Fótbolti

Ísland og Frakkland með bestan árangur af liðunum i 2. sæti

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Mynd/Vilhelm
Íslenska karlalandsliðið er í 2. sæti í sínum riðli eftir fyrstu þrjár umferðirnar í undankeppni HM. Íslenska liðið, sem vann 2-1 sigur á Albanía í gær, hefur náð í 6 stig af 9 mögulegum og er einu stigi á eftir toppliði Sviss.

Efstu liðin í riðlinum níu komast beint inn á HM en átta bestu liðin í 2. sæti fara í umspil um þau fjögur lausu sæti sem eftir standa. Það sem að einn riðilinn er bara með fimm lið gildir aðeins árangurinn á móti fimm efstu liðunum í riðlinum.

Eins og staðan er núna í riðlinum níu þá eru Ísland og Frakklandi með bestan árangur af liðunum sem sitja í 2. sæti í sínum riðli. Báðir sigrar íslenska liðsins eru inni en þar sem að Kýpur er í neðsta sæti riðilsins þá telur ekki tap íslenska liðsins á Kýpur.

Það gæti þó verið fljótt að breytast en er skemmtilegt meðan það varir. Hér fyrir neðan má sjá töflu yfir bestan árangur þjóða í 2. sæti sinna riðla.



Besti árangur liða í 2. sæti (á móti 5 efstu liðunum í riðlinum)

1. Ísland 6 stig (markatala 4-1)

1. Frakkland 6 stig (markatala 4-1)

3. Rúmenía 6 stig (markatala 3-0)

4. Búlgaría 5 stig (markatala 4-3)

5. Slóvakía 4 stig (markatala 3-2)

6. Portúgal 3 stig (markatala 3-1)

7. Svíþjóð 3 stig (markatala 2-0)

8. Svartafjalaland 1 stig (markatala 2-2)

-----------------------------------------

9. Króatía 1 stig (markatala 1-1)




Fleiri fréttir

Sjá meira


×