Ólafur Kristjáns leikgreinir Juventus fyrir Nordsjælland Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 8. október 2012 11:45 Ólafur Kristjánsson, þjálfari Breiðabliks. Mynd/Daníel Ólafur Kristjánsson, þjálfari Breiðabliks í Pepsi-deild karla, er í mikilvægu starfi hjá Meistaradeildarliði Nordsjælland en danska liðið er í riðli með hákarlaliðum eins og Chelsea, Shakhtar Donetsk og Juventus. Ólafur sér um að leikgreina andstæðing Nordsjælland í Meistaradeildinni en þetta kom fram í viðtali við Hjört Hjartarson í Boltanum á X-inu. „Mitt verkefni felst í því að taka Juventus alveg og fylgja þeim. Nordsjælland er með Chelsea, Shakhtar Donetsk og Juventus í riðli og þessu var skipt á milli þriggja aðila. Ég var svo heppinn að fá Juventus og var á leiknum þeirra á móti Shakhtar í Tórínó í síðustu viku," sagði Ólafur í samtali við Hjört. „Ég mun síðan sjá þá í fjórum leikjum í viðbót áður en Nordsjælland mætir þeim í Meistaradeildinni. Það er hægt að hugsa sér leiðinlegri vinnu en þetta," sagði Ólafur. Nordsjælland er búið að spila tvo leiki í riðlakeppninni og tapa þeim báðum, 0-2 á útivelli á móti Shakhtar Donetsk og 0-4 á heimavelli á móti Chelsea. Nordsjælland mætir næst Juventus á heimavelli og var Ólafur í Tórínó á dögunum til þess að skoða ítölsku meistarana. „Ég komst ekki á leik Chelsea og Juventus af því að við vorum ekki búnir með mótið. Það var nóg að gera þar því við áttum leik við Fylki daginn eftir. Það stóð til að ég færi á þann leik en stóð allt full knappt með flug og annað að ég gæti náð því. Þeir voru alveg sáttir við það að ég byrjaði bara á þessu þegar deildin var búin hjá okkur," sagði Ólafur. „Þeir höfðu samband við mig í sumar þegar var orðið ljóst að þeir yrðu í Meistaradeildinni. Eftir að það var dregið í riðla þá var raðað niður verkefnum. Ég er búinn að vera í sambandi við Kasper Hjulmand, sem er þjálfari hjá þeim, í mörg ár eða síðan að við vorum saman á þjálfaranámskeiði í Danmörku á sínum tíma. Við erum góðir vinir og hann treystir mér greinilega sem er ánægjulegt. Ég gat ekki slegið hendinni á móti þessu því þetta er góð reynsla og gaman að taka þátt í þessu," sagði Ólafur. „Ég fer og sé leikina og skila honum svo skýrslu bæði skriflegri og svo verð ég með þeim í undirbúningnum þegar kemur að leikjunum. Það gefur manni tækifæri til að sjá hvernig svona leikir eru undirbúnir," sagði Ólafur. Hann mun vera með annan fótinn á Ítalíu næstu vikur. Ólafur mun sjá leik Juventus og Napoli 20. október sem er helgina fyrir fyrri leik Nordsjælland og Juve. Hann mun síðan sjá leiki Juve við Bologna og Inter áður en kemur að seinni leik Nordsjælland og Juve. „Það var hundfúlt að að fara úr norðangarranum um síðustu helgi og fara suður til Tórónó í 20 stiga hita og horfa á fótboltaleik," sagði Ólafur í léttum tón. „Það er ábyrgð að þurfa að skila þessu og maður gerir það bara eins vel og maður getur. Ég vona síðan að það sé eitthvað innlegg í púkkið," sagði Ólafur. Meistaradeild Evrópu Mest lesið Eitt vandræðalegasta kvöldið í sögu Manchester United Enski boltinn Uppgjörið: Breiðablik - Athlone Town 3-1 | Tvö mörk á tveimur mínútum og Blikar unnu Fótbolti Gætt af Interpol og sagt að fela fána fyrir leikinn við Ísland Körfubolti Isak gæti spilað fyrsta leikinn sinn á tímabilinu Enski boltinn Ástin sögð ástæða þess að Sancho vilji ekki Roma Fótbolti Svona var EM-Pallborðið Körfubolti Tveir nýliðar í landsliðshópnum Fótbolti EM í dag: Ætli Katowice sé enn versta borg í heimi og leðurjakki í hitabylgju Körfubolti Arnar kynnti fyrsta hópinn í undankeppni HM Fótbolti Segir Daníel ekki líkan pabba sem leikmanni en hafi Guðjohnsen-svægið Fótbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Valur - Braga 1-3 | Valskonur töpuðu og mæta Ceciliu Rán og Karólínu Leu Amanda og félagar mæta Blikum Í beinni: Grimsby - Man. Utd. | Rauðu djöflarnir mæta á Blundell Park Freyr stýrði Brann inn í riðlakeppni Evrópudeildarinnar með stæl Davíð Snær lagði upp mark í bikarsigri Isak gæti spilað fyrsta leikinn sinn á tímabilinu Diljá og Karólína skoruðu báðar Ísabella Sara lagði upp í Meistaradeild Evrópu Segir Daníel ekki líkan pabba sem leikmanni en hafi Guðjohnsen-svægið Uppgjörið: Breiðablik - Athlone Town 3-1 | Tvö mörk á tveimur mínútum og Blikar unnu Tveir nýliðar í landsliðshópnum Arnar kynnti fyrsta hópinn í undankeppni HM Albert bjartsýnn á að Eze sé lokapúslið: „Komin þvílík breidd í þetta“ Ástin sögð ástæða þess að Sancho vilji ekki Roma „Hefur komið með stál og styrk og þekkingu inn í varnarleik Stjörnunnar“ „Ekkert auðvelt fyrir þann sem fer í hans skó“ Reiddist eigin aðdáendum en baðst svo afsökunar Sjáðu draumamark Tryggva, erfitt víti í rokinu og Valdimar leiða Víking til sigurs Rio grínaðist með söngva Liverpool fólksins Hæsti fótboltamaður í heimi Má ekki skipta um föt í búningsklefa Arsenal en má spila með liðinu Stjóri Ísaks Bergmanns vakti athygli fyrir klæðaburð sinn „Það er bæjarhátíð í Mosó um helgina og þú ert velkominn“ „Ætli þetta hafi ekki verið leikur tveggja hálfleika“ Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford fór áfram en þrjú Íslendingalið úr leik Uppgjörið: Víkingur - Vestri 4-1 | Víkingar fóru illa með nýkrýnda bikarmeistara Celtic tapaði í vítakeppni í Kasakstan Gordon bað bæði liðsfélagana og Van Dijk afsökunar Uppgjörið: Valur - Afturelding 4-3 | Valur skoraði fjögur í seinni og endurheimti toppsætið Bröndby setur fimm í bann vegna slagsmála á Íslandi Sjá meira
Ólafur Kristjánsson, þjálfari Breiðabliks í Pepsi-deild karla, er í mikilvægu starfi hjá Meistaradeildarliði Nordsjælland en danska liðið er í riðli með hákarlaliðum eins og Chelsea, Shakhtar Donetsk og Juventus. Ólafur sér um að leikgreina andstæðing Nordsjælland í Meistaradeildinni en þetta kom fram í viðtali við Hjört Hjartarson í Boltanum á X-inu. „Mitt verkefni felst í því að taka Juventus alveg og fylgja þeim. Nordsjælland er með Chelsea, Shakhtar Donetsk og Juventus í riðli og þessu var skipt á milli þriggja aðila. Ég var svo heppinn að fá Juventus og var á leiknum þeirra á móti Shakhtar í Tórínó í síðustu viku," sagði Ólafur í samtali við Hjört. „Ég mun síðan sjá þá í fjórum leikjum í viðbót áður en Nordsjælland mætir þeim í Meistaradeildinni. Það er hægt að hugsa sér leiðinlegri vinnu en þetta," sagði Ólafur. Nordsjælland er búið að spila tvo leiki í riðlakeppninni og tapa þeim báðum, 0-2 á útivelli á móti Shakhtar Donetsk og 0-4 á heimavelli á móti Chelsea. Nordsjælland mætir næst Juventus á heimavelli og var Ólafur í Tórínó á dögunum til þess að skoða ítölsku meistarana. „Ég komst ekki á leik Chelsea og Juventus af því að við vorum ekki búnir með mótið. Það var nóg að gera þar því við áttum leik við Fylki daginn eftir. Það stóð til að ég færi á þann leik en stóð allt full knappt með flug og annað að ég gæti náð því. Þeir voru alveg sáttir við það að ég byrjaði bara á þessu þegar deildin var búin hjá okkur," sagði Ólafur. „Þeir höfðu samband við mig í sumar þegar var orðið ljóst að þeir yrðu í Meistaradeildinni. Eftir að það var dregið í riðla þá var raðað niður verkefnum. Ég er búinn að vera í sambandi við Kasper Hjulmand, sem er þjálfari hjá þeim, í mörg ár eða síðan að við vorum saman á þjálfaranámskeiði í Danmörku á sínum tíma. Við erum góðir vinir og hann treystir mér greinilega sem er ánægjulegt. Ég gat ekki slegið hendinni á móti þessu því þetta er góð reynsla og gaman að taka þátt í þessu," sagði Ólafur. „Ég fer og sé leikina og skila honum svo skýrslu bæði skriflegri og svo verð ég með þeim í undirbúningnum þegar kemur að leikjunum. Það gefur manni tækifæri til að sjá hvernig svona leikir eru undirbúnir," sagði Ólafur. Hann mun vera með annan fótinn á Ítalíu næstu vikur. Ólafur mun sjá leik Juventus og Napoli 20. október sem er helgina fyrir fyrri leik Nordsjælland og Juve. Hann mun síðan sjá leiki Juve við Bologna og Inter áður en kemur að seinni leik Nordsjælland og Juve. „Það var hundfúlt að að fara úr norðangarranum um síðustu helgi og fara suður til Tórónó í 20 stiga hita og horfa á fótboltaleik," sagði Ólafur í léttum tón. „Það er ábyrgð að þurfa að skila þessu og maður gerir það bara eins vel og maður getur. Ég vona síðan að það sé eitthvað innlegg í púkkið," sagði Ólafur.
Meistaradeild Evrópu Mest lesið Eitt vandræðalegasta kvöldið í sögu Manchester United Enski boltinn Uppgjörið: Breiðablik - Athlone Town 3-1 | Tvö mörk á tveimur mínútum og Blikar unnu Fótbolti Gætt af Interpol og sagt að fela fána fyrir leikinn við Ísland Körfubolti Isak gæti spilað fyrsta leikinn sinn á tímabilinu Enski boltinn Ástin sögð ástæða þess að Sancho vilji ekki Roma Fótbolti Svona var EM-Pallborðið Körfubolti Tveir nýliðar í landsliðshópnum Fótbolti EM í dag: Ætli Katowice sé enn versta borg í heimi og leðurjakki í hitabylgju Körfubolti Arnar kynnti fyrsta hópinn í undankeppni HM Fótbolti Segir Daníel ekki líkan pabba sem leikmanni en hafi Guðjohnsen-svægið Fótbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Valur - Braga 1-3 | Valskonur töpuðu og mæta Ceciliu Rán og Karólínu Leu Amanda og félagar mæta Blikum Í beinni: Grimsby - Man. Utd. | Rauðu djöflarnir mæta á Blundell Park Freyr stýrði Brann inn í riðlakeppni Evrópudeildarinnar með stæl Davíð Snær lagði upp mark í bikarsigri Isak gæti spilað fyrsta leikinn sinn á tímabilinu Diljá og Karólína skoruðu báðar Ísabella Sara lagði upp í Meistaradeild Evrópu Segir Daníel ekki líkan pabba sem leikmanni en hafi Guðjohnsen-svægið Uppgjörið: Breiðablik - Athlone Town 3-1 | Tvö mörk á tveimur mínútum og Blikar unnu Tveir nýliðar í landsliðshópnum Arnar kynnti fyrsta hópinn í undankeppni HM Albert bjartsýnn á að Eze sé lokapúslið: „Komin þvílík breidd í þetta“ Ástin sögð ástæða þess að Sancho vilji ekki Roma „Hefur komið með stál og styrk og þekkingu inn í varnarleik Stjörnunnar“ „Ekkert auðvelt fyrir þann sem fer í hans skó“ Reiddist eigin aðdáendum en baðst svo afsökunar Sjáðu draumamark Tryggva, erfitt víti í rokinu og Valdimar leiða Víking til sigurs Rio grínaðist með söngva Liverpool fólksins Hæsti fótboltamaður í heimi Má ekki skipta um föt í búningsklefa Arsenal en má spila með liðinu Stjóri Ísaks Bergmanns vakti athygli fyrir klæðaburð sinn „Það er bæjarhátíð í Mosó um helgina og þú ert velkominn“ „Ætli þetta hafi ekki verið leikur tveggja hálfleika“ Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford fór áfram en þrjú Íslendingalið úr leik Uppgjörið: Víkingur - Vestri 4-1 | Víkingar fóru illa með nýkrýnda bikarmeistara Celtic tapaði í vítakeppni í Kasakstan Gordon bað bæði liðsfélagana og Van Dijk afsökunar Uppgjörið: Valur - Afturelding 4-3 | Valur skoraði fjögur í seinni og endurheimti toppsætið Bröndby setur fimm í bann vegna slagsmála á Íslandi Sjá meira