Lygilegt snertimark tryggði Seattle sigur Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 25. september 2012 10:15 Ákvörðunin umdeilda. Nordic Photos / GEtty Images Þriðju umferð tímabilsins í NFL-deildinni lauk í nótt með viðureign Seattle Seahawks og Green Bay Packers í nótt. Varadómararnir svokölluðu voru enn og aftur í sviðsljósinu. Allt stefndi í sigur Green Bay þegar að Russell Wilson, leikstjórnandi Seattle, átti langa sendingu frá eigin vallarhelmingi yfir í mark Green Bay um leið og leiktíminn rann út. Boltinn var gripinn samtímis af Golden Tate, samherja Wilson, og varnarmanninum MD Jennings. Dómararnir voru fyrst ekki sammála um hvort ætti að dæma snertimark eða ekki en dæmdu markið svo gilt, heimamönnum til mikillar ánægju. Seattle vann þar með viðureignina, 14-12, í jöfnum leik sem einkenndist af mikilli varnarbaráttu. Aaron Rodgers, leikstjórnandi Packers og besti leikmaður síðasta tímabils, var tekinn niður af varnarmönnum Seattle átta sinnum í leiknum. Rodgers var skiljanlega grautfúll með niðurstöðuna í nótt og þá sérstaklega frammistöðu dómaranna. „Þetta var alveg skelfilegt. Skoðaðu bara endursýninguna sjálfur. Þetta var skelfilegt - meira segi ég ekki um þetta," sagði hann. „Ekki spyrja mig um dómarana," sagði Mike McCarthy, þjálfari Packers. „Ég hef aldrei séð neitt þessu líkt á mínum ferli." NFL-dómarar hafa verið í verkfalli allt tímabilið og því hafa dómarar úr háskólaboltanum og hálfatvinnumannadeildum verið fengnir til að dæma leikina í haust. Þeir hafa tekið margar umdeildar ákvarðanir til þessa og snertimark Tate var sannarlega í þeim flokki. Green Bay hefur aðeins unnið einn af fyrstu þremur leikjum sínum á tímabilinu en liðið þykir eitt hið allra besta í deildinni. NFL Mest lesið Þorsteinn Roy fyrstur í mark annað árið í röð Sport Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Íslenski boltinn Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Íslenski boltinn Sigurvegarinn Þorsteinn: „Það má ekki á Íslandi“ Sport „Síðasti leggurinn var helvíti þungur“ Sport „Þorsteinn er allt of lengi að bregðast við“ Fótbolti Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? Fótbolti Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Körfubolti „Nýtti reynsluna úr vindinum heima til að halda þolinmæði“ Golf Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Handbolti Fleiri fréttir Louis Van Gaal hefur sigrast á krabbameini Landslið Íslands í golfi gerði það gott á EM Í beinni: Pólland - Danmörk | Bæði lið í leit að fyrstu stigunum Í beinni: Svíþjóð - Þýskaland | Úrslitaleikur um efsta sætið Þór fer upp í umspilssæti Arnór Sigurðsson hafði betur í Íslendingaslagnum Rústaði úrslitunum á Wimbledon „Síðasti leggurinn var helvíti þungur“ Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Sigurvegarinn Þorsteinn: „Það má ekki á Íslandi“ Onana frá næstu vikurnar Stjarna Cavs trúlofuð Grammy verðlaunahafa Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ánægður með Arnar og er klár í haustið Skellur í fyrsta leik hjá guttunum okkar „Þorsteinn er allt of lengi að bregðast við“ Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Diljá Ýr búin að semja við Brann Þorsteinn Roy fyrstur í mark annað árið í röð Ísköld Clark stýrði sókninni eins og hershöfðingi Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? „Nýtti reynsluna úr vindinum heima til að halda þolinmæði“ Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Dagskráin í dag: Meira, meira golf Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Óttar Magnús færir sig um set á Ítalíu Topplið ÍR tapaði þremur mikilvægum stigum Kærkominn endurkomusigur Grindvíkinga Sjá meira
Þriðju umferð tímabilsins í NFL-deildinni lauk í nótt með viðureign Seattle Seahawks og Green Bay Packers í nótt. Varadómararnir svokölluðu voru enn og aftur í sviðsljósinu. Allt stefndi í sigur Green Bay þegar að Russell Wilson, leikstjórnandi Seattle, átti langa sendingu frá eigin vallarhelmingi yfir í mark Green Bay um leið og leiktíminn rann út. Boltinn var gripinn samtímis af Golden Tate, samherja Wilson, og varnarmanninum MD Jennings. Dómararnir voru fyrst ekki sammála um hvort ætti að dæma snertimark eða ekki en dæmdu markið svo gilt, heimamönnum til mikillar ánægju. Seattle vann þar með viðureignina, 14-12, í jöfnum leik sem einkenndist af mikilli varnarbaráttu. Aaron Rodgers, leikstjórnandi Packers og besti leikmaður síðasta tímabils, var tekinn niður af varnarmönnum Seattle átta sinnum í leiknum. Rodgers var skiljanlega grautfúll með niðurstöðuna í nótt og þá sérstaklega frammistöðu dómaranna. „Þetta var alveg skelfilegt. Skoðaðu bara endursýninguna sjálfur. Þetta var skelfilegt - meira segi ég ekki um þetta," sagði hann. „Ekki spyrja mig um dómarana," sagði Mike McCarthy, þjálfari Packers. „Ég hef aldrei séð neitt þessu líkt á mínum ferli." NFL-dómarar hafa verið í verkfalli allt tímabilið og því hafa dómarar úr háskólaboltanum og hálfatvinnumannadeildum verið fengnir til að dæma leikina í haust. Þeir hafa tekið margar umdeildar ákvarðanir til þessa og snertimark Tate var sannarlega í þeim flokki. Green Bay hefur aðeins unnið einn af fyrstu þremur leikjum sínum á tímabilinu en liðið þykir eitt hið allra besta í deildinni.
NFL Mest lesið Þorsteinn Roy fyrstur í mark annað árið í röð Sport Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Íslenski boltinn Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Íslenski boltinn Sigurvegarinn Þorsteinn: „Það má ekki á Íslandi“ Sport „Síðasti leggurinn var helvíti þungur“ Sport „Þorsteinn er allt of lengi að bregðast við“ Fótbolti Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? Fótbolti Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Körfubolti „Nýtti reynsluna úr vindinum heima til að halda þolinmæði“ Golf Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Handbolti Fleiri fréttir Louis Van Gaal hefur sigrast á krabbameini Landslið Íslands í golfi gerði það gott á EM Í beinni: Pólland - Danmörk | Bæði lið í leit að fyrstu stigunum Í beinni: Svíþjóð - Þýskaland | Úrslitaleikur um efsta sætið Þór fer upp í umspilssæti Arnór Sigurðsson hafði betur í Íslendingaslagnum Rústaði úrslitunum á Wimbledon „Síðasti leggurinn var helvíti þungur“ Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Sigurvegarinn Þorsteinn: „Það má ekki á Íslandi“ Onana frá næstu vikurnar Stjarna Cavs trúlofuð Grammy verðlaunahafa Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ánægður með Arnar og er klár í haustið Skellur í fyrsta leik hjá guttunum okkar „Þorsteinn er allt of lengi að bregðast við“ Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Diljá Ýr búin að semja við Brann Þorsteinn Roy fyrstur í mark annað árið í röð Ísköld Clark stýrði sókninni eins og hershöfðingi Hvaðan koma peningarnir sem Tottenham er að eyða? „Nýtti reynsluna úr vindinum heima til að halda þolinmæði“ Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Dagskráin í dag: Meira, meira golf Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM „Hrædd um að við séum að dragast aftur úr“ Óttar Magnús færir sig um set á Ítalíu Topplið ÍR tapaði þremur mikilvægum stigum Kærkominn endurkomusigur Grindvíkinga Sjá meira