Loðdýrabændur brosa út að eyrum Kristján Már Unnarsson skrifar 11. nóvember 2012 19:15 Íslenskir loðdýrabændur upplifa nú fádæma góðæri og hefur hagnaður af búrekstrinum sjaldan eða aldrei verið jafnmikill. Á síðasta uppboði í Kaupmannahöfn á íslenskum minkaskinnum fékkst yfir tíu þúsund króna meðalverð. Framleiðslukostnaður á hverju skinni er hins vegar um sex þúsund krónur. Hreinn hagnaður nemur því um 40 prósentum af sölutekjum. Fjallað var um loðdýraræktina í þættinum „Um land allt" á Stöð 2 í kvöld en þeir Kristján Már Unnarsson og Baldur Hrafnkell Jónsson kvikmyndatökumaður heimsóttu minkabændur í Skagafirði, bæði á Skörðugili og í Héraðsdal 2, en einnig var litið inn í fóðurstöðina á Sauðárkróki, sem bændurnir segja að sé lykilþáttur í starfsemi búanna á Norðurlandi. Stærsta minkabú Skagafjarðar er að Skörðugili en það er jafnframt næststærsta loðdýrabú á Íslandi. Það var árið 1981 sem Einar Gíslason stofnsetti loðdýrabúið en Einar sonur hans tók við búrekstrinum fyrir tólf árum en hann er jafnframt loðdýraræktarráðunautur. Litla loðdýrabúið, sem eitt sinn var, er nú vaxið upp í fyrirtæki með 160 milljóna króna ársveltu, fimm til sex stöðugildum, og nýju minkahúsin tvö eru að flatarmáli á stærð við knattspyrnuhöll. Feðgarnir segja að þetta sé háþróaður landbúnaður og í þættinum kom fram að tölvur og vélar eru nýttar til hins ítrasta til að létta mönnum störfin. Allt snýst þó um að rækta sem verðmætust skinn og þarna eru fimmtán mismunandi litaafbrigði ræktuð. Brún skinn eru þó meirihluti framleiðslunnar á Skörðugili. Jafnframt hafa orðið miklar framfarir i ræktunarstarfinu sem lýsa sér í því að íslenskir minkabændur hafa nú þrjú ár í röð fengið næsthæsta meðalverðið meðal þjóðanna á uppboðinu, - aðeins danskir bændur fá hærra verð. Einar yngri upplýsir okkur um að framleiðslukostnaður á hverju skinni sé nú um sexþúsund krónur. Þeir fá hins vegar yfir tíu þúsund krónur fyrir skinnið og það er því ágætur hagnaður þessi misserin. Staðan var hins vegar önnur og verri fyrir aldarfjórðungi en Einar eldri rifjaði það upp þegar hann fékk afurðalán miðað við fimm þúsund króna skinnaverð. Þegar hamarinn féll á uppboðinu var skinnaverðið fallið niður í 500 krónur. „Það vantaði bara eitt núll. Þá fékk maður að finna fyrir því. Með allar þessar skuldir, búinn að taka allt þetta lán en ekkert til að borga það," sagði Einar Gíslason. Á þessum árum var loðdýraræktin, ásamt fiskeldinu, úthrópuð sem mistök í atvinnuuppbyggingu. Loðdýrabændur nánast gengu með veggjum. „Svona hafa hlutirnir breyst," segir Einar. Skagafjörður Um land allt Tengdar fréttir Fluttu til Íslands til að hefja minkarækt í Skagafirði Ungt danskt-íslenskt par, sem er að hasla sér völl í minkarækt á bænum Héraðsdal 2 í Skagafirði, var heimsótt í þættinum "Um land allt" , sem var á dagskrá Stöðvar 2 í kvöld. Hún er íslensk, Halla Ólafsdóttir frá Djúpavogi, en hann danskur, Jesper Bækgaard. Þau eiga fimm mánaða gamlan son, Jens Ólaf, en þau kynntust fyrir fimm árum þegar bæði voru við háskólanám í Árósum, þó engu sem tengist loðdýrum, en kaupin á minkabúinu var þeirra leið til að flytjast til Íslands. 11. nóvember 2012 16:30 Mest lesið Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Erlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Erlent „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Innlent Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Erlent Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Erlent Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Fleiri fréttir Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Sjá meira
Íslenskir loðdýrabændur upplifa nú fádæma góðæri og hefur hagnaður af búrekstrinum sjaldan eða aldrei verið jafnmikill. Á síðasta uppboði í Kaupmannahöfn á íslenskum minkaskinnum fékkst yfir tíu þúsund króna meðalverð. Framleiðslukostnaður á hverju skinni er hins vegar um sex þúsund krónur. Hreinn hagnaður nemur því um 40 prósentum af sölutekjum. Fjallað var um loðdýraræktina í þættinum „Um land allt" á Stöð 2 í kvöld en þeir Kristján Már Unnarsson og Baldur Hrafnkell Jónsson kvikmyndatökumaður heimsóttu minkabændur í Skagafirði, bæði á Skörðugili og í Héraðsdal 2, en einnig var litið inn í fóðurstöðina á Sauðárkróki, sem bændurnir segja að sé lykilþáttur í starfsemi búanna á Norðurlandi. Stærsta minkabú Skagafjarðar er að Skörðugili en það er jafnframt næststærsta loðdýrabú á Íslandi. Það var árið 1981 sem Einar Gíslason stofnsetti loðdýrabúið en Einar sonur hans tók við búrekstrinum fyrir tólf árum en hann er jafnframt loðdýraræktarráðunautur. Litla loðdýrabúið, sem eitt sinn var, er nú vaxið upp í fyrirtæki með 160 milljóna króna ársveltu, fimm til sex stöðugildum, og nýju minkahúsin tvö eru að flatarmáli á stærð við knattspyrnuhöll. Feðgarnir segja að þetta sé háþróaður landbúnaður og í þættinum kom fram að tölvur og vélar eru nýttar til hins ítrasta til að létta mönnum störfin. Allt snýst þó um að rækta sem verðmætust skinn og þarna eru fimmtán mismunandi litaafbrigði ræktuð. Brún skinn eru þó meirihluti framleiðslunnar á Skörðugili. Jafnframt hafa orðið miklar framfarir i ræktunarstarfinu sem lýsa sér í því að íslenskir minkabændur hafa nú þrjú ár í röð fengið næsthæsta meðalverðið meðal þjóðanna á uppboðinu, - aðeins danskir bændur fá hærra verð. Einar yngri upplýsir okkur um að framleiðslukostnaður á hverju skinni sé nú um sexþúsund krónur. Þeir fá hins vegar yfir tíu þúsund krónur fyrir skinnið og það er því ágætur hagnaður þessi misserin. Staðan var hins vegar önnur og verri fyrir aldarfjórðungi en Einar eldri rifjaði það upp þegar hann fékk afurðalán miðað við fimm þúsund króna skinnaverð. Þegar hamarinn féll á uppboðinu var skinnaverðið fallið niður í 500 krónur. „Það vantaði bara eitt núll. Þá fékk maður að finna fyrir því. Með allar þessar skuldir, búinn að taka allt þetta lán en ekkert til að borga það," sagði Einar Gíslason. Á þessum árum var loðdýraræktin, ásamt fiskeldinu, úthrópuð sem mistök í atvinnuuppbyggingu. Loðdýrabændur nánast gengu með veggjum. „Svona hafa hlutirnir breyst," segir Einar.
Skagafjörður Um land allt Tengdar fréttir Fluttu til Íslands til að hefja minkarækt í Skagafirði Ungt danskt-íslenskt par, sem er að hasla sér völl í minkarækt á bænum Héraðsdal 2 í Skagafirði, var heimsótt í þættinum "Um land allt" , sem var á dagskrá Stöðvar 2 í kvöld. Hún er íslensk, Halla Ólafsdóttir frá Djúpavogi, en hann danskur, Jesper Bækgaard. Þau eiga fimm mánaða gamlan son, Jens Ólaf, en þau kynntust fyrir fimm árum þegar bæði voru við háskólanám í Árósum, þó engu sem tengist loðdýrum, en kaupin á minkabúinu var þeirra leið til að flytjast til Íslands. 11. nóvember 2012 16:30 Mest lesið Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Erlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Erlent „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Innlent Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Erlent Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Erlent Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Fleiri fréttir Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Sjá meira
Fluttu til Íslands til að hefja minkarækt í Skagafirði Ungt danskt-íslenskt par, sem er að hasla sér völl í minkarækt á bænum Héraðsdal 2 í Skagafirði, var heimsótt í þættinum "Um land allt" , sem var á dagskrá Stöðvar 2 í kvöld. Hún er íslensk, Halla Ólafsdóttir frá Djúpavogi, en hann danskur, Jesper Bækgaard. Þau eiga fimm mánaða gamlan son, Jens Ólaf, en þau kynntust fyrir fimm árum þegar bæði voru við háskólanám í Árósum, þó engu sem tengist loðdýrum, en kaupin á minkabúinu var þeirra leið til að flytjast til Íslands. 11. nóvember 2012 16:30