Schumacher vill kveðja Formúluna á góðum nótum Birgir Þór Harðarson skrifar 22. nóvember 2012 06:15 Schumacher hefur ekki enn ákveðið hvað hann ætlar að taka sér fyrir hendur, nema hvað það verður ekki kappakstur í öðrum deildum. nordicphotos/afp Heimsmeistarinn sjöfaldi og Mercedes-ökuþórinn Michael Schumacher mun segja skilið við Formúlu 1 í annað sinn á ferlinum eftir brasilíska kappaksturinn um næstu helgi. Hann segir þetta verða hans síðastu kveðjustund. Schumacher heldur að seinni kveðjustundin verði ekki eins tilfinningarík og þegar hann kvaddi árið 2006. Schumi snéri aftur í Formúlu 1 árið 2010 en hefur ekki náð að hámarka árangurinn. Síðustu ár hafa því verið vonbrigði fyrir Schumacher. "Síðast þegar ég kvaddi vorum við enn að keppa um heimsmeistaratitilinn svo það voru allir mjög spenntir og að einbeita sér að því," sagði Schumacher. "Í þetta skiptið mun ég geta einbeitt mér meira að því að kveðja alla og get vonandi skapað mér góðar minningar." "Ég hef átt frábær ár í Formúlu 1 og haft gríðarlegan stuðning frá aðdáendum mínum umhverfis hnöttinn. Einna helst vil ég þakka þeim." "Auðvitað yrði ég ánægðastur ef ég fengi að kveðja með því að eiga góða keppni í Brasilíu. Ég ætla því að gera allt til að láta það gerast." Ross Brawn hefur fylgt Schumacher í Formúlu 1 síðan þeir fyrst unnu saman heimsmeistaratitla árin 1994 og 1995. Brawn er ábyrgur fyrir því að hafa lokkað Schumacher aftur í Formúlu 1. "Þetta verður tilfinningarík helgi fyrir alla í liðinu," sagði hann. "Við höfum haft mikla ánægju og gagn af því að hafa Schumacher í liðinu." Lewis Hamilton mun taka sæti Schumacher hjá Mercedes á næsta ári og yfirgefa McLaren.Þessi stuðningsmaður var ekki bjartsýnn á framtíðna eftir að Schumacher tilkynnti að hann myndi hætta í Formúlu 1. Formúla Mest lesið Albert sagður á óskalista Everton og Inter Fótbolti Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Körfubolti Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers Körfubolti Sara Björk skoraði tvö í stórsigri Fótbolti Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni Enski boltinn Lena Margrét til Svíþjóðar Handbolti Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Íslenski boltinn Bellingham í efsta sæti listans en Ísak Bergmann er áttundi Fótbolti Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United Fótbolti KR einum sigri frá því að komast upp í Bónus-deildina Körfubolti Fleiri fréttir Max svaraði Marko fullum hálsi Hefur áhyggjur af framtíð Verstappen Piastri hleypti engum fram úr og fagnaði fyrsta sigrinum Schumacher skrifaði nafnið sitt á hjálm „Eins og ég hafi aldrei keyrt Formúlu 1 bíl“ „Vandamálið er mín megin og ég verð að bæta mig“ Blótar háum sektum fyrir það að blóta Schumacher orðinn afi Verstappen fagnaði sigri í Japan: „Þetta er ansi dýr sláttuvél“ Sjáðu magnaðan lokahring Verstappen: „Jafnvel sá besti á ferli Max" Verstappen á ráspólnum í Japan „Það er algjört kjaftæði“ Pérez rætt við nokkur lið um endurkomu Verstappen óánægður með Red Bull fyrir að reka liðsfélagann Segir að Schumacher sé ófær um að tala: „Staðan er mjög sorgleg“ Ballið búið hjá Hamilton og Vergara Red Bull búið að gefast upp á Lawson Hamilton dæmdur úr leik í Kína Piastri vann Kínakappaksturinn Hamilton vann sprettkeppnina en Piastri á ráspól Fyrsti ráspóll Hamiltons í rauðu Eddie Jordan látinn Formúlan gæti farið til Bangkok Lando Norris aðeins 0,8 sekúndum á undan heimsmeistaranum í markið „Þetta tímabil verður ekki fyrir hjartveika“ McLaren með tvo fremstu menn á ráspól í fyrstu keppni ársins „Kominn tími á konu í Formúlu 1“ F1 2025: Guð gefðu okkur besta tímabil sögunnar Cadillac verður með lið í formúlu 1 Lofaði Hamilton að ræða ekki við Verstappen Sjá meira
Heimsmeistarinn sjöfaldi og Mercedes-ökuþórinn Michael Schumacher mun segja skilið við Formúlu 1 í annað sinn á ferlinum eftir brasilíska kappaksturinn um næstu helgi. Hann segir þetta verða hans síðastu kveðjustund. Schumacher heldur að seinni kveðjustundin verði ekki eins tilfinningarík og þegar hann kvaddi árið 2006. Schumi snéri aftur í Formúlu 1 árið 2010 en hefur ekki náð að hámarka árangurinn. Síðustu ár hafa því verið vonbrigði fyrir Schumacher. "Síðast þegar ég kvaddi vorum við enn að keppa um heimsmeistaratitilinn svo það voru allir mjög spenntir og að einbeita sér að því," sagði Schumacher. "Í þetta skiptið mun ég geta einbeitt mér meira að því að kveðja alla og get vonandi skapað mér góðar minningar." "Ég hef átt frábær ár í Formúlu 1 og haft gríðarlegan stuðning frá aðdáendum mínum umhverfis hnöttinn. Einna helst vil ég þakka þeim." "Auðvitað yrði ég ánægðastur ef ég fengi að kveðja með því að eiga góða keppni í Brasilíu. Ég ætla því að gera allt til að láta það gerast." Ross Brawn hefur fylgt Schumacher í Formúlu 1 síðan þeir fyrst unnu saman heimsmeistaratitla árin 1994 og 1995. Brawn er ábyrgur fyrir því að hafa lokkað Schumacher aftur í Formúlu 1. "Þetta verður tilfinningarík helgi fyrir alla í liðinu," sagði hann. "Við höfum haft mikla ánægju og gagn af því að hafa Schumacher í liðinu." Lewis Hamilton mun taka sæti Schumacher hjá Mercedes á næsta ári og yfirgefa McLaren.Þessi stuðningsmaður var ekki bjartsýnn á framtíðna eftir að Schumacher tilkynnti að hann myndi hætta í Formúlu 1.
Formúla Mest lesið Albert sagður á óskalista Everton og Inter Fótbolti Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Körfubolti Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers Körfubolti Sara Björk skoraði tvö í stórsigri Fótbolti Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni Enski boltinn Lena Margrét til Svíþjóðar Handbolti Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Íslenski boltinn Bellingham í efsta sæti listans en Ísak Bergmann er áttundi Fótbolti Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United Fótbolti KR einum sigri frá því að komast upp í Bónus-deildina Körfubolti Fleiri fréttir Max svaraði Marko fullum hálsi Hefur áhyggjur af framtíð Verstappen Piastri hleypti engum fram úr og fagnaði fyrsta sigrinum Schumacher skrifaði nafnið sitt á hjálm „Eins og ég hafi aldrei keyrt Formúlu 1 bíl“ „Vandamálið er mín megin og ég verð að bæta mig“ Blótar háum sektum fyrir það að blóta Schumacher orðinn afi Verstappen fagnaði sigri í Japan: „Þetta er ansi dýr sláttuvél“ Sjáðu magnaðan lokahring Verstappen: „Jafnvel sá besti á ferli Max" Verstappen á ráspólnum í Japan „Það er algjört kjaftæði“ Pérez rætt við nokkur lið um endurkomu Verstappen óánægður með Red Bull fyrir að reka liðsfélagann Segir að Schumacher sé ófær um að tala: „Staðan er mjög sorgleg“ Ballið búið hjá Hamilton og Vergara Red Bull búið að gefast upp á Lawson Hamilton dæmdur úr leik í Kína Piastri vann Kínakappaksturinn Hamilton vann sprettkeppnina en Piastri á ráspól Fyrsti ráspóll Hamiltons í rauðu Eddie Jordan látinn Formúlan gæti farið til Bangkok Lando Norris aðeins 0,8 sekúndum á undan heimsmeistaranum í markið „Þetta tímabil verður ekki fyrir hjartveika“ McLaren með tvo fremstu menn á ráspól í fyrstu keppni ársins „Kominn tími á konu í Formúlu 1“ F1 2025: Guð gefðu okkur besta tímabil sögunnar Cadillac verður með lið í formúlu 1 Lofaði Hamilton að ræða ekki við Verstappen Sjá meira