Hamilton greip tækifærið þegar Vettel lenti í vandræðum Birgir Þór Harðarson skrifar 3. nóvember 2012 14:23 Hamilton, Webber og Vettel ræsa fremstir á morgun. nordicphotos/afp Lewis Hamilton ræsir af fremsta rásstað í Abu Dhabi-kappakstrinum á morgun. Hann náði besta tíma í tímatökunni í dag og var langfljótastur. Það er ekki á hverjum degi sem heimsmeistarinn Sebastian Vettel á slæman dag. Sá dagur rann upp í dag þegar tímatökur fyrir kappaksturinn í Abu Dhabi fóru fram. Vettel náði þriðja besta tíma á eftir liðsfélaga sínum Mark Webber. Vettel þurfti að stöðva bílinn áður en hann komst inn á viðgerðarsvæðið eftir síðustu lotu tímatökunnar. Christian Horner sagði við Sky Sports að Renault vélaframleiðandinn hefði beðið liðið um að stoppa bílinn. Horner gat samt ekki sagt hvað væri að. Vettel gæti fengið einhverja refsingu fyrir að koma bílnum ekki inn á viðgerðarsvæðið. Ef um er að ræða eldsneytisleysi fær hann refsingu. Rafallinn í bíl Vettels hefur verið til vandræða svo það gæti verið málið. Vettel vissi ekki hvers vegna hann var beðinn um að stoppa bílinn þegar hann var spurður um það á blaðamannafundinum. Hann hafði þó ekki miklar áhyggjur af bílnum fyrir keppnina á morgun. Ferrari ökuþórinn Fernando Alonso, helsti keppinautur Vettels um heimsmeistaratitil ársins ræsir sjöundi á eftir Jenson Button á McLaren. Kimi Raikkönen ræsir í fimmta sæti. Pastor Maldonado á Williams kom á óvart og náði fjórða besta tíma. Liðsfélagi hans er aðeins fimmtándi. Romain Grosjean gæti fengið refsingu fyrir að aka í veg fyrir Alonso á viðgerðarsvæðinu. Dómararnir eru að fara yfir það nú eftir tímatökuna. Kappaksturinn er sýndur í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport á morgun.Vettel var í vandræðum með bremsurnar í morgun. Eitthvað klikkaði svo í lok tímatökunnar. Formúla Mest lesið Endurnýja kynnin: „Stórar skoðanir en ekki endilega góðar skoðanir“ Golf Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Körfubolti Dæmdur ofbeldismaður keppir á Opna breska í ár Golf Getur verið erfitt að kveðja: „Það var aðeins grátið“ Sport Skærasta stjarna Sviss fær lítið að spila á EM en allir vilja hitta hana Fótbolti Í beinni: Flora - Valur | Valsmenn í góðri stöðu í Tallinn Fótbolti Náðu ekki að bjarga lífi nítján ára vonarstjörnu Sport Gæti fengið átta milljarða króna Formúla 1 „Þau sakna vina sinna og finnst erfitt að keppa á móti þeim“ Fótbolti Sjáðu ótrúlegt mark Tryggva frá miðju Fótbolti Fleiri fréttir Gæti fengið átta milljarða króna Brottreksturinn kom Horner í opna skjöldu Rekinn sextán mánuðum eftir skandalinn Ber engan kala til Antonelli eftir áreksturinn Norris vann í Austurríki og minnkaði forskot liðsfélagans Lenti ofan á öðrum bíl í Formúlu 2 Sagði bíl Red Bull vera algjörlega óökuhæfan Norris á ráspól á morgun með yfirburðum „Ekki láta ykkur detta það í hug að afskrifa Hamilton“ Kvörtun Red Bull „smámunasemi“ og „vandræðaleg“ Miður sín eftir að hann keyrði yfir dýr í miðri keppni „Þetta hef ég aldrei heyrt kappakstursökumann segja áður“ Russell kom, sá og sigraði í Kanada Verstappen pirraður á barnalegum spurningum um bannið Russell aftur á ráspól í Kanada: „Virkilega ánægður“ Næsta dagatal klárt: Imola dettur út en Madrid kemur ný inn Bara þrír sem fá að heimsækja Michael Schumacher Sakaður um viljandi árekstur: „Bara séð svona í leikjum og go-kart“ Sjá meira
Lewis Hamilton ræsir af fremsta rásstað í Abu Dhabi-kappakstrinum á morgun. Hann náði besta tíma í tímatökunni í dag og var langfljótastur. Það er ekki á hverjum degi sem heimsmeistarinn Sebastian Vettel á slæman dag. Sá dagur rann upp í dag þegar tímatökur fyrir kappaksturinn í Abu Dhabi fóru fram. Vettel náði þriðja besta tíma á eftir liðsfélaga sínum Mark Webber. Vettel þurfti að stöðva bílinn áður en hann komst inn á viðgerðarsvæðið eftir síðustu lotu tímatökunnar. Christian Horner sagði við Sky Sports að Renault vélaframleiðandinn hefði beðið liðið um að stoppa bílinn. Horner gat samt ekki sagt hvað væri að. Vettel gæti fengið einhverja refsingu fyrir að koma bílnum ekki inn á viðgerðarsvæðið. Ef um er að ræða eldsneytisleysi fær hann refsingu. Rafallinn í bíl Vettels hefur verið til vandræða svo það gæti verið málið. Vettel vissi ekki hvers vegna hann var beðinn um að stoppa bílinn þegar hann var spurður um það á blaðamannafundinum. Hann hafði þó ekki miklar áhyggjur af bílnum fyrir keppnina á morgun. Ferrari ökuþórinn Fernando Alonso, helsti keppinautur Vettels um heimsmeistaratitil ársins ræsir sjöundi á eftir Jenson Button á McLaren. Kimi Raikkönen ræsir í fimmta sæti. Pastor Maldonado á Williams kom á óvart og náði fjórða besta tíma. Liðsfélagi hans er aðeins fimmtándi. Romain Grosjean gæti fengið refsingu fyrir að aka í veg fyrir Alonso á viðgerðarsvæðinu. Dómararnir eru að fara yfir það nú eftir tímatökuna. Kappaksturinn er sýndur í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport á morgun.Vettel var í vandræðum með bremsurnar í morgun. Eitthvað klikkaði svo í lok tímatökunnar.
Formúla Mest lesið Endurnýja kynnin: „Stórar skoðanir en ekki endilega góðar skoðanir“ Golf Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Körfubolti Dæmdur ofbeldismaður keppir á Opna breska í ár Golf Getur verið erfitt að kveðja: „Það var aðeins grátið“ Sport Skærasta stjarna Sviss fær lítið að spila á EM en allir vilja hitta hana Fótbolti Í beinni: Flora - Valur | Valsmenn í góðri stöðu í Tallinn Fótbolti Náðu ekki að bjarga lífi nítján ára vonarstjörnu Sport Gæti fengið átta milljarða króna Formúla 1 „Þau sakna vina sinna og finnst erfitt að keppa á móti þeim“ Fótbolti Sjáðu ótrúlegt mark Tryggva frá miðju Fótbolti Fleiri fréttir Gæti fengið átta milljarða króna Brottreksturinn kom Horner í opna skjöldu Rekinn sextán mánuðum eftir skandalinn Ber engan kala til Antonelli eftir áreksturinn Norris vann í Austurríki og minnkaði forskot liðsfélagans Lenti ofan á öðrum bíl í Formúlu 2 Sagði bíl Red Bull vera algjörlega óökuhæfan Norris á ráspól á morgun með yfirburðum „Ekki láta ykkur detta það í hug að afskrifa Hamilton“ Kvörtun Red Bull „smámunasemi“ og „vandræðaleg“ Miður sín eftir að hann keyrði yfir dýr í miðri keppni „Þetta hef ég aldrei heyrt kappakstursökumann segja áður“ Russell kom, sá og sigraði í Kanada Verstappen pirraður á barnalegum spurningum um bannið Russell aftur á ráspól í Kanada: „Virkilega ánægður“ Næsta dagatal klárt: Imola dettur út en Madrid kemur ný inn Bara þrír sem fá að heimsækja Michael Schumacher Sakaður um viljandi árekstur: „Bara séð svona í leikjum og go-kart“ Sjá meira