Viðskipti erlent

Klámmyndaframleiðendur vilja yfirgefa Los Angeles

Klámmyndaframleiðendur í Los Angeles eru nú að íhuga að flytja starfsemi sína úr borginni. Ástæðan er sú að borgarbúar samþykktu nýlega í atkvæðagreiðslu að héðan í frá yrði það skylda að karlleikarar í klámmyndum notuðu smokka.

Framleiðendurnir telja að smokkanotkun í myndum sínum muni draga úr sölu þeirra. Kannanir styðja þá skoðun en þær sýna að einstaklingar sem horfa á klám vilja síður sjá smokka í klámmyndum.

Framleiðendurnir eru að íhuga að flytja starfsemi sína til Las Vegas. Ef af þessum áformum verður yrði um mikla fjárhagslega blóðtöku að ræða fyrir Los Angeles. Þar eru 75% af öllum klámmyndum í Bandaríkjum framleiddar en þessi iðnaður skapar um 10.000 störf í borginni og tekjur sem samsvara um 130 milljörðum króna.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×