McLaren: Áhætta að ráða Perez Birgir Þór Harðarson skrifar 8. nóvember 2012 17:29 Perez og Button, liðsfélagar á nýju ári. nordicphotos/afp Martin Whitmarsh, liðsstjóri McLaren-liðsins í Formúlu 1, viðurkennir að í því felist áhætta að ráða hinn unga Sergio Perez til að aka öðrum McLaren-bílnum á næsta ári í stað Lewis Hamilton. Eftir að Lewis Hamilton ákvað að endurnýja ekki samning sinn við McLaren, og fara til Mercedes á næsta ári, var Perez ráðinn í hans stað. Perez hefur ekið fyrir Sauber síðustu tvær vertíðir í Formúlu 1 og náð góðum árangri á brautinni. Í ár hefur hann ekið Sauber-bílnum tvisvar í mark í öðru sæti. Hann hefur jafnframt sýnt hversu óreyndur hann er og gert alvarleg mistök. „Hann er 22. ára, jafngamall Hamilton þegar hann byrjaði hjá okkur árið 2007. Hann hefur gríðarlega hæfileika," sagði Whitmarsh. „Ég verð samt að vera hreinskilinn og segja að ég hef ekki hugmynd um hvernig hann á eftir að þróast sem ökuþór." „Við hefðum ekki ráðið hann ef við héldum að hann gæti ekki tekið næsta skref. Við vitum samt ekkert um það," hélt Whitmarsh áfram. „Perez hefur ekki upplifað pressuna sem Hamilton og Jenson Button þurfa að höndla," fullyrti Whitmarsh. „Ef þú ekur McLaren-bíl og ert ekki meðal fremstu manna er auðvitað gríðarleg pressa á þér. Hamilton og Button hafa allir upplifað pressuna, lifað með henni, þrifist á henni og staðið sig vel." „Það væri heimskulegt hjá mér að sitja hér og fullyrða að það felist ekki í þessu einhver áhætta," sagði Whitmarsh að lokum. Formúla Mest lesið Ísland - Frakkland 2-2 | Frækin úrslit gegn Frökkum Fótbolti Byrjunarlið Íslands: Daníel kemur inn fyrir bróður sinn Fótbolti „Hann var 94 kg og djammaði á hverju kvöldi“ Fótbolti „Leiðinlegt fyrir knattspyrnuáhugamenn“ Fótbolti Sniffaði kókaín af gullmedalíunni á ÓL 2012 Sport Fékk mynd af sér með Littler eftir viðureign þeirra Sport Þessa vantar hjá Frökkum í kvöld Fótbolti Alexander vann tvo leggi gegn Littler Sport Unnu og færðust nær HM en púaðir af velli og þjálfarinn aldrei verið jafn ósáttur Fótbolti Alexander mætir Luke Littler á HM ungmenna Sport Fleiri fréttir Segir að formúlu 1 vanti nú illmenni Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Segir ákvörðunina þá erfiðustu sem hann hafi tekið Tekur marga milljarða með sér og gæti snúið aftur með öðru liði Verstappen vann og Piastri úr leik á fyrsta hring Verstappen á ráspól eftir skrautlega tímatöku Norris fljótastur á síðustu æfingu í Baku Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Sjá meira
Martin Whitmarsh, liðsstjóri McLaren-liðsins í Formúlu 1, viðurkennir að í því felist áhætta að ráða hinn unga Sergio Perez til að aka öðrum McLaren-bílnum á næsta ári í stað Lewis Hamilton. Eftir að Lewis Hamilton ákvað að endurnýja ekki samning sinn við McLaren, og fara til Mercedes á næsta ári, var Perez ráðinn í hans stað. Perez hefur ekið fyrir Sauber síðustu tvær vertíðir í Formúlu 1 og náð góðum árangri á brautinni. Í ár hefur hann ekið Sauber-bílnum tvisvar í mark í öðru sæti. Hann hefur jafnframt sýnt hversu óreyndur hann er og gert alvarleg mistök. „Hann er 22. ára, jafngamall Hamilton þegar hann byrjaði hjá okkur árið 2007. Hann hefur gríðarlega hæfileika," sagði Whitmarsh. „Ég verð samt að vera hreinskilinn og segja að ég hef ekki hugmynd um hvernig hann á eftir að þróast sem ökuþór." „Við hefðum ekki ráðið hann ef við héldum að hann gæti ekki tekið næsta skref. Við vitum samt ekkert um það," hélt Whitmarsh áfram. „Perez hefur ekki upplifað pressuna sem Hamilton og Jenson Button þurfa að höndla," fullyrti Whitmarsh. „Ef þú ekur McLaren-bíl og ert ekki meðal fremstu manna er auðvitað gríðarleg pressa á þér. Hamilton og Button hafa allir upplifað pressuna, lifað með henni, þrifist á henni og staðið sig vel." „Það væri heimskulegt hjá mér að sitja hér og fullyrða að það felist ekki í þessu einhver áhætta," sagði Whitmarsh að lokum.
Formúla Mest lesið Ísland - Frakkland 2-2 | Frækin úrslit gegn Frökkum Fótbolti Byrjunarlið Íslands: Daníel kemur inn fyrir bróður sinn Fótbolti „Hann var 94 kg og djammaði á hverju kvöldi“ Fótbolti „Leiðinlegt fyrir knattspyrnuáhugamenn“ Fótbolti Sniffaði kókaín af gullmedalíunni á ÓL 2012 Sport Fékk mynd af sér með Littler eftir viðureign þeirra Sport Þessa vantar hjá Frökkum í kvöld Fótbolti Alexander vann tvo leggi gegn Littler Sport Unnu og færðust nær HM en púaðir af velli og þjálfarinn aldrei verið jafn ósáttur Fótbolti Alexander mætir Luke Littler á HM ungmenna Sport Fleiri fréttir Segir að formúlu 1 vanti nú illmenni Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Segir ákvörðunina þá erfiðustu sem hann hafi tekið Tekur marga milljarða með sér og gæti snúið aftur með öðru liði Verstappen vann og Piastri úr leik á fyrsta hring Verstappen á ráspól eftir skrautlega tímatöku Norris fljótastur á síðustu æfingu í Baku Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Sjá meira