Schumacher leggur stýrið á hilluna 4. október 2012 09:30 Endurkoman hefur ekki gengið sem skildi hjá Schumacher. Ökuþórinn Michael Schumacher hefur tilkynnt að hann muni leggja stýrið á hilluna í enda tímabilsins. Það verður í annað sinn sem Schumi hættir og að þessu sinni er ákvörðunin endanleg. Hinn sjöfaldi heimsmeistari var búinn að missa sæti sitt í Mercedes-liðinu til Lewis Hamilton en samt áttu margir von á því að hann myndi finna sér nýtt lið. "Ég hef ákveðið að hætta í enda ársins. Þó svo ég telji mig enn geta keppt á toppnum kemur alltaf að því að maður verði að kveðja. Að þessu sinni er kveðjan væntanlega endanleg," sagði Þjóðverjinn á blaðamannafundi. "Síðasta mánuðinn var ég ekki viss um hvort ég hefði enn áhugann og orkuna sem er nauðsynleg til þess að halda áfram. Ég er ekki maður sem geri hlutina nema ég ætli að gera þá 100 prósent." Schumacher hætti fyrst árið 2006 en þá sagðist hann ekki lengur hafa orkuna til þess að keppa. Honum leiddist þó þofið á endanum og snéri til baka þrem árum síðar. Schumacher hefur ekki náð sömu hæðum eftir að hann snéri til baka en hver veit hvað hann gerir í síðustu sex kappökstrunum sem hann á eftir. Formúla Mest lesið „Hún er búin að vera algjör klettur í þessu öllu“ Körfubolti Sveindís fær engar skýringar: „Ég hef greinilega ekki verið í uppáhaldi“ Fótbolti Martin: „Fór rosalega fyrir brjóstið á mér að heyra það“ Körfubolti Utan vallar: Pedersen ætti að vera þjóðhetja Körfubolti „Ég trúi þessu varla“ Sport Gylfi orðinn Víkingur Íslenski boltinn „Ef þeir fá ekki gul spjöld halda grófu brotin bara áfram“ Fótbolti Carragher kallaði Ferdinand trúð Enski boltinn United hættir að bjóða upp á frían hádegismat Enski boltinn Í beinni: Frakkland - Ísland | Þyngsta prófið fyrir Ísland Fótbolti Fleiri fréttir Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira
Ökuþórinn Michael Schumacher hefur tilkynnt að hann muni leggja stýrið á hilluna í enda tímabilsins. Það verður í annað sinn sem Schumi hættir og að þessu sinni er ákvörðunin endanleg. Hinn sjöfaldi heimsmeistari var búinn að missa sæti sitt í Mercedes-liðinu til Lewis Hamilton en samt áttu margir von á því að hann myndi finna sér nýtt lið. "Ég hef ákveðið að hætta í enda ársins. Þó svo ég telji mig enn geta keppt á toppnum kemur alltaf að því að maður verði að kveðja. Að þessu sinni er kveðjan væntanlega endanleg," sagði Þjóðverjinn á blaðamannafundi. "Síðasta mánuðinn var ég ekki viss um hvort ég hefði enn áhugann og orkuna sem er nauðsynleg til þess að halda áfram. Ég er ekki maður sem geri hlutina nema ég ætli að gera þá 100 prósent." Schumacher hætti fyrst árið 2006 en þá sagðist hann ekki lengur hafa orkuna til þess að keppa. Honum leiddist þó þofið á endanum og snéri til baka þrem árum síðar. Schumacher hefur ekki náð sömu hæðum eftir að hann snéri til baka en hver veit hvað hann gerir í síðustu sex kappökstrunum sem hann á eftir.
Formúla Mest lesið „Hún er búin að vera algjör klettur í þessu öllu“ Körfubolti Sveindís fær engar skýringar: „Ég hef greinilega ekki verið í uppáhaldi“ Fótbolti Martin: „Fór rosalega fyrir brjóstið á mér að heyra það“ Körfubolti Utan vallar: Pedersen ætti að vera þjóðhetja Körfubolti „Ég trúi þessu varla“ Sport Gylfi orðinn Víkingur Íslenski boltinn „Ef þeir fá ekki gul spjöld halda grófu brotin bara áfram“ Fótbolti Carragher kallaði Ferdinand trúð Enski boltinn United hættir að bjóða upp á frían hádegismat Enski boltinn Í beinni: Frakkland - Ísland | Þyngsta prófið fyrir Ísland Fótbolti Fleiri fréttir Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira