Syngjum saman klukkan ellefu 30. nóvember 2012 10:15 Dagur íslenskrar tónlistar er á morgun og líkt og í fyrra verður margt um dýrðir að því tilefni. Verkefnið Syngjum Saman sem hrundið var af stokkunum í fyrra verður nú endurtekið þar sem landsmenn allir geta kveikt á útvarpinu og sungið með þremur skemmtilegum lögum. Þar sem að Dagur íslenskrar tónlistar lendir á laugardegi í ár verður hann haldinn hátíðlegur í dag, svo að sem flestir geti tekið þátt - þar með taldir skólar og tónmenntaskólar sem voru hvað litríkastir í fyrra en þá vakti verkefnið mikla lukku um land allt og voru viðbrögð framar vonum. Sérstök athöfn verður í Hörpu klukkan 11 í dag þar sem þrjú lög verða í brennidepli og er þjóðin hvött til að syngja með þeim. Lögin sem valin voru til leiks eru: Jólakötturinn eftir Ingibjörgu Þorbergs Spáðu í mig eftir Megas Á Sprengisandi eftir Sigvalda Kaldalóns við ljóð Gríms Thomsen. Útvarpsstöðvar landsins verða allar með útsendingu frá athöfninni í Hörpu. Hér á Vísi er hægt að hlusta á Bylgjuna, X977 og FM957 í beinni og hvetjum við alla lesendur til að vera með og hlusta. Hlusta á Bylgjuna í beinni hér Hlusta á FM957 í beinni hér Hlusta á X977 í beinni hér Hlusta á LéttBylgjuna (Jólastöðina) í beinni hér Í fyrra var haldin samkeppni á Facebook-síðu Syngjum Saman um skemmtilegasta myndbandið af syngjandi fólki og voru það nemendur Sjálandsskóla, Alþjóðaskólans og leikskólans Sjálands sem báru sigur úr býtum með myndbandinum sem hægt er að horfa á hér fyrir ofan. Samkeppnin verður haldin aftur nú í ár og eru söngglaðir Íslendingar hvattir til að senda inn myndbönd á Facebook-síðu Syngjum saman. Í Hörpu verða einnig veitt sérstök verðlaun - Lítill fugl - fyrir fjölmiðlamann/konu sem hefur þótt styðja vel við íslenska tónlist í gegnum tíðina. Jafnframt munu forsvaramenn Íslensku tónlistarverðlaunanna kynna tilnefningar til verðlaunanna ásamt því að boðið verður upp á lifandi tónlist. Textar og gítargrip laganna þriggja eru aðgengileg á Facebooksíðu Syngjum Saman og er því ekkert því til fyrirstöðu að syngja með alþjóð núna klukkan ellefu. Dagskráin í Hörpu: 11.03 Ræða formanns Samtóns 11.07 Kjartan Ólafs afhendir fjölmiðlamanni Lítinnn Fugl fyrir stuðning við íslenska tónlist. 11.10 Fjölmiðlamaður þakkar fyrir sig. 11.15. Sungið saman, Jólakötturinn, Spáðu í mig og Á Sprengisandi. 11. 30. Kynntar tilnefningar til Íslensku tónlistarverðlaunanna. 11. 50. Formlegri dagskrá lokið. Dagur íslenskrar tónlistar Mest lesið Svarar gagnrýni á að Listaháskólinn útiloki ákveðna hópa Innlent Marilyn Manson verður ekki ákærður Erlent Íhugar formannsframboð Innlent „Ég get horft í augun á ykkur“ Innlent Fjórir fluttir með þyrlu eftir árekstur Innlent Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Innlent Sakleysi dætranna hafi gufað upp Innlent Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Innlent Sindri grunaður um fjárdrátt Innlent Ellert B. Schram er fallinn frá Innlent Fleiri fréttir Svarar gagnrýni á að Listaháskólinn útiloki ákveðna hópa Íhugar formannsframboð Lögðu fram tilboð sem var ekki svarað Fjórir fluttir með þyrlu eftir árekstur Guðrún íhugar framboð og Guinness-æði skekur íslenska djammið Lýsa yfir miklum vonbrigðum með stöðu viðræðna „Ég get horft í augun á ykkur“ Eldur í bíl í Strýtuseli Valt inn á byggingarsvæði eftir árekstur við strætó Anna, Anna og Sveinbjörn aðstoða ríkisstjórnina Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Ellert B. Schram er fallinn frá „Það á auðvitað að fara að lögum“ Segir borgina hafa unnið að lausn mála hjá Maríuborg um nokkurt skeið Maðurinn hafi talið sig vera að fara að hitta stúlku á fermingaraldri Boða til allsherjarfundar samninganefnda Kennarasambandsins Lögregla rannsakar tálbeituaðgerð ungmenna Grjóthörð sparnaðarráð til Kristrúnar með ástarkveðju frá FA Lenti í kófi og ók í veg fyrir tvo vörubíla Óttast að íbúar utan Reykjavíkur festist í gistiskýlunum Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Farinn af vettvangi en fannst með áverka stuttu síðar Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Viss um sigurinn en óviss um að komast inn á landsfundinn „Við erum algjörlega komin á endastöð“ „Enn einn áfellisdómurinn yfir stjórnsýslu borgarinnar“ Staðfestir niðurfellingu rannsóknar á blaðamönnunum Áfellisdómur á stjórnsýslu borgarinnar og meintur fjárdráttur Að minnsta kosti þrettán milljónir og „einbeittur brotavilji“ Sjá meira
Dagur íslenskrar tónlistar er á morgun og líkt og í fyrra verður margt um dýrðir að því tilefni. Verkefnið Syngjum Saman sem hrundið var af stokkunum í fyrra verður nú endurtekið þar sem landsmenn allir geta kveikt á útvarpinu og sungið með þremur skemmtilegum lögum. Þar sem að Dagur íslenskrar tónlistar lendir á laugardegi í ár verður hann haldinn hátíðlegur í dag, svo að sem flestir geti tekið þátt - þar með taldir skólar og tónmenntaskólar sem voru hvað litríkastir í fyrra en þá vakti verkefnið mikla lukku um land allt og voru viðbrögð framar vonum. Sérstök athöfn verður í Hörpu klukkan 11 í dag þar sem þrjú lög verða í brennidepli og er þjóðin hvött til að syngja með þeim. Lögin sem valin voru til leiks eru: Jólakötturinn eftir Ingibjörgu Þorbergs Spáðu í mig eftir Megas Á Sprengisandi eftir Sigvalda Kaldalóns við ljóð Gríms Thomsen. Útvarpsstöðvar landsins verða allar með útsendingu frá athöfninni í Hörpu. Hér á Vísi er hægt að hlusta á Bylgjuna, X977 og FM957 í beinni og hvetjum við alla lesendur til að vera með og hlusta. Hlusta á Bylgjuna í beinni hér Hlusta á FM957 í beinni hér Hlusta á X977 í beinni hér Hlusta á LéttBylgjuna (Jólastöðina) í beinni hér Í fyrra var haldin samkeppni á Facebook-síðu Syngjum Saman um skemmtilegasta myndbandið af syngjandi fólki og voru það nemendur Sjálandsskóla, Alþjóðaskólans og leikskólans Sjálands sem báru sigur úr býtum með myndbandinum sem hægt er að horfa á hér fyrir ofan. Samkeppnin verður haldin aftur nú í ár og eru söngglaðir Íslendingar hvattir til að senda inn myndbönd á Facebook-síðu Syngjum saman. Í Hörpu verða einnig veitt sérstök verðlaun - Lítill fugl - fyrir fjölmiðlamann/konu sem hefur þótt styðja vel við íslenska tónlist í gegnum tíðina. Jafnframt munu forsvaramenn Íslensku tónlistarverðlaunanna kynna tilnefningar til verðlaunanna ásamt því að boðið verður upp á lifandi tónlist. Textar og gítargrip laganna þriggja eru aðgengileg á Facebooksíðu Syngjum Saman og er því ekkert því til fyrirstöðu að syngja með alþjóð núna klukkan ellefu. Dagskráin í Hörpu: 11.03 Ræða formanns Samtóns 11.07 Kjartan Ólafs afhendir fjölmiðlamanni Lítinnn Fugl fyrir stuðning við íslenska tónlist. 11.10 Fjölmiðlamaður þakkar fyrir sig. 11.15. Sungið saman, Jólakötturinn, Spáðu í mig og Á Sprengisandi. 11. 30. Kynntar tilnefningar til Íslensku tónlistarverðlaunanna. 11. 50. Formlegri dagskrá lokið.
Dagur íslenskrar tónlistar Mest lesið Svarar gagnrýni á að Listaháskólinn útiloki ákveðna hópa Innlent Marilyn Manson verður ekki ákærður Erlent Íhugar formannsframboð Innlent „Ég get horft í augun á ykkur“ Innlent Fjórir fluttir með þyrlu eftir árekstur Innlent Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Innlent Sakleysi dætranna hafi gufað upp Innlent Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Innlent Sindri grunaður um fjárdrátt Innlent Ellert B. Schram er fallinn frá Innlent Fleiri fréttir Svarar gagnrýni á að Listaháskólinn útiloki ákveðna hópa Íhugar formannsframboð Lögðu fram tilboð sem var ekki svarað Fjórir fluttir með þyrlu eftir árekstur Guðrún íhugar framboð og Guinness-æði skekur íslenska djammið Lýsa yfir miklum vonbrigðum með stöðu viðræðna „Ég get horft í augun á ykkur“ Eldur í bíl í Strýtuseli Valt inn á byggingarsvæði eftir árekstur við strætó Anna, Anna og Sveinbjörn aðstoða ríkisstjórnina Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Ellert B. Schram er fallinn frá „Það á auðvitað að fara að lögum“ Segir borgina hafa unnið að lausn mála hjá Maríuborg um nokkurt skeið Maðurinn hafi talið sig vera að fara að hitta stúlku á fermingaraldri Boða til allsherjarfundar samninganefnda Kennarasambandsins Lögregla rannsakar tálbeituaðgerð ungmenna Grjóthörð sparnaðarráð til Kristrúnar með ástarkveðju frá FA Lenti í kófi og ók í veg fyrir tvo vörubíla Óttast að íbúar utan Reykjavíkur festist í gistiskýlunum Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Farinn af vettvangi en fannst með áverka stuttu síðar Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Viss um sigurinn en óviss um að komast inn á landsfundinn „Við erum algjörlega komin á endastöð“ „Enn einn áfellisdómurinn yfir stjórnsýslu borgarinnar“ Staðfestir niðurfellingu rannsóknar á blaðamönnunum Áfellisdómur á stjórnsýslu borgarinnar og meintur fjárdráttur Að minnsta kosti þrettán milljónir og „einbeittur brotavilji“ Sjá meira