Loðdýrabændur brosa út að eyrum Kristján Már Unnarsson skrifar 11. nóvember 2012 19:15 Íslenskir loðdýrabændur upplifa nú fádæma góðæri og hefur hagnaður af búrekstrinum sjaldan eða aldrei verið jafnmikill. Á síðasta uppboði í Kaupmannahöfn á íslenskum minkaskinnum fékkst yfir tíu þúsund króna meðalverð. Framleiðslukostnaður á hverju skinni er hins vegar um sex þúsund krónur. Hreinn hagnaður nemur því um 40 prósentum af sölutekjum. Fjallað var um loðdýraræktina í þættinum „Um land allt" á Stöð 2 í kvöld en þeir Kristján Már Unnarsson og Baldur Hrafnkell Jónsson kvikmyndatökumaður heimsóttu minkabændur í Skagafirði, bæði á Skörðugili og í Héraðsdal 2, en einnig var litið inn í fóðurstöðina á Sauðárkróki, sem bændurnir segja að sé lykilþáttur í starfsemi búanna á Norðurlandi. Stærsta minkabú Skagafjarðar er að Skörðugili en það er jafnframt næststærsta loðdýrabú á Íslandi. Það var árið 1981 sem Einar Gíslason stofnsetti loðdýrabúið en Einar sonur hans tók við búrekstrinum fyrir tólf árum en hann er jafnframt loðdýraræktarráðunautur. Litla loðdýrabúið, sem eitt sinn var, er nú vaxið upp í fyrirtæki með 160 milljóna króna ársveltu, fimm til sex stöðugildum, og nýju minkahúsin tvö eru að flatarmáli á stærð við knattspyrnuhöll. Feðgarnir segja að þetta sé háþróaður landbúnaður og í þættinum kom fram að tölvur og vélar eru nýttar til hins ítrasta til að létta mönnum störfin. Allt snýst þó um að rækta sem verðmætust skinn og þarna eru fimmtán mismunandi litaafbrigði ræktuð. Brún skinn eru þó meirihluti framleiðslunnar á Skörðugili. Jafnframt hafa orðið miklar framfarir i ræktunarstarfinu sem lýsa sér í því að íslenskir minkabændur hafa nú þrjú ár í röð fengið næsthæsta meðalverðið meðal þjóðanna á uppboðinu, - aðeins danskir bændur fá hærra verð. Einar yngri upplýsir okkur um að framleiðslukostnaður á hverju skinni sé nú um sexþúsund krónur. Þeir fá hins vegar yfir tíu þúsund krónur fyrir skinnið og það er því ágætur hagnaður þessi misserin. Staðan var hins vegar önnur og verri fyrir aldarfjórðungi en Einar eldri rifjaði það upp þegar hann fékk afurðalán miðað við fimm þúsund króna skinnaverð. Þegar hamarinn féll á uppboðinu var skinnaverðið fallið niður í 500 krónur. „Það vantaði bara eitt núll. Þá fékk maður að finna fyrir því. Með allar þessar skuldir, búinn að taka allt þetta lán en ekkert til að borga það," sagði Einar Gíslason. Á þessum árum var loðdýraræktin, ásamt fiskeldinu, úthrópuð sem mistök í atvinnuuppbyggingu. Loðdýrabændur nánast gengu með veggjum. „Svona hafa hlutirnir breyst," segir Einar. Skagafjörður Um land allt Tengdar fréttir Fluttu til Íslands til að hefja minkarækt í Skagafirði Ungt danskt-íslenskt par, sem er að hasla sér völl í minkarækt á bænum Héraðsdal 2 í Skagafirði, var heimsótt í þættinum "Um land allt" , sem var á dagskrá Stöðvar 2 í kvöld. Hún er íslensk, Halla Ólafsdóttir frá Djúpavogi, en hann danskur, Jesper Bækgaard. Þau eiga fimm mánaða gamlan son, Jens Ólaf, en þau kynntust fyrir fimm árum þegar bæði voru við háskólanám í Árósum, þó engu sem tengist loðdýrum, en kaupin á minkabúinu var þeirra leið til að flytjast til Íslands. 11. nóvember 2012 16:30 Mest lesið Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ Erlent Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Erlent Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Innlent Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Innlent „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Innlent Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Erlent Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Erlent Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Erlent Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Innlent Til marks um „skringilega“ skautun víða um heim Erlent Fleiri fréttir Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Sjá meira
Íslenskir loðdýrabændur upplifa nú fádæma góðæri og hefur hagnaður af búrekstrinum sjaldan eða aldrei verið jafnmikill. Á síðasta uppboði í Kaupmannahöfn á íslenskum minkaskinnum fékkst yfir tíu þúsund króna meðalverð. Framleiðslukostnaður á hverju skinni er hins vegar um sex þúsund krónur. Hreinn hagnaður nemur því um 40 prósentum af sölutekjum. Fjallað var um loðdýraræktina í þættinum „Um land allt" á Stöð 2 í kvöld en þeir Kristján Már Unnarsson og Baldur Hrafnkell Jónsson kvikmyndatökumaður heimsóttu minkabændur í Skagafirði, bæði á Skörðugili og í Héraðsdal 2, en einnig var litið inn í fóðurstöðina á Sauðárkróki, sem bændurnir segja að sé lykilþáttur í starfsemi búanna á Norðurlandi. Stærsta minkabú Skagafjarðar er að Skörðugili en það er jafnframt næststærsta loðdýrabú á Íslandi. Það var árið 1981 sem Einar Gíslason stofnsetti loðdýrabúið en Einar sonur hans tók við búrekstrinum fyrir tólf árum en hann er jafnframt loðdýraræktarráðunautur. Litla loðdýrabúið, sem eitt sinn var, er nú vaxið upp í fyrirtæki með 160 milljóna króna ársveltu, fimm til sex stöðugildum, og nýju minkahúsin tvö eru að flatarmáli á stærð við knattspyrnuhöll. Feðgarnir segja að þetta sé háþróaður landbúnaður og í þættinum kom fram að tölvur og vélar eru nýttar til hins ítrasta til að létta mönnum störfin. Allt snýst þó um að rækta sem verðmætust skinn og þarna eru fimmtán mismunandi litaafbrigði ræktuð. Brún skinn eru þó meirihluti framleiðslunnar á Skörðugili. Jafnframt hafa orðið miklar framfarir i ræktunarstarfinu sem lýsa sér í því að íslenskir minkabændur hafa nú þrjú ár í röð fengið næsthæsta meðalverðið meðal þjóðanna á uppboðinu, - aðeins danskir bændur fá hærra verð. Einar yngri upplýsir okkur um að framleiðslukostnaður á hverju skinni sé nú um sexþúsund krónur. Þeir fá hins vegar yfir tíu þúsund krónur fyrir skinnið og það er því ágætur hagnaður þessi misserin. Staðan var hins vegar önnur og verri fyrir aldarfjórðungi en Einar eldri rifjaði það upp þegar hann fékk afurðalán miðað við fimm þúsund króna skinnaverð. Þegar hamarinn féll á uppboðinu var skinnaverðið fallið niður í 500 krónur. „Það vantaði bara eitt núll. Þá fékk maður að finna fyrir því. Með allar þessar skuldir, búinn að taka allt þetta lán en ekkert til að borga það," sagði Einar Gíslason. Á þessum árum var loðdýraræktin, ásamt fiskeldinu, úthrópuð sem mistök í atvinnuuppbyggingu. Loðdýrabændur nánast gengu með veggjum. „Svona hafa hlutirnir breyst," segir Einar.
Skagafjörður Um land allt Tengdar fréttir Fluttu til Íslands til að hefja minkarækt í Skagafirði Ungt danskt-íslenskt par, sem er að hasla sér völl í minkarækt á bænum Héraðsdal 2 í Skagafirði, var heimsótt í þættinum "Um land allt" , sem var á dagskrá Stöðvar 2 í kvöld. Hún er íslensk, Halla Ólafsdóttir frá Djúpavogi, en hann danskur, Jesper Bækgaard. Þau eiga fimm mánaða gamlan son, Jens Ólaf, en þau kynntust fyrir fimm árum þegar bæði voru við háskólanám í Árósum, þó engu sem tengist loðdýrum, en kaupin á minkabúinu var þeirra leið til að flytjast til Íslands. 11. nóvember 2012 16:30 Mest lesið Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ Erlent Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Erlent Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Innlent Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Innlent „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Innlent Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Erlent Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Erlent Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Erlent Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Innlent Til marks um „skringilega“ skautun víða um heim Erlent Fleiri fréttir Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Sjá meira
Fluttu til Íslands til að hefja minkarækt í Skagafirði Ungt danskt-íslenskt par, sem er að hasla sér völl í minkarækt á bænum Héraðsdal 2 í Skagafirði, var heimsótt í þættinum "Um land allt" , sem var á dagskrá Stöðvar 2 í kvöld. Hún er íslensk, Halla Ólafsdóttir frá Djúpavogi, en hann danskur, Jesper Bækgaard. Þau eiga fimm mánaða gamlan son, Jens Ólaf, en þau kynntust fyrir fimm árum þegar bæði voru við háskólanám í Árósum, þó engu sem tengist loðdýrum, en kaupin á minkabúinu var þeirra leið til að flytjast til Íslands. 11. nóvember 2012 16:30