NFL: Fálkarnir enn ósigraðir Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 5. nóvember 2012 09:48 Stuðningsmenn Atlanta eru ánægðir með liðið sitt. Nordic Photos / Getty Images Atlanta Falcons vann í nótt sinn áttunda leik í jafn mörgum leikjum þegar að liðið mætti Dallas Mavericks í NFL-deildinni. Atlanta hefur aldrei byrjað betur en liðið er eina ósigraða liðið í NFL-deildinni. Chicago Bears og Houston Texans unnu einnig góða sigra um helgina og hafa unnið sjö af fyrstu átta leikjum sínum. Atlanta hafði betur gegn Dallas í nótt, 19-13, en hvort lið skoraði aðeins eitt snertimark í leiknum - bæði í fjórða leikhluta. Leikstjórnandinn Matt Ryan átti flottan leik fyrir Atlanta og kastaði fyrir 342 jördum sem er met á tímabilinu. Það var þó hlauparinn Michael Turner sem skoraði eina snertimark Atlanta í leiknum. Sparkarinn Matt Bryant skoraði fjögur vallarmörk sem gerði gæfumuninn. Dallas hefur aðeins unnið þrjá af fyrstu átta leikjum sínum í ár og halda því ófarir leikstjórnandans Tony Romo áfram. Þá átti Andrew Luck, leikstjórnandi Indianapolis Colts, stórleik þegar að lið hanns vann nauman sigur á Miami Dolphins, 23-20. Luck, sem var valinn fyrstur í nýliðavalinu fyrir tímabilið, kastaði samtals 433 jarda í leiknum sem er met hjá nýliða í sögu NFL-deildarinnar. Annar nýliði, hlauparinn Doug Martin, átti stórbrotinn leik þegar að lið hans, Tampa Bay Buccaneers, hafði betur gegn Oakland, 42-32. Martin skoraði fjögur snertimörk í leiknum og hljóp með boltann samtals 251 jarda. Bæði eru félagsmet hjá Tampa Bay.Úrslit gærdagsins: Cincinnati - Denver 23-31 Cleveland - Baltimore 15-25 Green Bay - Arizona 31-17 Houston - Buffalo 21-9 Indianapolis - Miami 23-20 Jacksonville - Detroit 14-31 Tennessee - Chicago 20-51 Washington - Carolina 13-21 Oakland - Tampa Bay 32-42 Seattle - Minnesota 30-20 New York Giants - Pittsburgh 20-24 Atlanta - Dallas 19-13Staðan í riðlunum:Ameríkudeildin:Austurriðill: New England 5-3 Miami 4-4 NY Jets 3-5 Buffalo 3-5Norðurriðill: Baltimore 6-2 Pittsburgh 5-3 Cincinnati 3-5 Cleveland 2-7Suðurriðill: Houston 7-1 Indianapolis 5-3 Tennessee 3-6 Jacksonville 1-7Vesturriðill: Denver 5-3 San Diego 4-4 Oakland 3-5 Kansas City 1-7Þjóðardeildin:Austurriðill: NY Giants 6-3 Philadelphia 3-4 Dallas 3-5 Washington 3-6Norðurriðill: Chicago 7-1 Green Bay 6-3 Minnesota 5-4 Detroit 4-4Suðurriðill: Atlanta 8-0 Tampa Bay 4-4 New Orleans 2-5 Carolina 2-6Vesturriðill: San Francisco 6-2 Seattle 5-4 Arizona 4-5 St. Louis 3-5 NFL Mest lesið Spálíkan kippir okkur niður á jörðina fyrir EM Handbolti „Donald Trump er algjör hálfviti“ Sport „Búið að rífa úr honum stælana, egóið og hrokann“ Handbolti Sektaðir um hálfa milljón: Kane og þjálfarar þriggja liða borga mest Körfubolti Stjarnan - Keflavík | Stórleikur í Garðabæ Körfubolti Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Íslenski boltinn „Hann hefði bara átt að kyngja þessu, vera stór og halda áfram úti“ Körfubolti Virtur handboltasérfræðingur spáir því að EM-bronsið fari til Íslands Handbolti Ármann - Valur | Nýr Kani í Höllinni Körfubolti EM í dag: Sushi og sjónskekkja í Svíþjóð Handbolti Fleiri fréttir Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn „Við erum á öldunni okkar núna og erum að njóta þess“ Spánverjar lögðu Serba og Frakkar völtuðu yfir Tékka Þór Þ. - KR | Lykilleikur fyrir úrslitakeppni Ármann - Valur | Nýr Kani í Höllinni Stjarnan - Keflavík | Stórleikur í Garðabæ Tindastóll - ÍR | Breiðhyltingar á Króknum Þjálfararnir voru dæmdir í átján mánaða bann Uppgjörið: ÍR - ÍBV 26-29| Eyjakonur tylltu sér á toppinn EM í dag: Sushi og sjónskekkja í Svíþjóð Guðrún klæðist grænu á nýjan leik Engin mistök þegar „rangstöðumark“ Wirtz var dæmt gilt KR í samstarf við akademíu í Gana Ekki viss um framtíð sína hjá Liverpool Viktor Gísli brattur: „Bara jákvætt að það sé pressa“ Sektaðir um hálfa milljón: Kane og þjálfarar þriggja liða borga mest Spálíkan kippir okkur niður á jörðina fyrir EM Eini þýski þjálfarinn á EM þjálfar Ítalíu en hefur mikla trú á Alfreð Samuel Eto'o settur í bann fyrir slæma hegðun en sambandið kvartar Sláandi mynd af þjálfurum þriggja stærstu spænsku félaganna frá 2011 Ýtt í menn ef þeir eru ekki 110 prósent Sjáðu bæði mörk Viktors í gær Nýr stjóri Chelsea sagðist sjálfur bera ábyrgð á mistökum markvarðarins Lærisveinn Alfreðs sakar mótherja kvöldsins um að spila „anti-handbolta“ „Hann hefði bara átt að kyngja þessu, vera stór og halda áfram úti“ „Búið að rífa úr honum stælana, egóið og hrokann“ „Ég breytist í draug, reyni að brosa en græt alltaf innra með mér“ Silja sú fyrsta og eina til þessa: „Ég er íþróttasjúk“ Virtur handboltasérfræðingur spáir því að EM-bronsið fari til Íslands „Donald Trump er algjör hálfviti“ Sjá meira
Atlanta Falcons vann í nótt sinn áttunda leik í jafn mörgum leikjum þegar að liðið mætti Dallas Mavericks í NFL-deildinni. Atlanta hefur aldrei byrjað betur en liðið er eina ósigraða liðið í NFL-deildinni. Chicago Bears og Houston Texans unnu einnig góða sigra um helgina og hafa unnið sjö af fyrstu átta leikjum sínum. Atlanta hafði betur gegn Dallas í nótt, 19-13, en hvort lið skoraði aðeins eitt snertimark í leiknum - bæði í fjórða leikhluta. Leikstjórnandinn Matt Ryan átti flottan leik fyrir Atlanta og kastaði fyrir 342 jördum sem er met á tímabilinu. Það var þó hlauparinn Michael Turner sem skoraði eina snertimark Atlanta í leiknum. Sparkarinn Matt Bryant skoraði fjögur vallarmörk sem gerði gæfumuninn. Dallas hefur aðeins unnið þrjá af fyrstu átta leikjum sínum í ár og halda því ófarir leikstjórnandans Tony Romo áfram. Þá átti Andrew Luck, leikstjórnandi Indianapolis Colts, stórleik þegar að lið hanns vann nauman sigur á Miami Dolphins, 23-20. Luck, sem var valinn fyrstur í nýliðavalinu fyrir tímabilið, kastaði samtals 433 jarda í leiknum sem er met hjá nýliða í sögu NFL-deildarinnar. Annar nýliði, hlauparinn Doug Martin, átti stórbrotinn leik þegar að lið hans, Tampa Bay Buccaneers, hafði betur gegn Oakland, 42-32. Martin skoraði fjögur snertimörk í leiknum og hljóp með boltann samtals 251 jarda. Bæði eru félagsmet hjá Tampa Bay.Úrslit gærdagsins: Cincinnati - Denver 23-31 Cleveland - Baltimore 15-25 Green Bay - Arizona 31-17 Houston - Buffalo 21-9 Indianapolis - Miami 23-20 Jacksonville - Detroit 14-31 Tennessee - Chicago 20-51 Washington - Carolina 13-21 Oakland - Tampa Bay 32-42 Seattle - Minnesota 30-20 New York Giants - Pittsburgh 20-24 Atlanta - Dallas 19-13Staðan í riðlunum:Ameríkudeildin:Austurriðill: New England 5-3 Miami 4-4 NY Jets 3-5 Buffalo 3-5Norðurriðill: Baltimore 6-2 Pittsburgh 5-3 Cincinnati 3-5 Cleveland 2-7Suðurriðill: Houston 7-1 Indianapolis 5-3 Tennessee 3-6 Jacksonville 1-7Vesturriðill: Denver 5-3 San Diego 4-4 Oakland 3-5 Kansas City 1-7Þjóðardeildin:Austurriðill: NY Giants 6-3 Philadelphia 3-4 Dallas 3-5 Washington 3-6Norðurriðill: Chicago 7-1 Green Bay 6-3 Minnesota 5-4 Detroit 4-4Suðurriðill: Atlanta 8-0 Tampa Bay 4-4 New Orleans 2-5 Carolina 2-6Vesturriðill: San Francisco 6-2 Seattle 5-4 Arizona 4-5 St. Louis 3-5
NFL Mest lesið Spálíkan kippir okkur niður á jörðina fyrir EM Handbolti „Donald Trump er algjör hálfviti“ Sport „Búið að rífa úr honum stælana, egóið og hrokann“ Handbolti Sektaðir um hálfa milljón: Kane og þjálfarar þriggja liða borga mest Körfubolti Stjarnan - Keflavík | Stórleikur í Garðabæ Körfubolti Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Íslenski boltinn „Hann hefði bara átt að kyngja þessu, vera stór og halda áfram úti“ Körfubolti Virtur handboltasérfræðingur spáir því að EM-bronsið fari til Íslands Handbolti Ármann - Valur | Nýr Kani í Höllinni Körfubolti EM í dag: Sushi og sjónskekkja í Svíþjóð Handbolti Fleiri fréttir Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn „Við erum á öldunni okkar núna og erum að njóta þess“ Spánverjar lögðu Serba og Frakkar völtuðu yfir Tékka Þór Þ. - KR | Lykilleikur fyrir úrslitakeppni Ármann - Valur | Nýr Kani í Höllinni Stjarnan - Keflavík | Stórleikur í Garðabæ Tindastóll - ÍR | Breiðhyltingar á Króknum Þjálfararnir voru dæmdir í átján mánaða bann Uppgjörið: ÍR - ÍBV 26-29| Eyjakonur tylltu sér á toppinn EM í dag: Sushi og sjónskekkja í Svíþjóð Guðrún klæðist grænu á nýjan leik Engin mistök þegar „rangstöðumark“ Wirtz var dæmt gilt KR í samstarf við akademíu í Gana Ekki viss um framtíð sína hjá Liverpool Viktor Gísli brattur: „Bara jákvætt að það sé pressa“ Sektaðir um hálfa milljón: Kane og þjálfarar þriggja liða borga mest Spálíkan kippir okkur niður á jörðina fyrir EM Eini þýski þjálfarinn á EM þjálfar Ítalíu en hefur mikla trú á Alfreð Samuel Eto'o settur í bann fyrir slæma hegðun en sambandið kvartar Sláandi mynd af þjálfurum þriggja stærstu spænsku félaganna frá 2011 Ýtt í menn ef þeir eru ekki 110 prósent Sjáðu bæði mörk Viktors í gær Nýr stjóri Chelsea sagðist sjálfur bera ábyrgð á mistökum markvarðarins Lærisveinn Alfreðs sakar mótherja kvöldsins um að spila „anti-handbolta“ „Hann hefði bara átt að kyngja þessu, vera stór og halda áfram úti“ „Búið að rífa úr honum stælana, egóið og hrokann“ „Ég breytist í draug, reyni að brosa en græt alltaf innra með mér“ Silja sú fyrsta og eina til þessa: „Ég er íþróttasjúk“ Virtur handboltasérfræðingur spáir því að EM-bronsið fari til Íslands „Donald Trump er algjör hálfviti“ Sjá meira