Fótbolti

Blatter nýtti tímann vel á Íslandi

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Sepp Blatter og forseti Íslands, herra Ólaf Ragnar Grímsson.
Sepp Blatter og forseti Íslands, herra Ólaf Ragnar Grímsson. Mynd/KSÍmyndir.net
Sepp Blatter, forseti Alþjóða Knattspyrnusambandsins, var í tveggja daga heimsókn á Íslandi en hélt síðan til Færeyja í dag. Forseti FIFA nýtti tímann til að skoða knattspyrnumannvirki sem og að hann heimsótti mennta- og menningarmálaráðherra, Katrínu Jakobsdóttur og forseta Íslands, herra Ólaf Ragnar Grímsson.

Á heimasíðu KSÍ má finna fullt af myndum af heimsókn Blatter hér á landi en það er hægt að nálgast myndirnar með því að smella hér.

Blatter skoðaði höfuðstöðvar KSÍ og knattspyrnuhúsin Kórinn og Fífuna í gær, áður en hann hélt á Bessastaði til fundar við forseta Íslands. Áður hafði hann heimsótt Katrínu Jakobsdóttur, mennta- og menningarmálaráðherra.

Í dag hóf forseti FIFA svo daginn á því að heimsækja Þingvelli þar sem hann fékk leiðsögn og fræðslu frá Ólafi Erni Haraldssyni þjóðgarðsverði. Hann hélt svo blaðamannafund í höfuðstöðvum KSÍ í hádeginu í dag og hitti stjórnarmenn Knattspyrnusambandsins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×