Viðskipti erlent

Danir kaupa níu Seahawk þyrlur af bandaríska flotanum

Meirihluti danska þingsins hefur samþykkt að danski herinn fái að kaupa níu Sikorsky Seahawk þyrlur frá bandaríska flotanum. Kaupverðið er um fjórir milljarðar danskra kr. eða vel yfir 80 milljörðum kr.

Þessum þyrlum er ætlað að koma í staðinn fyrir núverandi Lynx þyrlur hersins sem komnar eru vel til ára sinna.

Í fréttum í dönskum fjölmiðlum segir að Seahawk þyrlurnar verði að mestu notaðar við eftirlit og önnur störf á norðurslóðum og til þess að berjast gegn sjóræningjum á Aden flóanum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×