Button: Grosjean þarf að taka sig á Birgir Þór Harðarson skrifar 8. október 2012 23:00 Grosjean veit að hann þarf að vanda sig en svo virðist sem að hann bara geti það ekki. nordicphotos/afp Formúlu 1-ökumenn eru almennt ekki mjög ánægðir með framgöngu frakkans Romain Grosjean í Lotus-bíl sínum í sumar. Mark Webber sagði hann klikkaðan eftir japanska kappaksturinn og nú biður hinn kurteisi og hlédrægi Jenson Button Grosjean um að taka sig á í eitt skipti fyrir öll. Eftir kappaksturinn í Japan hefur Grosjean verið áhrifavaldur í níu slysum strax eftir ræsingu í mótunum fjórtán sem hann hefur ræst í ár. Það er meira en keppinautar hans sætta sig við. Mark Webber var fórnarlambið um helgina þegar Grosjean ók inn í hlið hans þrátt fyrir að „vera að reyna að klessa ekki á neinn". Frakkinn fékk tíu sekúnta refsingu fyrir áreksturinn en hefur greinilega ekki lært sína lexíu eftir að hafa verið bannað að keppa á Ítalíu um miðjan september. Johnny Herbert, fyrrum ökuþór í Formúlu 1, benti stjórnendum Lotus-liðsins á að réttast væri að „segja bæ bæ" við Grosjean hið snarasta. Herbert er sjóaður ökuþór og lenti meðal annars í alvarlegu slysi þar sem hann mölbraut báðar lappirnar svo illa að óttast var að hann myndi aldrei ganga á ný. Jenson Button hefur einnig hvatt sér hljóðs í þessari umræðu og spurt hvort það sé ekki á ábyrgð Formúlunnar að gera eitthvað til að koma í veg fyrir að Grosjean aki á allt og alla. „Eða ætti hann fara í rækilega sjálfskoðun og reyna að skeina sér. Það er greinilega eitthvað sem hann þarf að gera." „Grosjean er rosa fljótur og hæfileikaríkur en maður getur ekki bara klesst á allt og alla," sagði Button. „Þegar hann keppti í GP2 gerðist þetta líka. Hann var svo fljótur að hann gjörsamlega rústaði keppinautunum og leiddi heimsmeistarakeppnina með metstigafjölda. Hann hélt samt áfram að klessa á." „Annað hvort vann keppnina eða klessti á. Hann virðist lifa eftir sömu speki í Formúlu 1 en það gengur ekki," sagði Button. Samband ökuþóra í Formúlu 1 (GPDA) hefur verið hljótt um þetta mál. Helsta baráttumál GPDA er að berjast fyrir bættu öryggi í kappakstrinum og því ætti Grosjean að vera til umfjöllunar þar. Pedro de la Rosa, formaður félagsins, hefur ekki sagt stakt orð um Grosjean og ekki heldur meðstjórnendurnir Sebastian Vettel eða Felipe Massa. Þar ræður kannski pólitík frekar en réttlæti; Grosjean hefur verið refsað og FIA hefur málið til skoðunar. Formúla Mest lesið Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Handbolti Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Enski boltinn Hafþór hrósar læknum „Steraleikanna“ og segist treysta þeim alveg Sport Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Enski boltinn Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Handbolti „Hlutir sem ég hefði ekki getað gert ef ég væri að spila“ Körfubolti Extra-leikarnir: „Fannst þessi einkunnagjöf lykta af smá Kópavogsmeðvirkni“ Körfubolti Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Enski boltinn Utan vallar: Betra er frensí en fálæti Handbolti Kastaði stól í leikmann og er á leið í fangelsi Sport Fleiri fréttir F1-ökumaður gagnrýndur fyrir vanvirðingu við Schumacher Komst við er hann ræddi Schumacher Þá fáum við að vita meira um líf Schumacher eftir slysið Telur samstarf Hamilton og Ferrari nálgast þolmörk Portúgal í stað Hollands í Formúlu 1 Valin kona ársins í akstursíþróttum á sautján ára afmælisdaginn Stórar breytingar og tímamót hjá Red Bull Heimsmeistarinn vill gleyma því að hann keyri í Formúlu 1 Sjáðu hamaganginn þegar Norris varð heimsmeistari í fyrsta sinn Klökkur Norris: „Ég er ekki að gráta“ Lando Norris er Formúlu 1 heimsmeistari í fyrsta sinn Svona verða Norris, Verstappen eða Piastri heimsmeistarar í dag Verstappen á ráspól og allt opið í lokakeppninni McLaren ætlar að nota heilbrigða skynsemi í ákvörðunum sínum Verstappen fær nýjan liðsfélaga Hótað lífláti eftir mistökin Reiður eftir ásakanir um svindl: „Hversu heilalaus þarftu að vera?“ Sjá meira
Formúlu 1-ökumenn eru almennt ekki mjög ánægðir með framgöngu frakkans Romain Grosjean í Lotus-bíl sínum í sumar. Mark Webber sagði hann klikkaðan eftir japanska kappaksturinn og nú biður hinn kurteisi og hlédrægi Jenson Button Grosjean um að taka sig á í eitt skipti fyrir öll. Eftir kappaksturinn í Japan hefur Grosjean verið áhrifavaldur í níu slysum strax eftir ræsingu í mótunum fjórtán sem hann hefur ræst í ár. Það er meira en keppinautar hans sætta sig við. Mark Webber var fórnarlambið um helgina þegar Grosjean ók inn í hlið hans þrátt fyrir að „vera að reyna að klessa ekki á neinn". Frakkinn fékk tíu sekúnta refsingu fyrir áreksturinn en hefur greinilega ekki lært sína lexíu eftir að hafa verið bannað að keppa á Ítalíu um miðjan september. Johnny Herbert, fyrrum ökuþór í Formúlu 1, benti stjórnendum Lotus-liðsins á að réttast væri að „segja bæ bæ" við Grosjean hið snarasta. Herbert er sjóaður ökuþór og lenti meðal annars í alvarlegu slysi þar sem hann mölbraut báðar lappirnar svo illa að óttast var að hann myndi aldrei ganga á ný. Jenson Button hefur einnig hvatt sér hljóðs í þessari umræðu og spurt hvort það sé ekki á ábyrgð Formúlunnar að gera eitthvað til að koma í veg fyrir að Grosjean aki á allt og alla. „Eða ætti hann fara í rækilega sjálfskoðun og reyna að skeina sér. Það er greinilega eitthvað sem hann þarf að gera." „Grosjean er rosa fljótur og hæfileikaríkur en maður getur ekki bara klesst á allt og alla," sagði Button. „Þegar hann keppti í GP2 gerðist þetta líka. Hann var svo fljótur að hann gjörsamlega rústaði keppinautunum og leiddi heimsmeistarakeppnina með metstigafjölda. Hann hélt samt áfram að klessa á." „Annað hvort vann keppnina eða klessti á. Hann virðist lifa eftir sömu speki í Formúlu 1 en það gengur ekki," sagði Button. Samband ökuþóra í Formúlu 1 (GPDA) hefur verið hljótt um þetta mál. Helsta baráttumál GPDA er að berjast fyrir bættu öryggi í kappakstrinum og því ætti Grosjean að vera til umfjöllunar þar. Pedro de la Rosa, formaður félagsins, hefur ekki sagt stakt orð um Grosjean og ekki heldur meðstjórnendurnir Sebastian Vettel eða Felipe Massa. Þar ræður kannski pólitík frekar en réttlæti; Grosjean hefur verið refsað og FIA hefur málið til skoðunar.
Formúla Mest lesið Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Handbolti Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Enski boltinn Hafþór hrósar læknum „Steraleikanna“ og segist treysta þeim alveg Sport Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Enski boltinn Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Handbolti „Hlutir sem ég hefði ekki getað gert ef ég væri að spila“ Körfubolti Extra-leikarnir: „Fannst þessi einkunnagjöf lykta af smá Kópavogsmeðvirkni“ Körfubolti Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Enski boltinn Utan vallar: Betra er frensí en fálæti Handbolti Kastaði stól í leikmann og er á leið í fangelsi Sport Fleiri fréttir F1-ökumaður gagnrýndur fyrir vanvirðingu við Schumacher Komst við er hann ræddi Schumacher Þá fáum við að vita meira um líf Schumacher eftir slysið Telur samstarf Hamilton og Ferrari nálgast þolmörk Portúgal í stað Hollands í Formúlu 1 Valin kona ársins í akstursíþróttum á sautján ára afmælisdaginn Stórar breytingar og tímamót hjá Red Bull Heimsmeistarinn vill gleyma því að hann keyri í Formúlu 1 Sjáðu hamaganginn þegar Norris varð heimsmeistari í fyrsta sinn Klökkur Norris: „Ég er ekki að gráta“ Lando Norris er Formúlu 1 heimsmeistari í fyrsta sinn Svona verða Norris, Verstappen eða Piastri heimsmeistarar í dag Verstappen á ráspól og allt opið í lokakeppninni McLaren ætlar að nota heilbrigða skynsemi í ákvörðunum sínum Verstappen fær nýjan liðsfélaga Hótað lífláti eftir mistökin Reiður eftir ásakanir um svindl: „Hversu heilalaus þarftu að vera?“ Sjá meira