Gunnar Nelson: Ljónsbaninn reyndist vel Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 1. október 2012 06:30 Gunnar Nelson lætur hér höggin dynja á LaMarques Johnson sem reynir að verja höfuð sitt. Gunnar kláraði bardagann síðan á hengingarbragði. Nordic Photos / Getty Images Gunnar Nelson á glæsilegan feril í vændum í UFC-bardagasamtökunum ef marka má frammistöðu hans í Nottingham á Englandi um helgina. Þar atti hann kappi við DaMarques Johnson frá Bandaríkjunum í sínum fyrsta UFC-bardaga og vann Gunnar yfirburðasigur. Það tók hann ekki nema þrjár mínútur og 34 sekúndur að ganga frá Johnson strax í fyrstu lotu. Gunnar hefur reyndar ekki þurft að fara í meira en eina lotu í MMA-bardaga síðan 2008 en hann státar nú af tíu sigrum og einu jafntefli í ellefu viðureignum á ferlinum. „Þetta gekk bara eins og í sögu," sagði Gunnar við Fréttablaðið í gær en hann var þá að taka því rólega á hótelherbergi sínu. „Mér líður bara vel og er sáttur við bardagann," bætti hann við af sinni alkunnu yfirveguðu rósemi.Náði snemma yfirburðastöðu Gunnar segir að hann hafi ekki farið í bardagann með ákveðna leikáætlun í huga, frekar en áður. „Ég spila þetta frekar eftir eyranu og reyni að fá tilfinningu fyrir því hvernig hann hreyfir sig," segir Gunnar. „Hann var nokkuð öflugur og hreyfði sig vel. En ég náði yfirburðastöðu snemma og kláraði bardagann." Eftir nokkrar sekúndur náði Gunnar að senda háspark í andlit Johnsons en slíka takta hefur Gunnar ekki sýnt oft áður í keppni, enda fyrst og fremst öflugur glímukappi. „Hann bjóst kannski ekki við þessu en ég hef gert þokkalega mikið af þessu á æfingum og þekki þetta vel úr karate. Ég hef gert mikið af því að sparka í gegnum tíðina og það var gaman að geta laumað inn svona skemmtilegum hlutum."Komst undir hökuna Gunnar var svo búinn að skella Johnson í gólfið áður en fyrsta mínútan var liðin. „Þá grunaði mig að ég myndi ná að draga úr honum orkuna, hægt og rólega. Svo lyftist hakan á honum og ég komst undir hana," segir hann en Johnson gafst upp eftir að Gunnar náði hengingartaki, svokölluðu „rear naked choke". „Þetta bragð er þekkt í jiu jitsu sem Mata Leão á portúgölsku – ljónsbaninn," bætir Gunnar við. Gunnar segir að umgjörðin í kringum UFC-bardaga sé mun meiri en hann hefur kynnst hingað til. „Þetta er stærsta sýning í heimi í þessum heimi. Það er miklu meira af viðtölum og á bardaganum sjálfum er æsingurinn og lætin í kringum mann miklu meiri enda fullt af fólki í höllinni," segir hann. „Þá eru menn settir í þvagprufur bæði fyrir og eftir bardagann ogséð til þess að menn komist ekki upp með neitt misjafnt. Ég er reyndar mjög hlynntur því," segir hann.Á engan sérstakan óskamótherja Gunnar veit ekki hvað tekur við eða hvenær næsti bardagi verður. „Það gæti verið í lok þessa árs eða upphafi þess næsta. Ég á mér svo sem engan sérstakan óskamótherja fyrir næsta bardaga – bara einhvern skemmtilegan," sagði hann í léttum dúr. Það kæmi þó Gunnari ekki á óvart ef hann myndi berjast í Bandaríkjunum næst og að hann fengi svokallaðan „main card"-bardaga. „Ég gæti vel trúað því og væri það mjög skemmtilegt. En ég læt þetta bara ráðast," sagði hinn rólegi Gunnar Nelson að lokum. Íþróttir Mest lesið Rifjuðu upp sögu af formanni KSÍ og slagsmál Dyer og Bowyer Enski boltinn Gjörbreytt lið City mátti þola sitt fyrsta tap Fótbolti „Ég vil ekki gera mér of miklar væntingar“ Sport Spænski risinn grátt leikinn og Estevao vann uppgjör ungstirnanna Fótbolti Heimir Hallgrímsson og Eyjólfur Sverrisson spá báðir vítakeppni Íslenski boltinn Drama í Noregi og 36 ára Auba sá um Newcastle Fótbolti Veiðifagn Stjörnumanna tekið í japönsku deildinni - myndband Íslenski boltinn Slot kennir sjálfum sér um eftir „fáránlegt“ gengi Fótbolti „Fær að vera aðalgellan í liðinu“ Körfubolti Fyrsti Futsal-landsleikur Íslands í beinni á Haukar TV Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Ég vil ekki gera mér of miklar væntingar“ Rifjuðu upp sögu af formanni KSÍ og slagsmál Dyer og Bowyer Drama í Noregi og 36 ára Auba sá um Newcastle Gjörbreytt lið City mátti þola sitt fyrsta tap Spænski risinn grátt leikinn og Estevao vann uppgjör ungstirnanna Fjórtán marka tap Fram í Portúgal Slot kennir sjálfum sér um eftir „fáránlegt“ gengi Reynir naut sín eftir langt hlé vegna hjartavandamála Skildu Ajax-menn eina eftir án stiga á botni Meistaradeildarinnar „Fær að vera aðalgellan í liðinu“ Flokkarnir fyrir HM-drátt: Leiðin gerð svo að fjögur bestu mætist seint Ronaldo slapp við bann á HM Theodór Elmar hættur hjá KR Titilvörn Littlers hefst gegn reynslubolta Chase baðst afsökunar á hrákunni Yfir sig ánægður með Rashford: „Hann er síbrosandi“ Reiknar ekki með Elísu eða Andreu á morgun Settu vafasamt met fyrir tveimur árum en eru núna heitasta liðið í NBA Svakaleg spenna: Svona verður Norris heimsmeistari á sunnudaginn „Við vinnum mjög vel saman“ Sjáðu bestu vörslur Pickfords gegn United „Sem fagmaður frábær en ennþá betri vinur“ Íslensku stelpurnar hjá Inter báðar í liði umferðarinnar Varð aftur ástfanginn af fótbolta í Mosó Álftnesingar fá reynslumikinn landsliðsmann frá Georgíu Fannst ferlega erfitt að horfa á Isak: „Gjörsamlega ósýnilegur“ Gueye biðst afsökunar: „Ekkert réttlætir svona hegðun“ Vinur Schumacher segir að almenningur muni aldrei sjá hann aftur Moyes kastaði kveðju á vini sína á Íslandi eftir viðtal við Hjörvar Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Sjá meira
Gunnar Nelson á glæsilegan feril í vændum í UFC-bardagasamtökunum ef marka má frammistöðu hans í Nottingham á Englandi um helgina. Þar atti hann kappi við DaMarques Johnson frá Bandaríkjunum í sínum fyrsta UFC-bardaga og vann Gunnar yfirburðasigur. Það tók hann ekki nema þrjár mínútur og 34 sekúndur að ganga frá Johnson strax í fyrstu lotu. Gunnar hefur reyndar ekki þurft að fara í meira en eina lotu í MMA-bardaga síðan 2008 en hann státar nú af tíu sigrum og einu jafntefli í ellefu viðureignum á ferlinum. „Þetta gekk bara eins og í sögu," sagði Gunnar við Fréttablaðið í gær en hann var þá að taka því rólega á hótelherbergi sínu. „Mér líður bara vel og er sáttur við bardagann," bætti hann við af sinni alkunnu yfirveguðu rósemi.Náði snemma yfirburðastöðu Gunnar segir að hann hafi ekki farið í bardagann með ákveðna leikáætlun í huga, frekar en áður. „Ég spila þetta frekar eftir eyranu og reyni að fá tilfinningu fyrir því hvernig hann hreyfir sig," segir Gunnar. „Hann var nokkuð öflugur og hreyfði sig vel. En ég náði yfirburðastöðu snemma og kláraði bardagann." Eftir nokkrar sekúndur náði Gunnar að senda háspark í andlit Johnsons en slíka takta hefur Gunnar ekki sýnt oft áður í keppni, enda fyrst og fremst öflugur glímukappi. „Hann bjóst kannski ekki við þessu en ég hef gert þokkalega mikið af þessu á æfingum og þekki þetta vel úr karate. Ég hef gert mikið af því að sparka í gegnum tíðina og það var gaman að geta laumað inn svona skemmtilegum hlutum."Komst undir hökuna Gunnar var svo búinn að skella Johnson í gólfið áður en fyrsta mínútan var liðin. „Þá grunaði mig að ég myndi ná að draga úr honum orkuna, hægt og rólega. Svo lyftist hakan á honum og ég komst undir hana," segir hann en Johnson gafst upp eftir að Gunnar náði hengingartaki, svokölluðu „rear naked choke". „Þetta bragð er þekkt í jiu jitsu sem Mata Leão á portúgölsku – ljónsbaninn," bætir Gunnar við. Gunnar segir að umgjörðin í kringum UFC-bardaga sé mun meiri en hann hefur kynnst hingað til. „Þetta er stærsta sýning í heimi í þessum heimi. Það er miklu meira af viðtölum og á bardaganum sjálfum er æsingurinn og lætin í kringum mann miklu meiri enda fullt af fólki í höllinni," segir hann. „Þá eru menn settir í þvagprufur bæði fyrir og eftir bardagann ogséð til þess að menn komist ekki upp með neitt misjafnt. Ég er reyndar mjög hlynntur því," segir hann.Á engan sérstakan óskamótherja Gunnar veit ekki hvað tekur við eða hvenær næsti bardagi verður. „Það gæti verið í lok þessa árs eða upphafi þess næsta. Ég á mér svo sem engan sérstakan óskamótherja fyrir næsta bardaga – bara einhvern skemmtilegan," sagði hann í léttum dúr. Það kæmi þó Gunnari ekki á óvart ef hann myndi berjast í Bandaríkjunum næst og að hann fengi svokallaðan „main card"-bardaga. „Ég gæti vel trúað því og væri það mjög skemmtilegt. En ég læt þetta bara ráðast," sagði hinn rólegi Gunnar Nelson að lokum.
Íþróttir Mest lesið Rifjuðu upp sögu af formanni KSÍ og slagsmál Dyer og Bowyer Enski boltinn Gjörbreytt lið City mátti þola sitt fyrsta tap Fótbolti „Ég vil ekki gera mér of miklar væntingar“ Sport Spænski risinn grátt leikinn og Estevao vann uppgjör ungstirnanna Fótbolti Heimir Hallgrímsson og Eyjólfur Sverrisson spá báðir vítakeppni Íslenski boltinn Drama í Noregi og 36 ára Auba sá um Newcastle Fótbolti Veiðifagn Stjörnumanna tekið í japönsku deildinni - myndband Íslenski boltinn Slot kennir sjálfum sér um eftir „fáránlegt“ gengi Fótbolti „Fær að vera aðalgellan í liðinu“ Körfubolti Fyrsti Futsal-landsleikur Íslands í beinni á Haukar TV Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Ég vil ekki gera mér of miklar væntingar“ Rifjuðu upp sögu af formanni KSÍ og slagsmál Dyer og Bowyer Drama í Noregi og 36 ára Auba sá um Newcastle Gjörbreytt lið City mátti þola sitt fyrsta tap Spænski risinn grátt leikinn og Estevao vann uppgjör ungstirnanna Fjórtán marka tap Fram í Portúgal Slot kennir sjálfum sér um eftir „fáránlegt“ gengi Reynir naut sín eftir langt hlé vegna hjartavandamála Skildu Ajax-menn eina eftir án stiga á botni Meistaradeildarinnar „Fær að vera aðalgellan í liðinu“ Flokkarnir fyrir HM-drátt: Leiðin gerð svo að fjögur bestu mætist seint Ronaldo slapp við bann á HM Theodór Elmar hættur hjá KR Titilvörn Littlers hefst gegn reynslubolta Chase baðst afsökunar á hrákunni Yfir sig ánægður með Rashford: „Hann er síbrosandi“ Reiknar ekki með Elísu eða Andreu á morgun Settu vafasamt met fyrir tveimur árum en eru núna heitasta liðið í NBA Svakaleg spenna: Svona verður Norris heimsmeistari á sunnudaginn „Við vinnum mjög vel saman“ Sjáðu bestu vörslur Pickfords gegn United „Sem fagmaður frábær en ennþá betri vinur“ Íslensku stelpurnar hjá Inter báðar í liði umferðarinnar Varð aftur ástfanginn af fótbolta í Mosó Álftnesingar fá reynslumikinn landsliðsmann frá Georgíu Fannst ferlega erfitt að horfa á Isak: „Gjörsamlega ósýnilegur“ Gueye biðst afsökunar: „Ekkert réttlætir svona hegðun“ Vinur Schumacher segir að almenningur muni aldrei sjá hann aftur Moyes kastaði kveðju á vini sína á Íslandi eftir viðtal við Hjörvar Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Sjá meira