Maðurinn sem sagði nei við sterunum og hætti frekar að hjóla Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 13. október 2012 23:30 Scott Mercier sést hér lengst til vinstri. Mynd/Nordic Photos/Getty Nafn Scott Mercier hefur verið áberandi í umfjöllun um lyfjahneykslið í kringum hjólreiðakappann Lance Armstrong og lið hans US Postal. Mercier var sá eini í liðinu sem sagði nei við sterum og hætti frekar að keppa í hólreiðum en að sprauta sig. Scott Mercier fékk óvænt símtal frá Travis Tygart, sem stjórnaði rannsókn málsins, þar sem að Tygart þakkaði honum fyrir. „Ég fékk þetta símtal upp úr þurru og ég hélt að þetta væri eitthvað grín," sagði Scott Mercier við BBC. „Travis vildi þakka mér fyrir og spurði mig jafnframt um það hvernig ég gat gert það sem enginn annar í liðinu gat, að segja nei við sterunum," rifjaði Mercier upp. Scott Mercier er nú orðinn 44 ára gamall og starfar sem fjárhagslegur ráðgjafi í Grand Junction í Koloradó-fylki. Hann man vel eftir deginum þegar hann sagði nei takk en það var í maí 1997 þegar hann var 28 ára gamall. Það var liðslæknirinn Pedro Celaya sem kynnti sterana fyrir liðinu. „Pedro læknir kallaði alla í liðinu inn á hótelherbergi sitt og einn fór inn í einu. Þegar kom að mér þá afhenti hann mér flösku með grænum pillum og hettuglös með glærum vökva. Ég fékk einnig 17 daga æfingaáætlun þar sem annaðhvort var stjarna eða punktur við hvern dag. Punkturinn þýddi að þá átti ég að taka inn pillu en sprauta mig á þeim dögum sem voru stjörnumerktir," sagði Mercier. „Hann sagði síðan við mig og þetta væru sterar og ég yrði nautsterkur af þessu. Svo sagði hann mér að stinga þessu í vasann og ef að ég yrði stoppaður í tollinum þá átti ég að segja að þetta væri b-vítamín," sagði Mercier. „Ég ákvað þá að ég vildi ekki vera atvinnuhjólreiðamaður lengur. Ég fór heim og sagði nei takk. Ég elska hjólreiðaíþróttina en það hefði verið alltof erfitt að horfa í augun á fólki og ljúga um að ég væri hreinn. Fólk talar um heilsuþáttinn í þessu en ég var ekki mikið að pæla í honum. Það sem gerði útslagið fyrir mig voru lygarnar og hræsnin," sagði Mercier. Íþróttir Mest lesið Littler skildi ekkert hvað Sir Alex sagði Enski boltinn Svona verður Ísland heimsmeistari Handbolti „Karfan er æði en lífið er skítt“ Körfubolti „Eitthvað annað og stærra en ég hef nokkurn tímann upplifað“ Fótbolti Umdeildur arnatemjari rekinn fyrir að birta typpamyndir Fótbolti Ætlar að hella í sig þegar Stephen Curry hættir Körfubolti Karius mættur í þýsku B-deildina Fótbolti Nökkvi í höfn í Rotterdam og getur aftur labbað á kaffihús Fótbolti Danir skoruðu 47 mörk í fyrsta leik sínum á HM Handbolti Ásdís Karen orðin samherji Hildar í Madríd Fótbolti Fleiri fréttir Freyr yfir sig stoltur: „Mikilvægt að sjá börnin sín vaxa í þessu lífi sem við höfum valið“ Svona verður Ísland heimsmeistari Nökkvi í höfn í Rotterdam og getur aftur labbað á kaffihús „Karfan er æði en lífið er skítt“ „Eitthvað annað og stærra en ég hef nokkurn tímann upplifað“ Littler skildi ekkert hvað Sir Alex sagði Dagskráin í dag: Akureyringar mæta á Krókinn, þýski boltinn og Körfuboltakvöld Ætlar að hella í sig þegar Stephen Curry hættir Karius mættur í þýsku B-deildina Þrettánda jafnteflið hjá Juventus Ásdís Karen orðin samherji Hildar í Madríd „Fannst við eiga vinna leikinn” Njarðvík og Stjarnan með góða útisigra „Hefur tekið styttri tíma en ég bjóst við“ Danir skoruðu 47 mörk í fyrsta leik sínum á HM Malen mættur til Villa Hin efnilega Arnfríður Auður í raðir Vals Jafnt í toppslagnum í Skírisskógi Ótrúleg endurkoma heimamanna James bjargaði heimaliðinu Ítalía og Frakkland byrja HM af krafti Uppgjörið: Keflavík - Grindavík 88-82 | Nýir þjálfarar fögnuðu sigri í háspennuleik Uppgjörið: Haukar - Valur 87-67 | Engin vandræði á toppliðinu Fyrrum fyrirliði og þjálfari Man City látinn Segja að Zubimendi fari til Arsenal í sumar Hvetur fólk til að fylgjast með Viggó á HM Arteta um ógeðslegu skilaboðin: „Verður að draga línu í sandinn“ Freyr gaf KSÍ tveggja sólarhringa frest: „Ég stóð bara við mín orð“ Kári segir Atla geta orðið „unplayable“ Handtekinn fyrir að ofsækja Caitlin Clark Sjá meira
Nafn Scott Mercier hefur verið áberandi í umfjöllun um lyfjahneykslið í kringum hjólreiðakappann Lance Armstrong og lið hans US Postal. Mercier var sá eini í liðinu sem sagði nei við sterum og hætti frekar að keppa í hólreiðum en að sprauta sig. Scott Mercier fékk óvænt símtal frá Travis Tygart, sem stjórnaði rannsókn málsins, þar sem að Tygart þakkaði honum fyrir. „Ég fékk þetta símtal upp úr þurru og ég hélt að þetta væri eitthvað grín," sagði Scott Mercier við BBC. „Travis vildi þakka mér fyrir og spurði mig jafnframt um það hvernig ég gat gert það sem enginn annar í liðinu gat, að segja nei við sterunum," rifjaði Mercier upp. Scott Mercier er nú orðinn 44 ára gamall og starfar sem fjárhagslegur ráðgjafi í Grand Junction í Koloradó-fylki. Hann man vel eftir deginum þegar hann sagði nei takk en það var í maí 1997 þegar hann var 28 ára gamall. Það var liðslæknirinn Pedro Celaya sem kynnti sterana fyrir liðinu. „Pedro læknir kallaði alla í liðinu inn á hótelherbergi sitt og einn fór inn í einu. Þegar kom að mér þá afhenti hann mér flösku með grænum pillum og hettuglös með glærum vökva. Ég fékk einnig 17 daga æfingaáætlun þar sem annaðhvort var stjarna eða punktur við hvern dag. Punkturinn þýddi að þá átti ég að taka inn pillu en sprauta mig á þeim dögum sem voru stjörnumerktir," sagði Mercier. „Hann sagði síðan við mig og þetta væru sterar og ég yrði nautsterkur af þessu. Svo sagði hann mér að stinga þessu í vasann og ef að ég yrði stoppaður í tollinum þá átti ég að segja að þetta væri b-vítamín," sagði Mercier. „Ég ákvað þá að ég vildi ekki vera atvinnuhjólreiðamaður lengur. Ég fór heim og sagði nei takk. Ég elska hjólreiðaíþróttina en það hefði verið alltof erfitt að horfa í augun á fólki og ljúga um að ég væri hreinn. Fólk talar um heilsuþáttinn í þessu en ég var ekki mikið að pæla í honum. Það sem gerði útslagið fyrir mig voru lygarnar og hræsnin," sagði Mercier.
Íþróttir Mest lesið Littler skildi ekkert hvað Sir Alex sagði Enski boltinn Svona verður Ísland heimsmeistari Handbolti „Karfan er æði en lífið er skítt“ Körfubolti „Eitthvað annað og stærra en ég hef nokkurn tímann upplifað“ Fótbolti Umdeildur arnatemjari rekinn fyrir að birta typpamyndir Fótbolti Ætlar að hella í sig þegar Stephen Curry hættir Körfubolti Karius mættur í þýsku B-deildina Fótbolti Nökkvi í höfn í Rotterdam og getur aftur labbað á kaffihús Fótbolti Danir skoruðu 47 mörk í fyrsta leik sínum á HM Handbolti Ásdís Karen orðin samherji Hildar í Madríd Fótbolti Fleiri fréttir Freyr yfir sig stoltur: „Mikilvægt að sjá börnin sín vaxa í þessu lífi sem við höfum valið“ Svona verður Ísland heimsmeistari Nökkvi í höfn í Rotterdam og getur aftur labbað á kaffihús „Karfan er æði en lífið er skítt“ „Eitthvað annað og stærra en ég hef nokkurn tímann upplifað“ Littler skildi ekkert hvað Sir Alex sagði Dagskráin í dag: Akureyringar mæta á Krókinn, þýski boltinn og Körfuboltakvöld Ætlar að hella í sig þegar Stephen Curry hættir Karius mættur í þýsku B-deildina Þrettánda jafnteflið hjá Juventus Ásdís Karen orðin samherji Hildar í Madríd „Fannst við eiga vinna leikinn” Njarðvík og Stjarnan með góða útisigra „Hefur tekið styttri tíma en ég bjóst við“ Danir skoruðu 47 mörk í fyrsta leik sínum á HM Malen mættur til Villa Hin efnilega Arnfríður Auður í raðir Vals Jafnt í toppslagnum í Skírisskógi Ótrúleg endurkoma heimamanna James bjargaði heimaliðinu Ítalía og Frakkland byrja HM af krafti Uppgjörið: Keflavík - Grindavík 88-82 | Nýir þjálfarar fögnuðu sigri í háspennuleik Uppgjörið: Haukar - Valur 87-67 | Engin vandræði á toppliðinu Fyrrum fyrirliði og þjálfari Man City látinn Segja að Zubimendi fari til Arsenal í sumar Hvetur fólk til að fylgjast með Viggó á HM Arteta um ógeðslegu skilaboðin: „Verður að draga línu í sandinn“ Freyr gaf KSÍ tveggja sólarhringa frest: „Ég stóð bara við mín orð“ Kári segir Atla geta orðið „unplayable“ Handtekinn fyrir að ofsækja Caitlin Clark Sjá meira