Viðskipti erlent

Forstjóri Total varar við olíuvinnslu á norðurslóðum

Christophe de Margerie forstjóri eins af stærstu olíufélögum heimsins, hins franska Total SA, segir að olíufélög eigi alls ekki að leita að olíu við Grænland eða Norðurskautið.

Afleiðingar af olíuvinnslu á þessum slóðum gætu orðið skelfilegar fyrir viðkomandi félög ef mengunarslys kemur upp við olíuvinnsluna. Þetta kemur fram í viðtali Financial Times við forstjórann. Þar segir að Margerie sé fyrsti forstjóri eins af stóru olíufélögunum sem varar við olíuvinnslu á norðurslóðum.

Fram kemur að fyrr í mánuðum hafi Gasprom olíufélagið í Rússlandi lagt olíuleit sína á svæðinu á hilluna af öryggisástæðum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×