Hamilton og Button jafnir eftir þriggja ára einvígi Birgir Þór Harðarson skrifar 29. nóvember 2012 06:00 Hamilton (til vinstri) og Button. Nordicphotos/Getty Lewis Hamilton yfirgefur McLaren-liðið í Formúlu 1 í vetur og færir sig um set,yfir til Mercedes. Jenson Button verður eftir hjá McLaren en þeir hafa verið liðsfélagar í þrjú ár. Það er því ekki seinna vænna en að bera þá kappa saman. Sir Jackie Stewart var hissa á því að Button, þá ríkjandi heimsmeistari, hefði skrifað undir samning við McLaren fyrir árið 2010 þar sem Hamilton réð ríkjum. McLaren var liðið hans Hamilton. "Hann gengur beint í ljónagryfjuna," sagði Stewart. Maður myndi því ætla að Hamilton hefði haft mikila yfirburði á öllum vígstöðvum í einvíginu sem þeir háðu í þessi þrjú ár. Svo er ekki. Með sigri sínum um helgina tryggði Button sér, til dæmis, fleiri stig en Hamilton, samtals yfir þessi þrjú ár. Hamilton hafði þó vinninginn þegar á heildina er litið, var oftar fljótari í tímatökum og vann fleiri kappakstra og lauk mun fleiri mótum í betra sæti en Button. Þeir Hamilton og Button óku samtals 58 mót sem liðsfélagar hjá McLaren. Button getur hins vegar verið ánægður með þessa útkomu því bæði var honum ekki spáð góðu gengi og Hamilton er vanalega skipaður með þremur bestu ökumönnum í heimi í dag. Mexíkóinn Sergio Perez tekur sæti Hamilton hjá McLaren á næsta ári. Jenson Button verður því í hlutverki leiðtoga innan liðsins þar sem Perez er enn óreyndur ökuþór og á eftir að sanna sig meðal stóru strákanna í Formúlu 1. Formúla Mest lesið Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Handbolti Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Enski boltinn Hafþór hrósar læknum „Steraleikanna“ og segist treysta þeim alveg Sport Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Enski boltinn Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Handbolti „Hlutir sem ég hefði ekki getað gert ef ég væri að spila“ Körfubolti Utan vallar: Betra er frensí en fálæti Handbolti Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Enski boltinn Ömurleg endalok fyrir Aaron Rodgers Sport „Það sem hefur orðið okkur að falli á síðustu mótum“ Handbolti Fleiri fréttir F1-ökumaður gagnrýndur fyrir vanvirðingu við Schumacher Komst við er hann ræddi Schumacher Þá fáum við að vita meira um líf Schumacher eftir slysið Telur samstarf Hamilton og Ferrari nálgast þolmörk Portúgal í stað Hollands í Formúlu 1 Valin kona ársins í akstursíþróttum á sautján ára afmælisdaginn Stórar breytingar og tímamót hjá Red Bull Heimsmeistarinn vill gleyma því að hann keyri í Formúlu 1 Sjáðu hamaganginn þegar Norris varð heimsmeistari í fyrsta sinn Klökkur Norris: „Ég er ekki að gráta“ Lando Norris er Formúlu 1 heimsmeistari í fyrsta sinn Svona verða Norris, Verstappen eða Piastri heimsmeistarar í dag Verstappen á ráspól og allt opið í lokakeppninni McLaren ætlar að nota heilbrigða skynsemi í ákvörðunum sínum Verstappen fær nýjan liðsfélaga Hótað lífláti eftir mistökin Reiður eftir ásakanir um svindl: „Hversu heilalaus þarftu að vera?“ Sjá meira
Lewis Hamilton yfirgefur McLaren-liðið í Formúlu 1 í vetur og færir sig um set,yfir til Mercedes. Jenson Button verður eftir hjá McLaren en þeir hafa verið liðsfélagar í þrjú ár. Það er því ekki seinna vænna en að bera þá kappa saman. Sir Jackie Stewart var hissa á því að Button, þá ríkjandi heimsmeistari, hefði skrifað undir samning við McLaren fyrir árið 2010 þar sem Hamilton réð ríkjum. McLaren var liðið hans Hamilton. "Hann gengur beint í ljónagryfjuna," sagði Stewart. Maður myndi því ætla að Hamilton hefði haft mikila yfirburði á öllum vígstöðvum í einvíginu sem þeir háðu í þessi þrjú ár. Svo er ekki. Með sigri sínum um helgina tryggði Button sér, til dæmis, fleiri stig en Hamilton, samtals yfir þessi þrjú ár. Hamilton hafði þó vinninginn þegar á heildina er litið, var oftar fljótari í tímatökum og vann fleiri kappakstra og lauk mun fleiri mótum í betra sæti en Button. Þeir Hamilton og Button óku samtals 58 mót sem liðsfélagar hjá McLaren. Button getur hins vegar verið ánægður með þessa útkomu því bæði var honum ekki spáð góðu gengi og Hamilton er vanalega skipaður með þremur bestu ökumönnum í heimi í dag. Mexíkóinn Sergio Perez tekur sæti Hamilton hjá McLaren á næsta ári. Jenson Button verður því í hlutverki leiðtoga innan liðsins þar sem Perez er enn óreyndur ökuþór og á eftir að sanna sig meðal stóru strákanna í Formúlu 1.
Formúla Mest lesið Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Handbolti Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Enski boltinn Hafþór hrósar læknum „Steraleikanna“ og segist treysta þeim alveg Sport Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Enski boltinn Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Handbolti „Hlutir sem ég hefði ekki getað gert ef ég væri að spila“ Körfubolti Utan vallar: Betra er frensí en fálæti Handbolti Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Enski boltinn Ömurleg endalok fyrir Aaron Rodgers Sport „Það sem hefur orðið okkur að falli á síðustu mótum“ Handbolti Fleiri fréttir F1-ökumaður gagnrýndur fyrir vanvirðingu við Schumacher Komst við er hann ræddi Schumacher Þá fáum við að vita meira um líf Schumacher eftir slysið Telur samstarf Hamilton og Ferrari nálgast þolmörk Portúgal í stað Hollands í Formúlu 1 Valin kona ársins í akstursíþróttum á sautján ára afmælisdaginn Stórar breytingar og tímamót hjá Red Bull Heimsmeistarinn vill gleyma því að hann keyri í Formúlu 1 Sjáðu hamaganginn þegar Norris varð heimsmeistari í fyrsta sinn Klökkur Norris: „Ég er ekki að gráta“ Lando Norris er Formúlu 1 heimsmeistari í fyrsta sinn Svona verða Norris, Verstappen eða Piastri heimsmeistarar í dag Verstappen á ráspól og allt opið í lokakeppninni McLaren ætlar að nota heilbrigða skynsemi í ákvörðunum sínum Verstappen fær nýjan liðsfélaga Hótað lífláti eftir mistökin Reiður eftir ásakanir um svindl: „Hversu heilalaus þarftu að vera?“ Sjá meira