Hagnaður Marks & Spencer dregst saman Magnús Halldórsson skrifar 6. nóvember 2012 09:13 Hagnaður Marks & Spencer, stærstu fataverslanakeðju Bretlands, dróst saman um 9,7 prósent á tímabilinu frá mars til september, miðað við sama tímabil í fyrra. Hagnaður fyrirtækisins fyrir skatta nam 290 milljónum punda, eða sem nemur 57,4 milljörðum króna. Marks & Spencer rekur einnig matvöruverslanir og hefur sá rekstur verið að sýna betri afkomu undanfarin misseri, heldur en fataverslunin, að því er segir í frétt breska ríkisútvarpsins BBC um afkomu fyrirtækisins. Tekjur af matvöruverslun jukust um 3,4 prósent en tekjur af fataverslun minnkuðu um 4,3 prósent. Mark Bolland, forstjóri Marks & Spencer, segir í tilkynningu að þrátt fyrir jákvæð áhrif Ólympíuleikana í London á tíðarandann í Bretlandi, þá hafi þeir ekki skilað sér í meiri sölu í búðum fyrirtækisins. Reksturinn sé þrátt fyrir allt traustur. Sjá má umfjöllun BBC hér. Mest lesið Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Viðskipti innlent Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Viðskipti innlent Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Viðskipti erlent Tekjur jukust um helming milli ára Viðskipti innlent Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Viðskipti innlent Svona verður hægt að horfa á enska boltann í vetur Neytendur HBO Max streymisveitan komin til Íslands Viðskipti innlent Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Viðskipti innlent Orri til liðs við Íslandsbanka Viðskipti innlent Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play Viðskipti innlent Fleiri fréttir Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Hagnaður Marks & Spencer, stærstu fataverslanakeðju Bretlands, dróst saman um 9,7 prósent á tímabilinu frá mars til september, miðað við sama tímabil í fyrra. Hagnaður fyrirtækisins fyrir skatta nam 290 milljónum punda, eða sem nemur 57,4 milljörðum króna. Marks & Spencer rekur einnig matvöruverslanir og hefur sá rekstur verið að sýna betri afkomu undanfarin misseri, heldur en fataverslunin, að því er segir í frétt breska ríkisútvarpsins BBC um afkomu fyrirtækisins. Tekjur af matvöruverslun jukust um 3,4 prósent en tekjur af fataverslun minnkuðu um 4,3 prósent. Mark Bolland, forstjóri Marks & Spencer, segir í tilkynningu að þrátt fyrir jákvæð áhrif Ólympíuleikana í London á tíðarandann í Bretlandi, þá hafi þeir ekki skilað sér í meiri sölu í búðum fyrirtækisins. Reksturinn sé þrátt fyrir allt traustur. Sjá má umfjöllun BBC hér.
Mest lesið Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Viðskipti innlent Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Viðskipti innlent Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Viðskipti erlent Tekjur jukust um helming milli ára Viðskipti innlent Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Viðskipti innlent Svona verður hægt að horfa á enska boltann í vetur Neytendur HBO Max streymisveitan komin til Íslands Viðskipti innlent Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Viðskipti innlent Orri til liðs við Íslandsbanka Viðskipti innlent Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play Viðskipti innlent Fleiri fréttir Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira