Viðskipti erlent

Cisco að kaupa Meraki fyrir 152 milljarða

Cisco, sem er stærsti framleiðandi hugbúnaðar fyrir netið á heimsvísu, er að ganga frá kaupum á bandaríska hugbúnaðarfyrirtækinu Meraki fyrir um 152 milljarða króna (1,2 ma. dala), en það fyrirtæki einblínir á þjónustu sem hjálpar fyrirtækjum að stýra netnotkun. Meraki hefur vaxið hratt en að sögn breska ríkisútvarpsins BBC, er litið til þess að sú starfsemi sem Meraki hefur boðið upp muni vaxa hratt á næstu árum.

Sjá má umfjöllun BBC um þessi mál hér.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×