Meistaradeildin: Hvað sögðu sérfræðingarnir um 3-2 sigur Chelsea?
Victor Moses tryggði Chelsea sigur á lokasekúndum leiksins en í myndbandinu má sjá öll tilþrifin úr leiknum og umræðuna hjá sérfræðingunum í Meistaramörkunum.
Tengdar fréttir

Mancini og Balotelli sleppa báðir við refsingu
Knattspyrnusamband Evrópu, UEFA, mun ekki refsa Manchester City mönnunum Roberto Mancini og Mario Balotelli fyrir mótmæli þeirra í lok jafnteflisleiksins á móti Ajax í gær. Hvorki eftirlitsdómari leiksins eða danski dómarinn skrifuðu um háttarlag City-manna í skýrslu leiksins.

Villa hefði getað misst fótinn
Læknirinn sem framkvæmdi aðgerðina á David Villa, leikmanni Barcelona, eftir að sá síðarnefndi meiddist í fyrra segir að örlög hans hefðu mögulega getað orðið mun verri.

Ólafur: Juventus hefur gríðarlegan sóknarþunga
Ólafur Kristjánsson, þjálfari Breiðabliks, hefur starfað fyrir danska liðið Nordsjælland að undanförnu og leikgreint lið Ítalíumeistara Juventus. Þessi lið mætast einmitt í Meistaradeild Evrópu í kvöld en leikurinn fer fram í Tórínó.

Lennon: Barcelona-liðið er ekki bara byggt í kringum Messi
Celtic tekur á móti stórliði Barcelona í Meistaradeildinni í kvöld en það munaði ótrúlega litlu að Celtic-menn tækju með sér stig frá Nývangi í síðustu umferð. Börsungar skoruðu þá sigurmarkið á fjórðu mínútu í uppbótartíma. Neil Lennon, stjóri Celtic, lofaði Barca-liðið á blaðamannafundi fyrir leikinn á Celtic Park í kvöld en þarna mætast tvö efstu lið riðilsins.

Mancini: Ekki tilbúnir fyrir Meistaradeildartitil
Roberto Mancini, stjóri Manchester City, segir að félagið skorti enn reynslu til að geta gert alvöru atlögu að Evrópumeistaratitlinum.

Svona fór Celtic að því að vinna Barcelona | Myndband
Celtic vann einn sinn fræknasta sigur í sögu félagsins í kvöld. Þá kom stórlið Barcelona í heimsókn á Celtic Park.

Gullmolinn Lewandowski
Stórleikur kvöldsins í Meistaradeild Evrópu er leikur Real Madrid gegn Borussia Dortmund. Spánarmeistararnir berjast þar um efsta sæti D-riðilsins gegn þýska meistaraliðinu. Árangur þýska liðsins hefur vakið mikla athygli og sérstaklega þar sem liðið var nánast gjaldþrota árið 2004.

Sænski egóistinn gaf fjórar stoðsendingar í gær
Svíinn Zlatan Ibrahimovic fékk mikið hrós fyrir frammistöðu sína í 4-0 sigri Paris Saint Germain á Dinamo Zagreb í Meistaradeildinni í gær og það þrátt fyrir að ná ekki að skora mark í leiknum. Zlatan hefur verið þekktur fyrir að sýna hroka innan sem utan vallar og gera mikið úr eigin getu en í gær einbeitti hann sér að spila upp liðsfélagana.

Meistaradeildarlið Málaga getur ekki borgað leikmönnum laun
Málaga hefur slegið í gegn í Meistaradeildinni á þessu tímabili en spænska liðið er búið að vinna fyrstu þrjá leiki sína í riðlakeppninni og er með fimm stiga forskot á AC Milan á toppi síns riðils. Málaga er einnig í þriðja sæti spænsku úrvalsdeildarinnar og því ætti allt að vera í fínu lagi hjá félaginu en svo er þó ekki.