Botnæta frá Wall Street hyggst græða á spænskum fasteignum 24. október 2012 06:27 Fjárfestirinn Wilbur Ross einn af auðugustu mönnum Bandaríkjanna hugsar sér til hreyfings á spænska fasteignamarkaðinum enda telur hann hægt að gera reyfarakaup þar í augnablikinu. Ross er það sem kallast botnæta á Wall Street en hann sérhæfir sig í kaupum á löskuðum eða rotnandi eignum og kemur þeim síðan aftur í verð þegar markaðsaðstæður batna. Hann einbeitir sér einkum að fasteignum og bönkum. Sem dæmi má nefna á hann 10% í Bank of Ireland og hann keypti stóran hlut í hinum gjaldþrota Northen Rock banka í Bretlandi. Í frétt um málið í börsen segir að Ross líti nú hýru auga á fasteignamarkaðinn á Spáni sem hrundi í fjármálakreppunni og hefur ekki náð sér á strik síðan. Samhliða áhuga Ross á þessum markaði berast fréttir um það að spænsk yfirvöld ætli að losa banka landsins við um 180 milljarða evra virði af ónýtum fasteigalánum og koma þeim fyrir í sérstöku félagi. Sjálfur segir Ross að hann sé reiðubúinn að veðja á að þessi markaður muni rétta úr kútnum í náinni framtíð. Ross hefur hagnast vel á botnáti sínu hingað til. Hann er á miðjum Forbes 400 listanum en persónulegur auður hans nemur nær 300 milljörðum króna. Mest lesið Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Viðskipti innlent Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Viðskipti innlent Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Viðskipti erlent Tekjur jukust um helming milli ára Viðskipti innlent Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Viðskipti innlent Svona verður hægt að horfa á enska boltann í vetur Neytendur HBO Max streymisveitan komin til Íslands Viðskipti innlent Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Viðskipti innlent Orri til liðs við Íslandsbanka Viðskipti innlent Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play Viðskipti innlent Fleiri fréttir Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Fjárfestirinn Wilbur Ross einn af auðugustu mönnum Bandaríkjanna hugsar sér til hreyfings á spænska fasteignamarkaðinum enda telur hann hægt að gera reyfarakaup þar í augnablikinu. Ross er það sem kallast botnæta á Wall Street en hann sérhæfir sig í kaupum á löskuðum eða rotnandi eignum og kemur þeim síðan aftur í verð þegar markaðsaðstæður batna. Hann einbeitir sér einkum að fasteignum og bönkum. Sem dæmi má nefna á hann 10% í Bank of Ireland og hann keypti stóran hlut í hinum gjaldþrota Northen Rock banka í Bretlandi. Í frétt um málið í börsen segir að Ross líti nú hýru auga á fasteignamarkaðinn á Spáni sem hrundi í fjármálakreppunni og hefur ekki náð sér á strik síðan. Samhliða áhuga Ross á þessum markaði berast fréttir um það að spænsk yfirvöld ætli að losa banka landsins við um 180 milljarða evra virði af ónýtum fasteigalánum og koma þeim fyrir í sérstöku félagi. Sjálfur segir Ross að hann sé reiðubúinn að veðja á að þessi markaður muni rétta úr kútnum í náinni framtíð. Ross hefur hagnast vel á botnáti sínu hingað til. Hann er á miðjum Forbes 400 listanum en persónulegur auður hans nemur nær 300 milljörðum króna.
Mest lesið Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Viðskipti innlent Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Viðskipti innlent Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Viðskipti erlent Tekjur jukust um helming milli ára Viðskipti innlent Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Viðskipti innlent Svona verður hægt að horfa á enska boltann í vetur Neytendur HBO Max streymisveitan komin til Íslands Viðskipti innlent Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Viðskipti innlent Orri til liðs við Íslandsbanka Viðskipti innlent Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play Viðskipti innlent Fleiri fréttir Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira