Stærstu tölvuleikir allra tíma takast á 13. nóvember 2012 22:33 Það er sannarlega skammt stórra högga á milli á tölvuleikjamarkaðinum. Tveir stærstu tölvuleikir allra tíma berjast nú um hylli spilara. Skotleikurinn Call of Duty: Black Ops 2 fór í almenna sölu í gær og útlit er fyrir að hann muni slá sölumet forvera síns. Black Ops kom á markað árið 2010. Á innan við viku halaði tölvuleikurinn inn rúmlega 650 milljónum dollara eða tæpum 84 milljörðum króna. Á heimsvísu hefur tölvuleikjaiðnaðinum vaxið ásmegin undanfarin ár. Engu að síður voru heldur neikvæð teikn á lofti. Á síðustu mánuðum hefur sala á tölvuleikjum dregist heldur saman. Þannig féll sala á tölvuleikjum um 25 prósent á síðasta ársfjórðungi í Bandaríkjunum. Tölvuleikjaframleiðendur geta þó tekið gleði sína á ný enda benda fyrstu tölur til að Black Ops 2 muni ráða lögum og lofum á markaðinum næstu vikur. Call of Duty tölvuleikjaröðin er sem fyrr í samkeppni við skotleikinn Halo sem framleiddur er af Microsoft. Halo 4 kom á markað í síðustu viku. Líklegt þykir að leikurinn hafi slegið met kvikmyndarinnar Harry Potter og Dauðadjásnin, Hluti II, yfir stærstu frumsýningarhelgi í afþreyingarbransanum. Þannig hefur Halo 4 halað inn tæpum 40 milljörðum á nokkrum dögum.Hægt er að sjá brot út Halo 4 hér fyrir ofan. Mest lesið Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Viðskipti innlent Skipta um forstjóra hjá Origo Viðskipti innlent Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Viðskipti innlent Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Viðskipti innlent Hulda til Basalt arkitekta Viðskipti innlent Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Viðskipti innlent „Hvers vegna þarf ég að vera bara verkfræðingur eða bara smiður?“ Atvinnulíf Eitt besta leitarárið á norska landgrunninu Viðskipti erlent Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk Viðskipti innlent Úr útvarpinu í orkumálin Viðskipti innlent Fleiri fréttir Eitt besta leitarárið á norska landgrunninu Samþykktu stofnun stærsta fríverslunarsvæðis í heimi Í hóp fimm milljarðamæringa úr tónlistarsenunni Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Ekkert verður úr TikTok-banni með nýjum samningi Hæstu stýrivextir í þrjátíu ár Höfnuðu yfirtökutilboði Paramount Messenger-forritið heyrir sögunni til Lofar að koma böndum á CNN Reyna fjandsamlega yfirtöku á Warner Bros. Kaup Netflix á hluta Warner Bros. gætu reynst „vandamál“ ESB sektar samfélagsmiðil Musk um milljarða Google birtir lista yfir vinsælustu leitarorðin Netflix í viðræðum um kaup á HBO frá Warner Bros Hringir viðvörunarbjöllum vegna samkeppni frá Google „Brunaútsala“ á hlutabréfum eftir eldsvoðann í Hong Kong Sjá meira
Það er sannarlega skammt stórra högga á milli á tölvuleikjamarkaðinum. Tveir stærstu tölvuleikir allra tíma berjast nú um hylli spilara. Skotleikurinn Call of Duty: Black Ops 2 fór í almenna sölu í gær og útlit er fyrir að hann muni slá sölumet forvera síns. Black Ops kom á markað árið 2010. Á innan við viku halaði tölvuleikurinn inn rúmlega 650 milljónum dollara eða tæpum 84 milljörðum króna. Á heimsvísu hefur tölvuleikjaiðnaðinum vaxið ásmegin undanfarin ár. Engu að síður voru heldur neikvæð teikn á lofti. Á síðustu mánuðum hefur sala á tölvuleikjum dregist heldur saman. Þannig féll sala á tölvuleikjum um 25 prósent á síðasta ársfjórðungi í Bandaríkjunum. Tölvuleikjaframleiðendur geta þó tekið gleði sína á ný enda benda fyrstu tölur til að Black Ops 2 muni ráða lögum og lofum á markaðinum næstu vikur. Call of Duty tölvuleikjaröðin er sem fyrr í samkeppni við skotleikinn Halo sem framleiddur er af Microsoft. Halo 4 kom á markað í síðustu viku. Líklegt þykir að leikurinn hafi slegið met kvikmyndarinnar Harry Potter og Dauðadjásnin, Hluti II, yfir stærstu frumsýningarhelgi í afþreyingarbransanum. Þannig hefur Halo 4 halað inn tæpum 40 milljörðum á nokkrum dögum.Hægt er að sjá brot út Halo 4 hér fyrir ofan.
Mest lesið Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Viðskipti innlent Skipta um forstjóra hjá Origo Viðskipti innlent Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Viðskipti innlent Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Viðskipti innlent Hulda til Basalt arkitekta Viðskipti innlent Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Viðskipti innlent „Hvers vegna þarf ég að vera bara verkfræðingur eða bara smiður?“ Atvinnulíf Eitt besta leitarárið á norska landgrunninu Viðskipti erlent Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk Viðskipti innlent Úr útvarpinu í orkumálin Viðskipti innlent Fleiri fréttir Eitt besta leitarárið á norska landgrunninu Samþykktu stofnun stærsta fríverslunarsvæðis í heimi Í hóp fimm milljarðamæringa úr tónlistarsenunni Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Ekkert verður úr TikTok-banni með nýjum samningi Hæstu stýrivextir í þrjátíu ár Höfnuðu yfirtökutilboði Paramount Messenger-forritið heyrir sögunni til Lofar að koma böndum á CNN Reyna fjandsamlega yfirtöku á Warner Bros. Kaup Netflix á hluta Warner Bros. gætu reynst „vandamál“ ESB sektar samfélagsmiðil Musk um milljarða Google birtir lista yfir vinsælustu leitarorðin Netflix í viðræðum um kaup á HBO frá Warner Bros Hringir viðvörunarbjöllum vegna samkeppni frá Google „Brunaútsala“ á hlutabréfum eftir eldsvoðann í Hong Kong Sjá meira
Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Viðskipti innlent
Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Viðskipti innlent