stig á 22 mínútum í kvöld. Hlynur og Jón Arnór eru báðir komnir með fjórar villur.34. mín, 72-52: Ægir Þór Steinarsson setur niður þriðja þristinn í röð hjá íslenska liðinu. Skotin eru loksins farin að detta nú í lok leiksins.34. mín, 72-49: Pavel kemur aftur inn á völlinn og setur niður langþráða þriggja stiga körfu. Eistar svara með þrist en Jón Arnór skorar þá sín fyrstu stig í seinni hálfleik þegar hann smellir niður þristi.33. mín, 69-43: Eistar bæta enn við forskotið og Peter Öqvist tekur leikhlé enda íslensku strákarnir búnir að tapa upphafsmínútum fjórða leikhlutans 0-7.4. leikhluti, 32. mín, 66-43: Eistar skora tvær fyrstu körfurnar í fjórða leikhlutanum og eru því komnir 23 stigum yfir.3. leikhluti búinn, 62-43: Eistar fara með 19 stiga forskot inn í lokaleikhlutann eftir að hafa unnið 3. leikhlutann 16-11. Íslenska liðið er greinilega farið að þreytast og þetta verður erfitt í 4. leikhlutanum. Jakob Örn Sigurðarson er stigahæstur með 12 stig, Hlynur er með 11 stig en Jón Arnór náði ekki að skora í 3. leikhlutanum.29. mín, 59-41: Jakob fer illa með flott færi undir körfunni eftir sendingu frá Hlyni en það er eins og það sé lok á körfunni í kvöld.27. mín, 57-40: Haukur Helgi Pálsson skoraði flotta körfu eftir að hafa keyrt upp að körfunni en Eistar svara strax.26. mín, 55-38: Eistar eru aftur búnir að ná 17 stiga forskoti en taka engu að síður leikhlé. Peter Öqvist hvetur íslensku strákana sem hafa gert ágæta hluti í vörninni í seinni hálfleik en það er bara ekki nóg.25. mín, 53-38: Hlynur nær eigin sóknarfrákasti og skorar baráttukörfu. Strákarnir ná síðan að stoppa í vörninni og fá tækifæri til að minnka muninn.24. mín, 51-36: Eistar setja niður þrist og ná aftur fimmtán stiga forskoti. Hlynur fær villu í baráttu um frákast og er því líka kominn með þrjár villur eins og Jón.23. mín, 48-36: Jakob skorar aftur inn í teig og minnkar muninn í tólf stig. Þetta lítur mun betur út enda eru strákarnir að spila góða vörn.22. mín, 47-34: Jón Arnór fær skrýtna villu og er því kominn með þrjár villur. Þetta eru ekki góðar fréttir en strákarnir stoppa aftur í vörninni og geta minnkað muninn enn frekar.3. leikhluti, 21. mín, 47-34: Jakob skorar fyrstu körfu seinni hálfleiks eftir laglega keyrslu upp að körfunni. Jakob er kominn með átta stiga í leiknum eins og Jón og Hlynur.3. leikhluti hafinn, 47-32: Íslendingar byrja með boltann og nú þurfa íslensku strákarnir að bíta frá sér og reyna að koma sér aftur inn í leikinn. Það verður erfitt en skotin hljóta bara að fara að detta.Hálfleikur, 47-32: Peter Öqvist hefur ekki notað Loga Gunnarsson eða Helga Má Magnússon mikið í kvöld. Logi spilaði bara tæpar þrjár mínútur í fyrri hálfleik og Helgi kom aðeins inn á í 20 sekúndur. Ægir er búinn að spila mest af "varamönnunum" eða 7 mínútur og 38 sekúndur.Hálfleikur, 47-32: Íslenska liðið skoraði aðeins 10 stig í öðrum leikhluta en Logi Gunnarsson minnkaði muninn í fimmtán stig með góðri körfu skömmu fyrir lok leikhlutans. Eistar unnu 2. leikhlutann 23-10 og útlitið er ekki bjart hjá íslenska liðinu enda gengur ekkert í sóknarleiknum. Hlynur Bæringsson og Jón Arnór Stefánsson eru stigahæstir hjá íslenska liðinu með átta stig hvor. Íslenska liðið hitti aðeins úr 2 af 15 skotum sínum utan af velli í öðrum leikhlutanum.19. mín, 42-30: Jakob fer á vítalínuna og setur niður annað vítaskotið. Strákarnir hafa bara skorað af vítalínunni að undanförnu og skotnýtingin í leiknum er aðeins 29 prósent.18. mín, 40-29: Hlynur fær tvö víti og minnkar muninn aftur niður í 11 stig. Vörnin gengur vel þessa stundina en það gerist lítið á meðan sóknin skilar svona fáum stigum.17. mín, 40-27: Hlynur Bæringsson fær þrjár tilraunir undir körfunni en tekst ekki að koma boltanum í körfuna á móti stóru mönnunum hjá Eistlandi. Haukur fær sína þriðju villu og Eistar komast síðan þrettán stigum yfir. Sóknin gengur skelfilega þessar mínúturnar.15. mín, 38-27: Gregor Arbet setur niður þriggja stiga körfu og munurinn er orðinn ellefu stig eftir sjö eistnesk stig í röð. Peter Öqvist tekur leikhlé og fer yfir málin enda hafa síðustu mínútur gengið mjög illa.14. mín, 35-27: Siim-Sander Vene hefur átt svaka innkomu af bekknum hjá Eistum og er kominn með 13 stig á aðeins 7 mínútum. Strákarnir verða að passa sig að missa ekki Eistana og langt frá sér.12. mín, 31-27: Jón Arnór skorar körfu og fær víti að auki sem hann nýtir. Munurinn er þó fjögur stig og Eistar eru að hitna enda vel studdir í höllinni.2. leikhluti, 12. mín, 26-24: Eistar skora fyrstu körfu leikhlutans en Haukur Helgi Pálsson svarar með góðri körfu.1. leikhluti búinn, 24-22: Hlynur skorar frábæra körfu eftir stoðsendingu frá Jón Arnóri og vinnur síðan boltann hinum megin. Ægir tekur lokaskot leikhlutans en það tókst ekki. Íslenska liðið er inn í leiknum og hefur svarað öllum sprettum heimamanna.9. mín, 24-20: Siim-Sander Vene skorar og fær villu að auki á Jón Arnór sem er kominn með tvær villur. Jón Arnór svarar með körfu og víti að auki hinum megin. Jón klikkar hinsvegar á vítinu.9. mín, 21-16: Ægir Þór verður að taka neyðarskot af löngu færi og Eistar skora úr hraðaupphlaupi.8. mín, 19-16: Pavel fer alla leið í hraðaupphlaupi og jafnar metin í 16-16 með flottu sveifluskoti. Íslenska liðið fær strax á sig körfu og víti að auki.7. mín, 14-14: Jakob Örn Sigurðarson jafnar metin með flottri þriggja stiga körfu.7. mín, 14-11: Strákarnir ná að stoppa Janar Talts inn í teig með góðri baráttu og Hlynur Bæringsson skorar góða körfu eftir stoðsendingu frá Ægi Þór Steinarssyni sem er nýkominn inn fyrir Jón Arnór.6. mín, 13-9: Jón Arnór Stefánsson kemst á blað með flottri þriggja stiga körfu úr horninu eftir stoðsendingu frá Pavel.5. mín, 13-6: Ekkert gengur í langskotunum og Peter Öqvist tekur leikhlé eftir að Eistar skora úr hraðaupphlaupi. Janar Talts er kominn með sex stig inn í teig.5. mín, 9-6: Eistar setja niður þrist en Pavel minnkar muninn eftir að hafa náð eigin sóknarfrákasti.3. mín, 6-4: Hlynur Bæringsson minnkar muninn með tveimur vítaskotum. Fyrstu fjögur skot íslenska liðsins hafa ekki ratað rétt leið.3. mín, 6-2: Það er lítið skorað á upphafsmínútum leiksins en Janar Talts er búinn að troða boltanum tvisvar sinnum í körfuna á upphafsmínútunum.2. mín, 2-2: Haukur Helgi Pálsson kemst á vítalínuna eftir flotta sendingu frá Pavel og skorar tvö fyrstu stig íslenska liðsins í leiknum.1. leikhluti, 2. mín, 2-0: Eistar skora fyrstu körfu leiksins en hana skoraði Gregor Arbet rétt innan við þriggja stiga línuna. Fyrstu tvær sóknir íslenska liðsins fara forgörðum.Fyrir leik: Pavel Ermolinskij er í byrjunarliði Íslands í kvöld og hann er klár í slaginn eftir að hafa meiðst í leiknum á móti Svartfjallalandi. Landsliðsþjálfarinn Peter Öqvist teflir því fram sama byrjunarliði og í leiknum á móti Svartfellingum um helgina. Aðrir í byrjunarliðinu eru: Jón Arnór Stefánsson, Hlynur Bæringsson, Jakob Örn Sigurðarson og Haukur Helgi Pálsson.Fyrir leik: Jón Arnór Stefánsson skoraði 32 stig í síðasta leik á móti Svrtfjallalandi og hefur því brotið tuttugu stiga múrinn í þremur síðustu leikjum og alls fimm sinnum í níu leikjum Íslands í keppninni. Jón Arnór er með 19,1 stig að meðaltali í leik og er eins og er áttundi stigahæsti leikmaður keppninnar.Fyrir leik: Tvö efstu sætin í riðlinum gefa sæti í úrslitakeppninni í Eistlandi á næsta ári en auk þess komast fjögur af sex liðum í þriðja sæti riðlanna einnig áfram. Það er nokkuð öruggt að liðið í þriðja sætið í riðli Íslands sé eitt af þeim fjórum bestu. Leikir dagsins eru: Eistland-Ísland, Serbía-Ísrael og Svartfjallaland-Slóvakía.Fyrir leik: Það er samt spenna í riðlinum í baráttunni um sæti í úrslitakeppninni í Slóveníu á næsta ári. Serbar tryggja sér sæti á EM með sigri á Ísrael og Ísrael þarf að tapa mjög stórt til þess að sitja eftir. Eistar eiga enn von en þurfa að treysta á það að vinna Ísland og að Ísrael vinni Serba því þá myndu Serbarnir sitja eftir.Fyrir leik: Pavel Ermolinskij meiddist í síðasta leik og er tæpur fyrir leikinn í dag. Hann flaug samt út með íslenska hópnum og verður vonandi leikfær á eftir.Fyrir leik: Hlynur Bæringsson, fyrirliði íslenska liðsins, hefur farið á kostum í seinni umferð riðilsins og er með 15,5 stig, 10,3 fráköst og 4,5 stoðsendingar að meðaltali í fjórum leikjum. Hann var með 14,2 stig, 8,2 fráköst og 3,4 stoðsendingar að meðaltali í fyrstu fimm leikjunum.Fyrir leik: Íslenska landsliðið hefur bitið frá sér í undanförnum tveimur leikjum á móti Ísrael og Svartfjallaland en liðið hefur engu að síður tapað sjö síðustu leikjum sínum í keppninni. Eini sigurinn kom á útivelli á móti Slóvakíu.Fyrir leik: Eistar unnu 19 stiga sigur í fyrri leiknum í Laugardalshöllinni, 86-67, þar sem íslenska liðið hitti aðeins úr 33 prósent skota sinna. Kristjan Kangur skoraði þá 26 stig á 29 mínútum fyrir Eista.Fyrir leik: Eistar héldu voninni um sæti í úrslitakeppninni á lífi með því að vinna Serba, 88-81, í síðasta leik. Serbar voru 22-16 yfir eftir fyrsta leikhluta en Eistar komu til baka og kláruðu leikinn með því að vinna lokaleikhlutann 25-18.
Körfubolti Íslenski körfuboltinn Mest lesið „Maður fær bara hnút í magann að koma hingað inn“ Körfubolti Æfur yfir sniðgöngunni: „Að mínu mati er þetta skandall“ Sport Reynir að halda fókus á meðan Snorri gasar Handbolti Lið Jóhanns Berg kært til FIFA Fótbolti Valdi Ísland ekki Danmörku: „Snerist um hvað mig langaði mest að gera“ Fótbolti Hentu yfir hundrað þúsund böngsum inn á völlinn Sport Situr inni með morðingjum og misyndismönnum í fangelsi hinna frægu Fótbolti Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Golf Man United goðsögnin mjög ósátt: Hafa ekki gert neitt jákvætt Enski boltinn Kennir boltanum um slaka færanýtingu Arsenal Enski boltinn Fleiri fréttir Fóru í leikinn Hvar spilar hann? Skoraði ótrúlega sigurkörfu fyrir aftan miðju Öskraði í miðju vítaskoti „Maður fær bara hnút í magann að koma hingað inn“ „Kannski bara ágætt að tapa einum og ná jarðtengingu“ Uppgjörið: Valur - Tindastóll 73-64 | Valskonur kældu Stólana niður Uppgjör og viðtöl: Njarðvík - Haukar 75-82 | Haukakonur juku forskotið „Við lokuðum á allt sem þær reyndu að koma með í endann“ Sjötíu daga bið lengist enn eftir frábæra endurkomu Hamars/Þórs Misstu Kolbrúnu meidda af velli en tókst samt að enda taphrinuna Botna ekkert í Aþenu: „Margt við þetta lið Hörður minn sem ég átta mig ekki á“ „Vonandi flyt ég heim til Grindavíkur áður en ég dey“ Mætti í körfuboltakjól á hliðarlínuna Medina með rosatölur þegar Hamar vann toppliðið Körfuboltakvöld: Geta Tindastólstelpurnar orðið Íslandsmeistarar? „Er þetta einn af þreyttustu leikmönnunum í NBA?“ Hrafn frá KR í Stjörnuna Unnu fimmtánda leikinn í röð þegar meistararnir komu í heimsókn Njarðvík á að stefna á þann stóra Körfuboltakvöld. Framlenging 12. umferðar Uppgjörið: Keflavík - Valur 77-65 | Anna Ingunn reyndist Keflavík dýrmæt á ögurstundu Aðallega þeir tveir sem við erum að spenntir að fá inn í þetta Uppgjörið: Valur - Stjarnan 83-79 | Nokkuð óvæntur sigur heimamanna Martin glímir við meiðsli í hásin Allt er fertugum LeBron fært „Þetta er það sem gerir þá öðruvísi en önnur lið“ Tryggvi Snær öflugur en það dugði skammt Tindastóll upp fyrir Njarðvík Haukar og Hamar/Þór með góða sigra Uppgjörið: Grindavík - Þór Ak. 64-84 | Þór hafði betur í Smáranum Sjá meira