Kynlífsvandi - 3 mínútur og búið! Sigga Dögg skrifar 15. nóvember 2012 08:45 Myndir/Cover media Ég er sautján ára gutti og á við smá vandamál að stríða (að mér finnst). Eins og flestir á þessum aldri er ég byrjaður að sofa hjá en vandamálið er að ég fæ það svo alltof, alltof fljótt! Það er bara í svona þrjár mínútur og mér finnst það bara allt of stutt! Ég var þess vegna að velta því fyrir mér hvort þú gætir gefið mér einhver góð ráð? Svar Siggu Daggar kynlífsfræðings Fréttablaðins: Mér þykir það óendanlega áhugavert hversu mikið karlmenn eiga það til að spá í endingu. Ég fæ þessa spurningu gjarnan frá jafnöldrum þínum svo ekki hafa miklar áhyggjur, þú ert ekki aleinn í heiminum, það eru margir að pæla í þessu.Skrifast á kynfræðsluna Ætli það megi ekki skrifast á kynfræðsluna (eins og svo margt annað) enda ómögulegt að sjá út frá bíómyndum hversu lengi samfarir standa og fáir sem tala af hreinskilni um endingu. Bara eitt áður en við höldum lengra; í kynlífi þýðir lengri ending ekki endilega betri gæði. Annað sem gleymist stundum er hvar kynlífið byrjar og hvar það endar. Kynlíf er meira en bara inn-út og þá má alveg vera heillengi í sleik og að putta, runka, sleikja og sjúga. Oftar en ekki er mikil áhersla lögð á þetta inn-út og það látið skilgreina gæði kynlífisins þegar það er minnsti hlutinn af því.Forleikur mikilvægur Forleikur er kjörinn tími til að fá sína fyrstu fullnægingu. Svo má hvíla sig aðeins og byrja aftur eða jafnvel láta keleríið nægja, það getur verið jafn fullnægjandi fyrir báða aðila. Fæstar konur fá fullnægingu í beinum samförum án beinnar örvunar sníps svo ef þú ert að stunda kynlíf með konu þá er gott að gefa henni nægt kelerí fyrir samfarir og í samförum.Hægðu á þér Spurningin um að endast lengur er spurning um æfingu og að fara sér hægt. Ef þú finnur að þú ert að fara að fá fullnægingu, hægðu þá á þér, jafnvel taktu hann út og farðu að kela við bólfélagann. Endingin byggist svo smám saman upp en það er gott að hafa í huga að samfarir endast sjaldnast lengur en 10 mínútur, hafðu það endilega á bak við eyrað á meðan.Sinntu bólfélaganum Passaðu að sinna bólfélaganum í forleiknum og á meðan samförum stendur og ekki gleyma að tala saman. Finnið út hvað hentar ykkur og ef báðir aðilar óska eftir lengri endingu í samförum þá getið þið þjálfað það í sameiningu.Hægt er að senda Siggu fyrirspurn: kynlif@frettabladid.is. Sigga Dögg Mest lesið Draumalíf: „Fæstir þora úr búbblunni sinni“ Áskorun „Þetta er svona í alvöru, ekki bara í bíómyndum“ Lífið Var ráðskona Kára Stefánssonar þegar ástin kviknaði Lífið Langar að prófa „anal“ en er stressuð Lífið Birti gamalt bréf til Guðna: „Íslanzka mín er ekki gott“ Lífið Þegar allt sauð upp úr Lífið Grey's Anatomy stjarna með krabbamein Lífið Krakkatían: Skrekkur, Hamlet og höfuðborgir Lífið Sérstök og sjaldgæf íslensk nöfn: „Vitanlega var mér strítt“ Lífið Áratugir af óvissu enduðu með einni setningu í ræktinni Lífið Fleiri fréttir Langar að prófa „anal“ en er stressuð Birti gamalt bréf til Guðna: „Íslanzka mín er ekki gott“ Grey's Anatomy stjarna með krabbamein Þegar allt sauð upp úr „Þetta er svona í alvöru, ekki bara í bíómyndum“ Krakkatían: Skrekkur, Hamlet og höfuðborgir Var ráðskona Kára Stefánssonar þegar ástin kviknaði Áratugir af óvissu enduðu með einni setningu í ræktinni Neistaflug hjá Guggu og Flona á rúntinum Gríðarlega löng röð í verslun Nocco Litlu munaði að þyrlan þyrfti að nauðlenda „Fólk hló og grét til skiptis“ Fréttatía vikunnar: Staða íslenskunnar, ríkislögreglustjóri og formannskjör Tíu stellingar sem örva G-blettinn Einstök íslensk verk sem hlutu hönnunarverðlaunin Fleiri lög berjast um farseðilinn þrátt fyrir óvissuna Glæsihús augnlæknis til sölu Ólöf Skafta og Kristín dannaðar í miðborginni Af og frá að fimmti þáttur hafi verið klipptur extra mikið Áföll og samskiptamynstur erfast milli kynslóða Tíu töff pelsar fyrir veturinn „Mjög pirruð út í hvort annað eftir frumsýninguna“ Ölgerðin lítur Orkutal „öfgahægrisins“ alvarlegum augum Spennandi fiski-takkó fyrir alla fjölskylduna Kastaði sér niður fimmtán stiga: „Marinn, þjáður og aumkunarverður“ „Get ekki hætt að hlusta og gráta“ Lögmálið um lítil typpi Dansandi bræður slá í gegn á stóra sviðinu Safaríkur kjúklingaréttur sem slær alltaf í gegn Smart og stílíseruð í Sigvaldablokk Sjá meira
Ég er sautján ára gutti og á við smá vandamál að stríða (að mér finnst). Eins og flestir á þessum aldri er ég byrjaður að sofa hjá en vandamálið er að ég fæ það svo alltof, alltof fljótt! Það er bara í svona þrjár mínútur og mér finnst það bara allt of stutt! Ég var þess vegna að velta því fyrir mér hvort þú gætir gefið mér einhver góð ráð? Svar Siggu Daggar kynlífsfræðings Fréttablaðins: Mér þykir það óendanlega áhugavert hversu mikið karlmenn eiga það til að spá í endingu. Ég fæ þessa spurningu gjarnan frá jafnöldrum þínum svo ekki hafa miklar áhyggjur, þú ert ekki aleinn í heiminum, það eru margir að pæla í þessu.Skrifast á kynfræðsluna Ætli það megi ekki skrifast á kynfræðsluna (eins og svo margt annað) enda ómögulegt að sjá út frá bíómyndum hversu lengi samfarir standa og fáir sem tala af hreinskilni um endingu. Bara eitt áður en við höldum lengra; í kynlífi þýðir lengri ending ekki endilega betri gæði. Annað sem gleymist stundum er hvar kynlífið byrjar og hvar það endar. Kynlíf er meira en bara inn-út og þá má alveg vera heillengi í sleik og að putta, runka, sleikja og sjúga. Oftar en ekki er mikil áhersla lögð á þetta inn-út og það látið skilgreina gæði kynlífisins þegar það er minnsti hlutinn af því.Forleikur mikilvægur Forleikur er kjörinn tími til að fá sína fyrstu fullnægingu. Svo má hvíla sig aðeins og byrja aftur eða jafnvel láta keleríið nægja, það getur verið jafn fullnægjandi fyrir báða aðila. Fæstar konur fá fullnægingu í beinum samförum án beinnar örvunar sníps svo ef þú ert að stunda kynlíf með konu þá er gott að gefa henni nægt kelerí fyrir samfarir og í samförum.Hægðu á þér Spurningin um að endast lengur er spurning um æfingu og að fara sér hægt. Ef þú finnur að þú ert að fara að fá fullnægingu, hægðu þá á þér, jafnvel taktu hann út og farðu að kela við bólfélagann. Endingin byggist svo smám saman upp en það er gott að hafa í huga að samfarir endast sjaldnast lengur en 10 mínútur, hafðu það endilega á bak við eyrað á meðan.Sinntu bólfélaganum Passaðu að sinna bólfélaganum í forleiknum og á meðan samförum stendur og ekki gleyma að tala saman. Finnið út hvað hentar ykkur og ef báðir aðilar óska eftir lengri endingu í samförum þá getið þið þjálfað það í sameiningu.Hægt er að senda Siggu fyrirspurn: kynlif@frettabladid.is.
Sigga Dögg Mest lesið Draumalíf: „Fæstir þora úr búbblunni sinni“ Áskorun „Þetta er svona í alvöru, ekki bara í bíómyndum“ Lífið Var ráðskona Kára Stefánssonar þegar ástin kviknaði Lífið Langar að prófa „anal“ en er stressuð Lífið Birti gamalt bréf til Guðna: „Íslanzka mín er ekki gott“ Lífið Þegar allt sauð upp úr Lífið Grey's Anatomy stjarna með krabbamein Lífið Krakkatían: Skrekkur, Hamlet og höfuðborgir Lífið Sérstök og sjaldgæf íslensk nöfn: „Vitanlega var mér strítt“ Lífið Áratugir af óvissu enduðu með einni setningu í ræktinni Lífið Fleiri fréttir Langar að prófa „anal“ en er stressuð Birti gamalt bréf til Guðna: „Íslanzka mín er ekki gott“ Grey's Anatomy stjarna með krabbamein Þegar allt sauð upp úr „Þetta er svona í alvöru, ekki bara í bíómyndum“ Krakkatían: Skrekkur, Hamlet og höfuðborgir Var ráðskona Kára Stefánssonar þegar ástin kviknaði Áratugir af óvissu enduðu með einni setningu í ræktinni Neistaflug hjá Guggu og Flona á rúntinum Gríðarlega löng röð í verslun Nocco Litlu munaði að þyrlan þyrfti að nauðlenda „Fólk hló og grét til skiptis“ Fréttatía vikunnar: Staða íslenskunnar, ríkislögreglustjóri og formannskjör Tíu stellingar sem örva G-blettinn Einstök íslensk verk sem hlutu hönnunarverðlaunin Fleiri lög berjast um farseðilinn þrátt fyrir óvissuna Glæsihús augnlæknis til sölu Ólöf Skafta og Kristín dannaðar í miðborginni Af og frá að fimmti þáttur hafi verið klipptur extra mikið Áföll og samskiptamynstur erfast milli kynslóða Tíu töff pelsar fyrir veturinn „Mjög pirruð út í hvort annað eftir frumsýninguna“ Ölgerðin lítur Orkutal „öfgahægrisins“ alvarlegum augum Spennandi fiski-takkó fyrir alla fjölskylduna Kastaði sér niður fimmtán stiga: „Marinn, þjáður og aumkunarverður“ „Get ekki hætt að hlusta og gráta“ Lögmálið um lítil typpi Dansandi bræður slá í gegn á stóra sviðinu Safaríkur kjúklingaréttur sem slær alltaf í gegn Smart og stílíseruð í Sigvaldablokk Sjá meira