Amman ræktar epla- og appelsínutré við Drangajökul Kristján Már Unnarsson skrifar 22. október 2012 11:47 Amman í Skjaldfannardal í Ísafjarðardjúpi, Ása Ketilsdóttir, vakti athygli í þættinum „Um land allt" á Stöð 2 í gærkvöldi þegar hún sýndi skrúðgarðinn sem hún er búinn að rækta upp á bæ sínum, Laugalandi. Þar er hún, inn undir Drangajökli, með á þriðja hundrað tegunda, þeirra á meðal margar sem teljast suðrænar, eins og bóndarós, og það á svæði sem þekkt er fyrir kuldaleg örnefni; Kaldalón, Snæfjallaströnd og Skjaldfönn. „Það er líka til Unaðsdalur," bætti Ása við og minnti á nafn næsta dals norðan Kaldalóns. Hún sagði ræktunarstarf þarna ganga ótrúlega vel, sérstaklega eftir að tók að hlýna á Íslandi, en áður fyrr hafi þetta oft verið óttalegt basl. Hún kveðst vera safnari og ala flest upp af fræjum sem hún hafi fengið og sáð sjálf. Í garðinum er hún með eplatré og hafði einnig appelsínutré úti í sumar en óttast að það lifi ekki af veturinn. Í dalnum búa þrjár kynslóðir saman. Sonur Ásu, Þórður Halldórsson, býr á næsta bæ, Laugarholti, ásamt konu sinni, Dagrúnu Magnúsdóttur, og börnum þeirra, Sunnevu Guðrúnu, 14 ára, og Halldóri Kára, 12 ára. Bæjarnöfnin eru dregin af laugum í dalnum en heita vatnið nýtist til að kynda húsin og í einkasundlaug. Þarna var einnig rekin garðyrkjustöð frá 1960 til 1983 þar sem tómatar og gúrkur voru ræktaðar. Sauðkindin hefur alla tíð hefur verið grundvöllur búsetunnar en þau eru með 230 kindur á fóðrum í vetur, og segir Þórður að kindurnar séu akkerið. Á bænum eru líka hestar sem draga björg í bú á sumrin. Þau eru með fyrirtækið Svaðilfara sem býður níu daga hestaferðir umhverfis Drangajökul en það eru mest þýskumælandi ferðamenn sem kaupa ferðirnir. Þau annast líka póstdreifingu í Djúpinu og hafa tekið að sér skólaaksturinn og það eru engar smáræðisferðir. Hvern einasta skóladag, um sjöleytið á morgnana, leggur húsmóðirin af stað með börnin tvö, hún ekur fyrst eftir gömlum malarvegi í næstum hálftíma, en á sama tíma leggur önnur móðir af stað með 9 ára son sinn, Kristján Rafn Jóhönnuson, frá bænum Svansvík við Reykjanes. Mæðurnar hittast á gatnamótunum í Langadal í botni Ísafjarðardjúps og þaðan ekur Dagrún með barnahópinn yfir hina 440 metra háu Steingrímsfjarðarheiði til Hólmavíkur. Þegar loks er rennt upp að skólanum eru börnin búin að sitja í klukkustund í bíl, og að skóla loknum bíður þeirra annar eins akstur heim aftur. Börnin þrjú úr Djúpinu verja því tveimur klukkustundum á dag í skólaakstri, ef færðin er góð. Foreldrar barnanna úr Djúpinu eru þó sammála um að þessi mikli akstur yfir fjallveg sé þrátt fyrir allt skásta lausnin og í fyrra hóf Dagrún að kenna við skólann á Hólmavík og sú vinna hentar henni vel með skólaakstrinum. Í lok þáttarins kom fram að amma Ása stefnir að því að gefa út fyrstu ljóðabókina sína fyrir jól og þegar við báðum hana um að gefa okkur smá sýnishorn sagði hún frá blómlauk, Keisarakrónu, sem hún setti niður við húsvegginn fyrir hálfri öld en það var ekki fyrr en hún kom heim úr bændaferð í fyrra frá Sviss sem hún sá hana blómstra í fyrsta sinn. Af því tilefni samdi Ása ljóð til blómsins sem hún flutti í þættinum. Garðyrkja Strandabyggð Um land allt Mest lesið Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Mennirnir enn í haldi lögreglu Innlent Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Innlent Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Innlent Fleiri fréttir Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Sjá meira
Amman í Skjaldfannardal í Ísafjarðardjúpi, Ása Ketilsdóttir, vakti athygli í þættinum „Um land allt" á Stöð 2 í gærkvöldi þegar hún sýndi skrúðgarðinn sem hún er búinn að rækta upp á bæ sínum, Laugalandi. Þar er hún, inn undir Drangajökli, með á þriðja hundrað tegunda, þeirra á meðal margar sem teljast suðrænar, eins og bóndarós, og það á svæði sem þekkt er fyrir kuldaleg örnefni; Kaldalón, Snæfjallaströnd og Skjaldfönn. „Það er líka til Unaðsdalur," bætti Ása við og minnti á nafn næsta dals norðan Kaldalóns. Hún sagði ræktunarstarf þarna ganga ótrúlega vel, sérstaklega eftir að tók að hlýna á Íslandi, en áður fyrr hafi þetta oft verið óttalegt basl. Hún kveðst vera safnari og ala flest upp af fræjum sem hún hafi fengið og sáð sjálf. Í garðinum er hún með eplatré og hafði einnig appelsínutré úti í sumar en óttast að það lifi ekki af veturinn. Í dalnum búa þrjár kynslóðir saman. Sonur Ásu, Þórður Halldórsson, býr á næsta bæ, Laugarholti, ásamt konu sinni, Dagrúnu Magnúsdóttur, og börnum þeirra, Sunnevu Guðrúnu, 14 ára, og Halldóri Kára, 12 ára. Bæjarnöfnin eru dregin af laugum í dalnum en heita vatnið nýtist til að kynda húsin og í einkasundlaug. Þarna var einnig rekin garðyrkjustöð frá 1960 til 1983 þar sem tómatar og gúrkur voru ræktaðar. Sauðkindin hefur alla tíð hefur verið grundvöllur búsetunnar en þau eru með 230 kindur á fóðrum í vetur, og segir Þórður að kindurnar séu akkerið. Á bænum eru líka hestar sem draga björg í bú á sumrin. Þau eru með fyrirtækið Svaðilfara sem býður níu daga hestaferðir umhverfis Drangajökul en það eru mest þýskumælandi ferðamenn sem kaupa ferðirnir. Þau annast líka póstdreifingu í Djúpinu og hafa tekið að sér skólaaksturinn og það eru engar smáræðisferðir. Hvern einasta skóladag, um sjöleytið á morgnana, leggur húsmóðirin af stað með börnin tvö, hún ekur fyrst eftir gömlum malarvegi í næstum hálftíma, en á sama tíma leggur önnur móðir af stað með 9 ára son sinn, Kristján Rafn Jóhönnuson, frá bænum Svansvík við Reykjanes. Mæðurnar hittast á gatnamótunum í Langadal í botni Ísafjarðardjúps og þaðan ekur Dagrún með barnahópinn yfir hina 440 metra háu Steingrímsfjarðarheiði til Hólmavíkur. Þegar loks er rennt upp að skólanum eru börnin búin að sitja í klukkustund í bíl, og að skóla loknum bíður þeirra annar eins akstur heim aftur. Börnin þrjú úr Djúpinu verja því tveimur klukkustundum á dag í skólaakstri, ef færðin er góð. Foreldrar barnanna úr Djúpinu eru þó sammála um að þessi mikli akstur yfir fjallveg sé þrátt fyrir allt skásta lausnin og í fyrra hóf Dagrún að kenna við skólann á Hólmavík og sú vinna hentar henni vel með skólaakstrinum. Í lok þáttarins kom fram að amma Ása stefnir að því að gefa út fyrstu ljóðabókina sína fyrir jól og þegar við báðum hana um að gefa okkur smá sýnishorn sagði hún frá blómlauk, Keisarakrónu, sem hún setti niður við húsvegginn fyrir hálfri öld en það var ekki fyrr en hún kom heim úr bændaferð í fyrra frá Sviss sem hún sá hana blómstra í fyrsta sinn. Af því tilefni samdi Ása ljóð til blómsins sem hún flutti í þættinum.
Garðyrkja Strandabyggð Um land allt Mest lesið Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Mennirnir enn í haldi lögreglu Innlent Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Innlent Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Innlent Fleiri fréttir Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Sjá meira