Hulkenberg ekur fyrir Sauber 2013 Birgir Þór Harðarson skrifar 1. nóvember 2012 06:00 Hulkenberg hefur staðið sig vel hjá Force India. nordicphotos/afp Þýski ökuþórinn Nico Hulkenberg mun aka Sauber-bíl á næsta ári. Þetta staðfesti liðið í gær en þjóðverjinn hefur verið orðaður við Sauber síðan Sergio Perez tilkynnti að hann væri á förum. Hulkenberg ekur nú fyrir Force India-liðið í Formúlu 1. Hann ók áður fyrir Williams árið 2010 með góðum árangri. Eftirminnilegast er þegar hann náði ráspól í brasilíska kappakstrinum það árið við erfiðar aðstæður. "Hann hefur sýnt að ef tækifærið gefst hefur hann hæfileika til að grípa það," sagði Monisha Kaltenborn, liðstjóri Sauber-liðsins. "Við höfum fylgst náið með honum um nokkurt skeið og árangur hans hefur verið mjög aðlaðandi." Sjálfur er Hulkenberg spenntur að keppa fyrir Sauber á næsta ári. "Liðið er í góðri stöðu og mjög keppnisfært. Auk þess hafa ungir ökumenn yfirleitt blómstrað hjá Sauber." Hulkenberg er 25 ára gamall og hefur staðið sig mjög vel um borð í Force India-bílnum í dag. Liðsfélagi hans er Paul di Resta en þeir hafa háð mikla baráttu innbirðis. Sauber-liðið hefur ekki staðfest hver liðsfélagi Hulkenberg verður á næsta ári. Það verður þó að teljast líklegt að Kamui Kobayashi haldi sínu sæti. Formúla Mest lesið „Hún er búin að vera algjör klettur í þessu öllu“ Körfubolti Sveindís fær engar skýringar: „Ég hef greinilega ekki verið í uppáhaldi“ Fótbolti Martin: „Fór rosalega fyrir brjóstið á mér að heyra það“ Körfubolti Utan vallar: Pedersen ætti að vera þjóðhetja Körfubolti „Ég trúi þessu varla“ Sport Gylfi orðinn Víkingur Íslenski boltinn „Ef þeir fá ekki gul spjöld halda grófu brotin bara áfram“ Fótbolti Carragher kallaði Ferdinand trúð Enski boltinn United hættir að bjóða upp á frían hádegismat Enski boltinn Þolinmæðin á Højlund nánast á þrotum Enski boltinn Fleiri fréttir Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira
Þýski ökuþórinn Nico Hulkenberg mun aka Sauber-bíl á næsta ári. Þetta staðfesti liðið í gær en þjóðverjinn hefur verið orðaður við Sauber síðan Sergio Perez tilkynnti að hann væri á förum. Hulkenberg ekur nú fyrir Force India-liðið í Formúlu 1. Hann ók áður fyrir Williams árið 2010 með góðum árangri. Eftirminnilegast er þegar hann náði ráspól í brasilíska kappakstrinum það árið við erfiðar aðstæður. "Hann hefur sýnt að ef tækifærið gefst hefur hann hæfileika til að grípa það," sagði Monisha Kaltenborn, liðstjóri Sauber-liðsins. "Við höfum fylgst náið með honum um nokkurt skeið og árangur hans hefur verið mjög aðlaðandi." Sjálfur er Hulkenberg spenntur að keppa fyrir Sauber á næsta ári. "Liðið er í góðri stöðu og mjög keppnisfært. Auk þess hafa ungir ökumenn yfirleitt blómstrað hjá Sauber." Hulkenberg er 25 ára gamall og hefur staðið sig mjög vel um borð í Force India-bílnum í dag. Liðsfélagi hans er Paul di Resta en þeir hafa háð mikla baráttu innbirðis. Sauber-liðið hefur ekki staðfest hver liðsfélagi Hulkenberg verður á næsta ári. Það verður þó að teljast líklegt að Kamui Kobayashi haldi sínu sæti.
Formúla Mest lesið „Hún er búin að vera algjör klettur í þessu öllu“ Körfubolti Sveindís fær engar skýringar: „Ég hef greinilega ekki verið í uppáhaldi“ Fótbolti Martin: „Fór rosalega fyrir brjóstið á mér að heyra það“ Körfubolti Utan vallar: Pedersen ætti að vera þjóðhetja Körfubolti „Ég trúi þessu varla“ Sport Gylfi orðinn Víkingur Íslenski boltinn „Ef þeir fá ekki gul spjöld halda grófu brotin bara áfram“ Fótbolti Carragher kallaði Ferdinand trúð Enski boltinn United hættir að bjóða upp á frían hádegismat Enski boltinn Þolinmæðin á Højlund nánast á þrotum Enski boltinn Fleiri fréttir Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira