Manchester City og Real Madrid mætast í kvöld í riðlakeppni Meistaradeildarinnar en heimamenn í City þurfa að vinna leikinn til þess að eiga möguleika á því að komast áfram í 16 liða úrslitin.
Fyrri leikur liðanna var frábær skemmtun og því má búast við skemmtilegum leik á City of Manchester Stadium í kvöld.
Real Madrid vann 3-2 endurkomusigur í fyrri leiknum þar sem City-liðið komst í bæði 1-0 og 2-1. Cristiano Ronaldo skoraði sigurmarkið á lokamínútu leiksins eftir að Karim Benzema hafði jafnað leikinn þremur mínútum fyrr.
Það er hægt að sjá svipmyndir frá þessum magnaða leik liðanna á Santiago Bernabéu með því að smella hér fyrir ofan.
