Handbolti

Beint af flugvellinum á fund

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Vignir Svavarsson og Ásgeir Örn Hallgrímsson á æfingu í gær.
Vignir Svavarsson og Ásgeir Örn Hallgrímsson á æfingu í gær. Mynd/Valli
Íslenska handboltalandsliðið fær ekki mikinn undirbúning fyrir leikinn á móti Hvít-Rússum í Laugardalshöllinni annað kvöld en þetta er fyrsti leikur liðsins í undankeppni EM 2014 og fyrsti leikur liðsins undir stjórn Arons Kristjánssonar.

„Við búum að því að það eru ekki margar æfingar eða fundir fyrir þessa leiki. Það voru margir að spila erlendis á sunnudaginn með sínum félagsliðum og nýttu mánudaginn því í að ferðast heim," sagði Aron Kristjánsson á blaðamannafundi í dag.

„Menn eru því hálf lemstraðir eftir leik og ferðalag og við höfum því þurft að æfa á þeim forsendum til þess að vera tilbúnir á miðvikudaginn. Það eru einhverjir með smá hnjask eftir síðasta leik en sjúkraþjálfaraliðið fór í að redda því til að gera þá klára fyrir leikinn," sagði Aron en hann og nýja þjálfarateymið var að hitta allan hópinn í fyrsta sinn í gær.

„Við byrjuðum seinni partinn í gær og það voru margir sem komu beint á fund af flugvellinum. Þar eyddum við tíma í að kynna nýtt þjálfarateymi enda erum við að byrja sem nýr hópur. Svo snérist það í undirbúning fyrir Hvít-Rússana," sagði Aron.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×