Ólafur Kristjáns leikgreinir Juventus fyrir Nordsjælland Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 8. október 2012 11:45 Ólafur Kristjánsson, þjálfari Breiðabliks. Mynd/Daníel Ólafur Kristjánsson, þjálfari Breiðabliks í Pepsi-deild karla, er í mikilvægu starfi hjá Meistaradeildarliði Nordsjælland en danska liðið er í riðli með hákarlaliðum eins og Chelsea, Shakhtar Donetsk og Juventus. Ólafur sér um að leikgreina andstæðing Nordsjælland í Meistaradeildinni en þetta kom fram í viðtali við Hjört Hjartarson í Boltanum á X-inu. „Mitt verkefni felst í því að taka Juventus alveg og fylgja þeim. Nordsjælland er með Chelsea, Shakhtar Donetsk og Juventus í riðli og þessu var skipt á milli þriggja aðila. Ég var svo heppinn að fá Juventus og var á leiknum þeirra á móti Shakhtar í Tórínó í síðustu viku," sagði Ólafur í samtali við Hjört. „Ég mun síðan sjá þá í fjórum leikjum í viðbót áður en Nordsjælland mætir þeim í Meistaradeildinni. Það er hægt að hugsa sér leiðinlegri vinnu en þetta," sagði Ólafur. Nordsjælland er búið að spila tvo leiki í riðlakeppninni og tapa þeim báðum, 0-2 á útivelli á móti Shakhtar Donetsk og 0-4 á heimavelli á móti Chelsea. Nordsjælland mætir næst Juventus á heimavelli og var Ólafur í Tórínó á dögunum til þess að skoða ítölsku meistarana. „Ég komst ekki á leik Chelsea og Juventus af því að við vorum ekki búnir með mótið. Það var nóg að gera þar því við áttum leik við Fylki daginn eftir. Það stóð til að ég færi á þann leik en stóð allt full knappt með flug og annað að ég gæti náð því. Þeir voru alveg sáttir við það að ég byrjaði bara á þessu þegar deildin var búin hjá okkur," sagði Ólafur. „Þeir höfðu samband við mig í sumar þegar var orðið ljóst að þeir yrðu í Meistaradeildinni. Eftir að það var dregið í riðla þá var raðað niður verkefnum. Ég er búinn að vera í sambandi við Kasper Hjulmand, sem er þjálfari hjá þeim, í mörg ár eða síðan að við vorum saman á þjálfaranámskeiði í Danmörku á sínum tíma. Við erum góðir vinir og hann treystir mér greinilega sem er ánægjulegt. Ég gat ekki slegið hendinni á móti þessu því þetta er góð reynsla og gaman að taka þátt í þessu," sagði Ólafur. „Ég fer og sé leikina og skila honum svo skýrslu bæði skriflegri og svo verð ég með þeim í undirbúningnum þegar kemur að leikjunum. Það gefur manni tækifæri til að sjá hvernig svona leikir eru undirbúnir," sagði Ólafur. Hann mun vera með annan fótinn á Ítalíu næstu vikur. Ólafur mun sjá leik Juventus og Napoli 20. október sem er helgina fyrir fyrri leik Nordsjælland og Juve. Hann mun síðan sjá leiki Juve við Bologna og Inter áður en kemur að seinni leik Nordsjælland og Juve. „Það var hundfúlt að að fara úr norðangarranum um síðustu helgi og fara suður til Tórónó í 20 stiga hita og horfa á fótboltaleik," sagði Ólafur í léttum tón. „Það er ábyrgð að þurfa að skila þessu og maður gerir það bara eins vel og maður getur. Ég vona síðan að það sé eitthvað innlegg í púkkið," sagði Ólafur. Meistaradeild Evrópu Mest lesið Joshua kjálkabraut Paul Sport Salah bað samherjana afsökunar Enski boltinn Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Enski boltinn Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Enski boltinn Dagskráin í dag: Enski boltinn í tíu klukkutíma Sport Varði fjórar vítaspyrnur með brotna hendi Fótbolti Rekinn af HM eftir að hafa fallið á lyfjaprófi Sport Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Enski boltinn „Hann er ein stærsta ástæðan fyrir því“ Handbolti „Komum eins og aumingjar inn í þennan leik“ Körfubolti Fleiri fréttir Tíu bestu mörkin úr leikjum Liverpool og Tottenham Salah bað samherjana afsökunar Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Varði fjórar vítaspyrnur með brotna hendi Immobile skaut Bologna í úrslit Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Hrannar Snær til Noregs Breiðablik, Valur og Þór/KA fengu milljónir vegna EM Elías mættur til meistaranna Syrgir góðan félaga í Åge: „Ótrúlega leiðinlegt að hann sé nú farinn“ KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Fantasýn: „Hann setti allt á 3 og það kom upp 19“ Karólína Lea því miður of snemma í jólafrí Alexander Isak fékk sænska gullboltann Hilmar Árni til starfa hjá KR „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Helmingur landsliðskvenna er undir lágmarkslaunum „Grimmileg áminning um hversu harkalegt og grimmt lífið getur verið“ Segir fjórðung í bók Óla ósannan Í fyrsta sinn rukkað inn á Fan Zone á HM Davíð sendir hjartnæma kveðju til Hareide Svona endaði Sambandsdeildin: Finnarnir áfram eftir jafntefli við Palace Strasbourg - Breiðablik 3-1 | Hetjuleg barátta dugði skammt Napoli í úrslit í Sádi-Arabíu Åge Hareide látinn Amorim vill Neves Benti á hinn íslenska Dan Burn „Við þurfum bara að keyra á þetta“ Segir Nóel Atla frábært dæmi um það þegar hlutirnir gangi upp Sjá meira
Ólafur Kristjánsson, þjálfari Breiðabliks í Pepsi-deild karla, er í mikilvægu starfi hjá Meistaradeildarliði Nordsjælland en danska liðið er í riðli með hákarlaliðum eins og Chelsea, Shakhtar Donetsk og Juventus. Ólafur sér um að leikgreina andstæðing Nordsjælland í Meistaradeildinni en þetta kom fram í viðtali við Hjört Hjartarson í Boltanum á X-inu. „Mitt verkefni felst í því að taka Juventus alveg og fylgja þeim. Nordsjælland er með Chelsea, Shakhtar Donetsk og Juventus í riðli og þessu var skipt á milli þriggja aðila. Ég var svo heppinn að fá Juventus og var á leiknum þeirra á móti Shakhtar í Tórínó í síðustu viku," sagði Ólafur í samtali við Hjört. „Ég mun síðan sjá þá í fjórum leikjum í viðbót áður en Nordsjælland mætir þeim í Meistaradeildinni. Það er hægt að hugsa sér leiðinlegri vinnu en þetta," sagði Ólafur. Nordsjælland er búið að spila tvo leiki í riðlakeppninni og tapa þeim báðum, 0-2 á útivelli á móti Shakhtar Donetsk og 0-4 á heimavelli á móti Chelsea. Nordsjælland mætir næst Juventus á heimavelli og var Ólafur í Tórínó á dögunum til þess að skoða ítölsku meistarana. „Ég komst ekki á leik Chelsea og Juventus af því að við vorum ekki búnir með mótið. Það var nóg að gera þar því við áttum leik við Fylki daginn eftir. Það stóð til að ég færi á þann leik en stóð allt full knappt með flug og annað að ég gæti náð því. Þeir voru alveg sáttir við það að ég byrjaði bara á þessu þegar deildin var búin hjá okkur," sagði Ólafur. „Þeir höfðu samband við mig í sumar þegar var orðið ljóst að þeir yrðu í Meistaradeildinni. Eftir að það var dregið í riðla þá var raðað niður verkefnum. Ég er búinn að vera í sambandi við Kasper Hjulmand, sem er þjálfari hjá þeim, í mörg ár eða síðan að við vorum saman á þjálfaranámskeiði í Danmörku á sínum tíma. Við erum góðir vinir og hann treystir mér greinilega sem er ánægjulegt. Ég gat ekki slegið hendinni á móti þessu því þetta er góð reynsla og gaman að taka þátt í þessu," sagði Ólafur. „Ég fer og sé leikina og skila honum svo skýrslu bæði skriflegri og svo verð ég með þeim í undirbúningnum þegar kemur að leikjunum. Það gefur manni tækifæri til að sjá hvernig svona leikir eru undirbúnir," sagði Ólafur. Hann mun vera með annan fótinn á Ítalíu næstu vikur. Ólafur mun sjá leik Juventus og Napoli 20. október sem er helgina fyrir fyrri leik Nordsjælland og Juve. Hann mun síðan sjá leiki Juve við Bologna og Inter áður en kemur að seinni leik Nordsjælland og Juve. „Það var hundfúlt að að fara úr norðangarranum um síðustu helgi og fara suður til Tórónó í 20 stiga hita og horfa á fótboltaleik," sagði Ólafur í léttum tón. „Það er ábyrgð að þurfa að skila þessu og maður gerir það bara eins vel og maður getur. Ég vona síðan að það sé eitthvað innlegg í púkkið," sagði Ólafur.
Meistaradeild Evrópu Mest lesið Joshua kjálkabraut Paul Sport Salah bað samherjana afsökunar Enski boltinn Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Enski boltinn Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Enski boltinn Dagskráin í dag: Enski boltinn í tíu klukkutíma Sport Varði fjórar vítaspyrnur með brotna hendi Fótbolti Rekinn af HM eftir að hafa fallið á lyfjaprófi Sport Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Enski boltinn „Hann er ein stærsta ástæðan fyrir því“ Handbolti „Komum eins og aumingjar inn í þennan leik“ Körfubolti Fleiri fréttir Tíu bestu mörkin úr leikjum Liverpool og Tottenham Salah bað samherjana afsökunar Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Varði fjórar vítaspyrnur með brotna hendi Immobile skaut Bologna í úrslit Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Hrannar Snær til Noregs Breiðablik, Valur og Þór/KA fengu milljónir vegna EM Elías mættur til meistaranna Syrgir góðan félaga í Åge: „Ótrúlega leiðinlegt að hann sé nú farinn“ KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Fantasýn: „Hann setti allt á 3 og það kom upp 19“ Karólína Lea því miður of snemma í jólafrí Alexander Isak fékk sænska gullboltann Hilmar Árni til starfa hjá KR „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Helmingur landsliðskvenna er undir lágmarkslaunum „Grimmileg áminning um hversu harkalegt og grimmt lífið getur verið“ Segir fjórðung í bók Óla ósannan Í fyrsta sinn rukkað inn á Fan Zone á HM Davíð sendir hjartnæma kveðju til Hareide Svona endaði Sambandsdeildin: Finnarnir áfram eftir jafntefli við Palace Strasbourg - Breiðablik 3-1 | Hetjuleg barátta dugði skammt Napoli í úrslit í Sádi-Arabíu Åge Hareide látinn Amorim vill Neves Benti á hinn íslenska Dan Burn „Við þurfum bara að keyra á þetta“ Segir Nóel Atla frábært dæmi um það þegar hlutirnir gangi upp Sjá meira