Viðskipti erlent

Bankamaður í tveggja ára fangelsi

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Rajat Gupta var stjórnarmaður í Goldman Sachs.
Rajat Gupta var stjórnarmaður í Goldman Sachs. Mynd/ AFP.
Rajat Gupta, fyrrverandi stjórnarmaður í Goldman Sachs bankanum, var í dag dæmdur í tveggja ára fangelsi. Hann hafði fyrr á árinu verið fundinn sekur um innherjasvik fyrir að hafa lekið gögnum frá stjórninni til Raj Rajaratnam, fyrrverandi sjóðsstjóra í vogunarsjóð. Rajaratnam sætir nú ellefu ára fangelsi fyrir innherjasvik.

Auk fangelsisrefsingarinnar þarf Gupta að greiða fimm milljónir bandaríkjadala, ríflega 600 milljónir króna, í sekt. Þegar refsingin yfir Gupta var ákveðin í dag sagði hann að hann harmaði þau áhrif sem málið hefði haft á fjölskyldu sína.

Það var BBC sem greindi frá.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×