Grænt ljós á eina stærstu bankasölu í sögu Norðurlanda 23. október 2012 06:23 Jafnaðarmannaflokkurinn í Svíþjóð ætlar að gefa grænt ljós á eina stærstu bankasölu í sögu Norðurlandanna. Það hefur löngum verið vitað að sænska stjórnin hefur mikinn áhuga á að selja 13,5% hlut sinn í Nordea bankanum sem er stærsti banki Norðurlandanna. Hinsvegar hafa þau áform ætíð strandað á andstöðu jafnaðarmanna við söluna en jafnaðarmenn eru stærsti stjórnarandstöðuflokkurinn í Svíþjóð. Í frétt um málið á börsen segir að nú hafi jafnaðarmönnum snúist hugur og að þeir vilji selja þennan hlut ríkisins ef rétt verð fæst fyrir hann. Um er að ræða stjarnfræðilegar tölur á norrænan mælikvarða. Þannig eru eignir Nordea í dag yfir 700 milljarðar evra og eiginfjárhlutfallið er rétt tæp 12%. Því gæti þessi eignarhlutur skapað sænska ríkinu allt að 90 milljarða evra í tekjur eða sem svarar til yfir 14.500 milljarða króna. Vitað er að finnski tryggingarrisinn Sampo, sem Exista átti eitt sinn stóran hlut í, hefur áhuga á kaupunum en Sampo á fyrir ríflega 20% hlut í Nordea. Mest lesið Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Viðskipti innlent Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Viðskipti innlent Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Viðskipti erlent Tekjur jukust um helming milli ára Viðskipti innlent Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Viðskipti innlent Svona verður hægt að horfa á enska boltann í vetur Neytendur HBO Max streymisveitan komin til Íslands Viðskipti innlent Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Viðskipti innlent Orri til liðs við Íslandsbanka Viðskipti innlent Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play Viðskipti innlent Fleiri fréttir Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Jafnaðarmannaflokkurinn í Svíþjóð ætlar að gefa grænt ljós á eina stærstu bankasölu í sögu Norðurlandanna. Það hefur löngum verið vitað að sænska stjórnin hefur mikinn áhuga á að selja 13,5% hlut sinn í Nordea bankanum sem er stærsti banki Norðurlandanna. Hinsvegar hafa þau áform ætíð strandað á andstöðu jafnaðarmanna við söluna en jafnaðarmenn eru stærsti stjórnarandstöðuflokkurinn í Svíþjóð. Í frétt um málið á börsen segir að nú hafi jafnaðarmönnum snúist hugur og að þeir vilji selja þennan hlut ríkisins ef rétt verð fæst fyrir hann. Um er að ræða stjarnfræðilegar tölur á norrænan mælikvarða. Þannig eru eignir Nordea í dag yfir 700 milljarðar evra og eiginfjárhlutfallið er rétt tæp 12%. Því gæti þessi eignarhlutur skapað sænska ríkinu allt að 90 milljarða evra í tekjur eða sem svarar til yfir 14.500 milljarða króna. Vitað er að finnski tryggingarrisinn Sampo, sem Exista átti eitt sinn stóran hlut í, hefur áhuga á kaupunum en Sampo á fyrir ríflega 20% hlut í Nordea.
Mest lesið Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Viðskipti innlent Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Viðskipti innlent Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Viðskipti erlent Tekjur jukust um helming milli ára Viðskipti innlent Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Viðskipti innlent Svona verður hægt að horfa á enska boltann í vetur Neytendur HBO Max streymisveitan komin til Íslands Viðskipti innlent Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Viðskipti innlent Orri til liðs við Íslandsbanka Viðskipti innlent Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play Viðskipti innlent Fleiri fréttir Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira