Rodgers stöðvaði sigurgöngu Houston Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 15. október 2012 09:45 Rodgers hleypur með boltann. Mynd/AP Það var nóg um að vera í NFL-deildinni í gær eins og ávallt á sunnudögum. Hæst bar þó sigur Green Bay Packers á Houston Texans þar sem leikstjórnandinn Aaron Rodgers átti leik lífs síns. Rodgers kastaði sex sinnum fyrir snertimarki í leikjnum sem er persónulegt met og einnig metjöfnun hjá þessu sögufræga félagi. Útherjinn Jordy Nelson skoraði þrjú af þessum snertimörkum. Green Bay tókst í nótt loksins að sýna sitt rétta andlit, sérstaklega í sókn, en liðið hefur nú unnið þrjá af fyrstu leikjum sínum á tímabilinu. Houston var hins vegar ósigrað fyrir leik liðanna í nótt. „Þetta var mikilvægur leikur fyrir okkur," sagði Rodgers eftir sigur sinna manna í nótt. Sóknarleikur liðsins hafði valdið mörgum vonbrigðum, ekki síst Rodgers sjálfum sem var valinn leikmaður ársins [MVP] á síðasta tímabili. „Við erum allir mjög stoltir," sagði hann. „Og það er enginn okkar að gefast upp. Það er líklega betra þegar fólk efast um okkur því þá náum við betur saman. Fólk reyndi að rífa okkur niður fyrir þennan leik en við stóðum saman." Arian Foster, einn besti hlaupari deildarinnar, skoraði tvö snertimörk fyrir Houston en náði þó aðeins að hlaupa 29 jarda með boltann. Atlanta Falcons er nú eina ósigraða liðið í NFL-deildinni. Liðið vann nauman sigur á Oakland Raiders í gær, 23-20, með vallarmarki Matt Bryant í blálok leiksins.Úrslit gærdagsins: Houston - Green Bay 24-42 Seattle - New England 24-23 Philadelphia - Detroit 23-26 Minnesota - Washington 26-38 Atlanta - Oakland 23-20 Arizona - Buffalo 16-19 (e. framl.) San Francisco - NY Giants 3-26 Baltimore - Dallas 29-31 Kansas City - Tampa Bay 10-38 Cleveland - Cincinnati 34-24 Indianapolis - NY Jets 9-35 Miami - St. Louis 17-14 NFL Mest lesið Fantasýn: Bogi Nils þarf að vara sig og ekkert breyst hjá stjórnarformanni Play Enski boltinn Baulað á Figo í Barcelona: „Portúgalinn er ekki velkominn hér“ Fótbolti „Ótrúlega gaman að sjá þessa stelpu dafna“ Íslenski boltinn Bjarni Jó kveður Selfoss Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Skiptiborðið og Blikar í Evrópu Sport Uppgjörið: Keflavík - Valur 79-88 |Frábær endurkomusigur hjá Val Körfubolti Valur vann stigalausu Stjörnuna Handbolti De Bruyne lagði tvisvar upp fyrir Højlund Fótbolti „Ég myndi frekar vilja vinna svona en að vera yfir allan leikinn“ Sport Evrópumeistararnir með endurkomusigur gegn Barcelona Fótbolti Fleiri fréttir Baulað á Figo í Barcelona: „Portúgalinn er ekki velkominn hér“ Dagskráin í dag: Skiptiborðið og Blikar í Evrópu Bjarni Jó kveður Selfoss Fantasýn: Bogi Nils þarf að vara sig og ekkert breyst hjá stjórnarformanni Play „Ótrúlega gaman að sjá þessa stelpu dafna“ Uppgjörið: Keflavík - Valur 79-88 |Frábær endurkomusigur hjá Val Valur vann stigalausu Stjörnuna „Ég myndi frekar vilja vinna svona en að vera yfir allan leikinn“ Beeman gekk frá fyrrum félögum De Bruyne lagði tvisvar upp fyrir Højlund Sandra með stórleik í sigri gegn Selfossi Stórleikur Hauks dugði ekki til sigurs Elín Klara markahæst hjá toppliðinu Dier stal stigi af svekktum City mönnum Ödegaard lagði Skytturnar upp til sigurs Evrópumeistararnir með endurkomusigur gegn Barcelona Íslendingaliðið í undanúrslit Stólarnir sóttu sigur til Slóvakíu í fyrsta leik Stjarnan - FH 3-4 | FH endurheimti annað sætið Öruggt hjá Skjórunum en óvíst hver skoraði Verður sá síðasti í sögunni til að spila í treyju númer sex Arftaki Heimis fundinn: „Alltaf áhætta að gera breytingar“ Jón vísar ummælum Rögnvaldar til föðurhúsanna „Mjög súr og dapur þegar hann hringdi í mig“ Erfitt að yfirgefa Þrótt en starfið hjá KSÍ of spennandi til að hafna því Tilfinningaþrungin stund eftir hörmungar síðustu ára Arnar: Aðrir leikmenn framar en Jóhann Orri, Jóhann og Gylfi ekki með en Aron valinn Svona var fundur KSÍ þegar Arnar tilkynnti landsliðshópinn Drama í sænska landsliðinu: „Hann hefur svikið liðsfélaga sína“ Sjá meira
Það var nóg um að vera í NFL-deildinni í gær eins og ávallt á sunnudögum. Hæst bar þó sigur Green Bay Packers á Houston Texans þar sem leikstjórnandinn Aaron Rodgers átti leik lífs síns. Rodgers kastaði sex sinnum fyrir snertimarki í leikjnum sem er persónulegt met og einnig metjöfnun hjá þessu sögufræga félagi. Útherjinn Jordy Nelson skoraði þrjú af þessum snertimörkum. Green Bay tókst í nótt loksins að sýna sitt rétta andlit, sérstaklega í sókn, en liðið hefur nú unnið þrjá af fyrstu leikjum sínum á tímabilinu. Houston var hins vegar ósigrað fyrir leik liðanna í nótt. „Þetta var mikilvægur leikur fyrir okkur," sagði Rodgers eftir sigur sinna manna í nótt. Sóknarleikur liðsins hafði valdið mörgum vonbrigðum, ekki síst Rodgers sjálfum sem var valinn leikmaður ársins [MVP] á síðasta tímabili. „Við erum allir mjög stoltir," sagði hann. „Og það er enginn okkar að gefast upp. Það er líklega betra þegar fólk efast um okkur því þá náum við betur saman. Fólk reyndi að rífa okkur niður fyrir þennan leik en við stóðum saman." Arian Foster, einn besti hlaupari deildarinnar, skoraði tvö snertimörk fyrir Houston en náði þó aðeins að hlaupa 29 jarda með boltann. Atlanta Falcons er nú eina ósigraða liðið í NFL-deildinni. Liðið vann nauman sigur á Oakland Raiders í gær, 23-20, með vallarmarki Matt Bryant í blálok leiksins.Úrslit gærdagsins: Houston - Green Bay 24-42 Seattle - New England 24-23 Philadelphia - Detroit 23-26 Minnesota - Washington 26-38 Atlanta - Oakland 23-20 Arizona - Buffalo 16-19 (e. framl.) San Francisco - NY Giants 3-26 Baltimore - Dallas 29-31 Kansas City - Tampa Bay 10-38 Cleveland - Cincinnati 34-24 Indianapolis - NY Jets 9-35 Miami - St. Louis 17-14
NFL Mest lesið Fantasýn: Bogi Nils þarf að vara sig og ekkert breyst hjá stjórnarformanni Play Enski boltinn Baulað á Figo í Barcelona: „Portúgalinn er ekki velkominn hér“ Fótbolti „Ótrúlega gaman að sjá þessa stelpu dafna“ Íslenski boltinn Bjarni Jó kveður Selfoss Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Skiptiborðið og Blikar í Evrópu Sport Uppgjörið: Keflavík - Valur 79-88 |Frábær endurkomusigur hjá Val Körfubolti Valur vann stigalausu Stjörnuna Handbolti De Bruyne lagði tvisvar upp fyrir Højlund Fótbolti „Ég myndi frekar vilja vinna svona en að vera yfir allan leikinn“ Sport Evrópumeistararnir með endurkomusigur gegn Barcelona Fótbolti Fleiri fréttir Baulað á Figo í Barcelona: „Portúgalinn er ekki velkominn hér“ Dagskráin í dag: Skiptiborðið og Blikar í Evrópu Bjarni Jó kveður Selfoss Fantasýn: Bogi Nils þarf að vara sig og ekkert breyst hjá stjórnarformanni Play „Ótrúlega gaman að sjá þessa stelpu dafna“ Uppgjörið: Keflavík - Valur 79-88 |Frábær endurkomusigur hjá Val Valur vann stigalausu Stjörnuna „Ég myndi frekar vilja vinna svona en að vera yfir allan leikinn“ Beeman gekk frá fyrrum félögum De Bruyne lagði tvisvar upp fyrir Højlund Sandra með stórleik í sigri gegn Selfossi Stórleikur Hauks dugði ekki til sigurs Elín Klara markahæst hjá toppliðinu Dier stal stigi af svekktum City mönnum Ödegaard lagði Skytturnar upp til sigurs Evrópumeistararnir með endurkomusigur gegn Barcelona Íslendingaliðið í undanúrslit Stólarnir sóttu sigur til Slóvakíu í fyrsta leik Stjarnan - FH 3-4 | FH endurheimti annað sætið Öruggt hjá Skjórunum en óvíst hver skoraði Verður sá síðasti í sögunni til að spila í treyju númer sex Arftaki Heimis fundinn: „Alltaf áhætta að gera breytingar“ Jón vísar ummælum Rögnvaldar til föðurhúsanna „Mjög súr og dapur þegar hann hringdi í mig“ Erfitt að yfirgefa Þrótt en starfið hjá KSÍ of spennandi til að hafna því Tilfinningaþrungin stund eftir hörmungar síðustu ára Arnar: Aðrir leikmenn framar en Jóhann Orri, Jóhann og Gylfi ekki með en Aron valinn Svona var fundur KSÍ þegar Arnar tilkynnti landsliðshópinn Drama í sænska landsliðinu: „Hann hefur svikið liðsfélaga sína“ Sjá meira