Villeneuve: Vettel er enn barn Birgir Þór Harðarson skrifar 14. nóvember 2012 14:15 Jacques Villeneuve heldur með Alonso í titilbaráttunni í ár. Hann segir Vettel enn vera barn. nordicphotos/afp Sebastian Vettel á enn eftir að þroskast sem Formúla 1 bílstjóri, ef eitthvað er að marka orð Jacques Villeneuve, fyrrum heimsmeistara í Formúlu 1. Villeneuve segir Vettel hegða sér eins og barn. Villeneuve varð heimsmeistari með Williams-liðinu árið 1997 á sínu öðru ári í Formúlu 1. Þá þegar hafði hann unnið Indy 500 kappaksturinn í Bandaríkjunum. Villeneuve segir Fernando Alonso vera sterkari ökuþór þegar í harðbakkan slær. „Ég efast ekkert um að Alonso er bestur, þess vegna held ég með honum," sagði Villeneuve. „Vettel er fáránlega fljótur en það er munur á honum og Alonso sem birtist helst í erfiðum aðstæðum." „Alonso er rólegur, svalur og hugsar rökrétt, á meðan Vettel reiðist yfirleitt, verður fljótt pirraður, öskrar í talstöðina og veifar löngutöng. Hann bregst við eins og barn." Villeneuve segir þennan mun lýsa því best hversu mikill þroskamunur er á þessum ökuþórum. „Ekki misskilja mig, Vettel er frábær líka, hann bara á í vandræðum með mikilvæg augnablik. Hann er frábær ef hann er fremstur en ef hann þarf að sækja á keppinauta sína verður hann berskjaldaður." Villeneuve sagði Abu Dhabi-kappaksturinn fyrir tæpum tveimur vikum ekki hafa verið eins magnaðan og hann leit út fyrir að vera. Árangur Vettels var ekki eins rosalegur og tölurnar benda til, en þar ók hann úr aftasta sæti og upp í það þriðja. „Þessi kappakstur sannfærði mig um það sem ég hélt um Vettel," hélt Villeneuve áfram. „Þegar hann var að koma sér framhjá hægfara bílum, lenti hann í samstuði við Bruno Senna og skemmdi framvænginn sinn." „Svo missti hann stjórn á bíl sínum og klessti á skilti þegar ekið var á eftir öryggisbílnum. Mikil mistök sem höfðu ekki mikil áhrif." Formúla Mest lesið Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Handbolti Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Enski boltinn Hafþór hrósar læknum „Steraleikanna“ og segist treysta þeim alveg Sport Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Enski boltinn Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Handbolti „Hlutir sem ég hefði ekki getað gert ef ég væri að spila“ Körfubolti Extra-leikarnir: „Fannst þessi einkunnagjöf lykta af smá Kópavogsmeðvirkni“ Körfubolti Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Enski boltinn Utan vallar: Betra er frensí en fálæti Handbolti Kastaði stól í leikmann og er á leið í fangelsi Sport Fleiri fréttir F1-ökumaður gagnrýndur fyrir vanvirðingu við Schumacher Komst við er hann ræddi Schumacher Þá fáum við að vita meira um líf Schumacher eftir slysið Telur samstarf Hamilton og Ferrari nálgast þolmörk Portúgal í stað Hollands í Formúlu 1 Valin kona ársins í akstursíþróttum á sautján ára afmælisdaginn Stórar breytingar og tímamót hjá Red Bull Heimsmeistarinn vill gleyma því að hann keyri í Formúlu 1 Sjáðu hamaganginn þegar Norris varð heimsmeistari í fyrsta sinn Klökkur Norris: „Ég er ekki að gráta“ Lando Norris er Formúlu 1 heimsmeistari í fyrsta sinn Svona verða Norris, Verstappen eða Piastri heimsmeistarar í dag Verstappen á ráspól og allt opið í lokakeppninni McLaren ætlar að nota heilbrigða skynsemi í ákvörðunum sínum Verstappen fær nýjan liðsfélaga Hótað lífláti eftir mistökin Reiður eftir ásakanir um svindl: „Hversu heilalaus þarftu að vera?“ Sjá meira
Sebastian Vettel á enn eftir að þroskast sem Formúla 1 bílstjóri, ef eitthvað er að marka orð Jacques Villeneuve, fyrrum heimsmeistara í Formúlu 1. Villeneuve segir Vettel hegða sér eins og barn. Villeneuve varð heimsmeistari með Williams-liðinu árið 1997 á sínu öðru ári í Formúlu 1. Þá þegar hafði hann unnið Indy 500 kappaksturinn í Bandaríkjunum. Villeneuve segir Fernando Alonso vera sterkari ökuþór þegar í harðbakkan slær. „Ég efast ekkert um að Alonso er bestur, þess vegna held ég með honum," sagði Villeneuve. „Vettel er fáránlega fljótur en það er munur á honum og Alonso sem birtist helst í erfiðum aðstæðum." „Alonso er rólegur, svalur og hugsar rökrétt, á meðan Vettel reiðist yfirleitt, verður fljótt pirraður, öskrar í talstöðina og veifar löngutöng. Hann bregst við eins og barn." Villeneuve segir þennan mun lýsa því best hversu mikill þroskamunur er á þessum ökuþórum. „Ekki misskilja mig, Vettel er frábær líka, hann bara á í vandræðum með mikilvæg augnablik. Hann er frábær ef hann er fremstur en ef hann þarf að sækja á keppinauta sína verður hann berskjaldaður." Villeneuve sagði Abu Dhabi-kappaksturinn fyrir tæpum tveimur vikum ekki hafa verið eins magnaðan og hann leit út fyrir að vera. Árangur Vettels var ekki eins rosalegur og tölurnar benda til, en þar ók hann úr aftasta sæti og upp í það þriðja. „Þessi kappakstur sannfærði mig um það sem ég hélt um Vettel," hélt Villeneuve áfram. „Þegar hann var að koma sér framhjá hægfara bílum, lenti hann í samstuði við Bruno Senna og skemmdi framvænginn sinn." „Svo missti hann stjórn á bíl sínum og klessti á skilti þegar ekið var á eftir öryggisbílnum. Mikil mistök sem höfðu ekki mikil áhrif."
Formúla Mest lesið Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Handbolti Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Enski boltinn Hafþór hrósar læknum „Steraleikanna“ og segist treysta þeim alveg Sport Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Enski boltinn Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Handbolti „Hlutir sem ég hefði ekki getað gert ef ég væri að spila“ Körfubolti Extra-leikarnir: „Fannst þessi einkunnagjöf lykta af smá Kópavogsmeðvirkni“ Körfubolti Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Enski boltinn Utan vallar: Betra er frensí en fálæti Handbolti Kastaði stól í leikmann og er á leið í fangelsi Sport Fleiri fréttir F1-ökumaður gagnrýndur fyrir vanvirðingu við Schumacher Komst við er hann ræddi Schumacher Þá fáum við að vita meira um líf Schumacher eftir slysið Telur samstarf Hamilton og Ferrari nálgast þolmörk Portúgal í stað Hollands í Formúlu 1 Valin kona ársins í akstursíþróttum á sautján ára afmælisdaginn Stórar breytingar og tímamót hjá Red Bull Heimsmeistarinn vill gleyma því að hann keyri í Formúlu 1 Sjáðu hamaganginn þegar Norris varð heimsmeistari í fyrsta sinn Klökkur Norris: „Ég er ekki að gráta“ Lando Norris er Formúlu 1 heimsmeistari í fyrsta sinn Svona verða Norris, Verstappen eða Piastri heimsmeistarar í dag Verstappen á ráspól og allt opið í lokakeppninni McLaren ætlar að nota heilbrigða skynsemi í ákvörðunum sínum Verstappen fær nýjan liðsfélaga Hótað lífláti eftir mistökin Reiður eftir ásakanir um svindl: „Hversu heilalaus þarftu að vera?“ Sjá meira