Hamilton og Vettel fljótastir í Abu Dhabi Birgir Þór Harðarson skrifar 2. nóvember 2012 17:30 Hamilton var alveg mjög fljótur á fyrri æfingunni. nordicphotos/afp Þeir deildu efsta sætinu milli sín í æfingum dagsins, þeir Lewis Hamilton og Sebastian Vettel. Forskot McLaren varð að engu þegar keppnisliðin fóru á mýkri dekkjagerðina nú síðdegis. Léleg framistaða á mýkri dekkjagerðinni hlýtur að valda McLaren-liðinu áhyggjum því árangur í tímatökum gæti skipt sköpum fyrir kappaksturinn. Á meðan er Vettel í draumlandi og gæti, ef allt gengur að óskum, unnið sinn fimmta kappakstur í röð um helgina. Liðsfélagi Vettels hjá Red Bull, Mark Webber, var í örlitlum vandræðum undir lok seinni æfingarinnar. Vatn lak undan bílnum í bílskúrnum. Sérfræðingar Sky Sports segja að um sé að ræða kælivökva fyrir KERS-kerfið. Ekki liggur fyrir hvort bilunin sé alvarleg. Kappaksturinn í Abu Dhabi fer fram í ljósaskiptunum. Kappaksturinn er því ræstur í sólskyni en honum líkur þegar sólin er sest. Þessar breytilegu aðstæður gætu reynst mjög skemmtilegar í kappakstrinum í ár því nýju dekkin eru mjög viðkvæm fyrir breytingum á hitastigi brautarinnar. Fyrri æfinginBreski ökuþórinn Lewis Hamilton sem ekur McLaren-bíl í Formúlu 1 ók hraðast um kappakstursbrautina í Abu Dhabi á fyrstu æfingum keppnisliða þar í morgun. Kappaksturinn þar fer fram á sunnudag. Liðsfélagi hans Jenson Button var næst fljótastur en þriðji kom heimsmeistarinn Sebastian Vettel. Hamilton var með nokkurt forskot á Vettel. Sjö tíundu úr sekúndu skildu þá af. Fernando Alonso átti fjórða besta tíma æfingarinnar. Hann mun að öllum líkindum hugsa sér gott til glóðarinnar ef staðan verður þessi í tímatökunum á morgun því hér gæti skapast gullið tækifæri til að komast fram fyrir Vettel á brautinni.Button var á góðri siglingu á æfingunum í dag. Keppnishraði McLaren virðist vera betri en tímatökuhraðinn. Þá gæti seinni hluti keppninnar reynst þeim betri.nordicphotos/afp Formúla Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Heiðmörk Sport Uppgjörið: KA - KR 4-2 | Akureyringar sendu Vesturbæinga í fallsæti Íslenski boltinn Leik lokið: Víkingur - Fram 2-1 | Gylfi tryggði sigur sem styrkir stöðuna Íslenski boltinn Uppgjörið: Þróttur - HK 2-3 | Mæta Keflavík í úrslitum eftir markaveislu Íslenski boltinn Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 0-3 | Keflvíkingar á leið í úrslitaleikinn Íslenski boltinn Stórmeistarajafntefli í Lundúnum Enski boltinn Fyrrverandi þjálfari Liverpool látinn Enski boltinn Uppgjörið: ÍBV - Afturelding 1-1 | Bæði mörkin skoruð beint úr aukaspyrnu Íslenski boltinn Uppgjörið: Stjarnan - FH 0-0 | Tíðindalítið jafntefli í Garðabæ Íslenski boltinn „Verðum að passa okkur að fara ekki í fórnarlambsgír“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Verstappen vann og Piastri úr leik á fyrsta hring Verstappen á ráspól eftir skrautlega tímatöku Norris fljótastur á síðustu æfingu í Baku Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Reynsluboltar snúa aftur og keyra Cadillac á næsta ári Opinberuðu sambandið með sigurkossi „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Leclerc hélt ekki í við hraðann og Norris náði mögnuðum sigri Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Sjá meira
Þeir deildu efsta sætinu milli sín í æfingum dagsins, þeir Lewis Hamilton og Sebastian Vettel. Forskot McLaren varð að engu þegar keppnisliðin fóru á mýkri dekkjagerðina nú síðdegis. Léleg framistaða á mýkri dekkjagerðinni hlýtur að valda McLaren-liðinu áhyggjum því árangur í tímatökum gæti skipt sköpum fyrir kappaksturinn. Á meðan er Vettel í draumlandi og gæti, ef allt gengur að óskum, unnið sinn fimmta kappakstur í röð um helgina. Liðsfélagi Vettels hjá Red Bull, Mark Webber, var í örlitlum vandræðum undir lok seinni æfingarinnar. Vatn lak undan bílnum í bílskúrnum. Sérfræðingar Sky Sports segja að um sé að ræða kælivökva fyrir KERS-kerfið. Ekki liggur fyrir hvort bilunin sé alvarleg. Kappaksturinn í Abu Dhabi fer fram í ljósaskiptunum. Kappaksturinn er því ræstur í sólskyni en honum líkur þegar sólin er sest. Þessar breytilegu aðstæður gætu reynst mjög skemmtilegar í kappakstrinum í ár því nýju dekkin eru mjög viðkvæm fyrir breytingum á hitastigi brautarinnar. Fyrri æfinginBreski ökuþórinn Lewis Hamilton sem ekur McLaren-bíl í Formúlu 1 ók hraðast um kappakstursbrautina í Abu Dhabi á fyrstu æfingum keppnisliða þar í morgun. Kappaksturinn þar fer fram á sunnudag. Liðsfélagi hans Jenson Button var næst fljótastur en þriðji kom heimsmeistarinn Sebastian Vettel. Hamilton var með nokkurt forskot á Vettel. Sjö tíundu úr sekúndu skildu þá af. Fernando Alonso átti fjórða besta tíma æfingarinnar. Hann mun að öllum líkindum hugsa sér gott til glóðarinnar ef staðan verður þessi í tímatökunum á morgun því hér gæti skapast gullið tækifæri til að komast fram fyrir Vettel á brautinni.Button var á góðri siglingu á æfingunum í dag. Keppnishraði McLaren virðist vera betri en tímatökuhraðinn. Þá gæti seinni hluti keppninnar reynst þeim betri.nordicphotos/afp
Formúla Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Heiðmörk Sport Uppgjörið: KA - KR 4-2 | Akureyringar sendu Vesturbæinga í fallsæti Íslenski boltinn Leik lokið: Víkingur - Fram 2-1 | Gylfi tryggði sigur sem styrkir stöðuna Íslenski boltinn Uppgjörið: Þróttur - HK 2-3 | Mæta Keflavík í úrslitum eftir markaveislu Íslenski boltinn Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 0-3 | Keflvíkingar á leið í úrslitaleikinn Íslenski boltinn Stórmeistarajafntefli í Lundúnum Enski boltinn Fyrrverandi þjálfari Liverpool látinn Enski boltinn Uppgjörið: ÍBV - Afturelding 1-1 | Bæði mörkin skoruð beint úr aukaspyrnu Íslenski boltinn Uppgjörið: Stjarnan - FH 0-0 | Tíðindalítið jafntefli í Garðabæ Íslenski boltinn „Verðum að passa okkur að fara ekki í fórnarlambsgír“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Verstappen vann og Piastri úr leik á fyrsta hring Verstappen á ráspól eftir skrautlega tímatöku Norris fljótastur á síðustu æfingu í Baku Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Reynsluboltar snúa aftur og keyra Cadillac á næsta ári Opinberuðu sambandið með sigurkossi „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Leclerc hélt ekki í við hraðann og Norris náði mögnuðum sigri Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Sjá meira