Austurríki gæti verið viðkomustaður Formúlu 1 2013 Birgir Þór Harðarson skrifar 9. desember 2012 20:31 Helmut Marko hefur verið ráðgjafi Red Bull í kappakstursmálum síðan orkudrykkjaframleiðandinn keypti Jaguar-liðið árið 2005. Hann hefur margsinnis fagnað með Vettel á verðlaunapallinum. nordicphotos/afp Það gæti allt eins farið svo að aukamótið á dagatali Formúlu 1 á næsta ári verið í Austurríki en ekki í Tyrklandi. Framtíð kappakstursins í Tyrklandi er nú í höndum ríkisstjórnar Tyrklands sem mun taka ákvörðun um fjárframlög til mótshaldsins fyrir áramót. Helmut Marko, sérlegur ráðgjafi Red Bull fyrirtækisins í kappakstursmálum, sagði við austurrískt dagblað að Red Bull hefði bent FIA á að kappakstursbraut Red Bull í Austurríki, Red Bull Ring, hefði öll tilskilin leyfi til að halda Formúla 1-kappakstur. Red Bull Ring-brautin hefur áður verið notuð í Formúlu 1 undir ýmsum nöfnum og í ýmsum myndum. Síðast var keppt þar árið 2003 þegar brautin hét A1 Ring. Red Bull-orkudrykkjaframleiðandinn austurríski keypti brautina og hefur betrumbætt hana talsvert. Það gæti hins vegar reynst flókið að koma Formúlu 1 í fjallahéruð Austurríkis á ný því svæðið annar alls ekki þeim áhorfendaskara sem flykkist á hvert einasta mót. Bæði eru ekki næg hótelrými fyrir allan þennan fjölda og Red Bull hefur gert samning við héraðstjórnina í Styríu um að halda ekki íþróttamót þar sem fleiri en 40.000 áhorfendur mæta. Marko, sem rekur hótel í Graz; stærstu borg héraðsins, segist ekki hafa áhyggjur af þessu enda væri þetta auðleysanlegt vandamál. Hann var einnig spurður um hvernig mótið yrði fjármagnað og svaraði því til að hérðasstjórnin í Styríu og ríkisstjórnin í Austurríki myndu veita nægilegt fjármagn til að halda mótið. "Bíðum bara og sjáum," var svar Marko þegar hann var spurður hvort það væri réttlætanlegt að evrópsk stjórnvöld styddu kappakstursmót í miðri efnahagskreppu. Ef mótshaldarar sýna fram á að mótið geti farið fram er það undir Bernie Ecclestone að ákveða hvort það fari á dagskrá Formúlu 1. Ecclestone og Dietrich Mateschitz, stofnandi Red Bull-fyrirtækisins, eru góðir vinir. Mateschitz er samkvæmt heimildum BBC í fríi á Fiji-eyjum í Kyrrahafinu fram undir jól. Enn er óvist um hvort ríkisstjórn Tyrklands vilji styrkja kappakstur þar á næsta ári en hreift var við dagskránni fyrr í þessum mánuði til að koma tuttugu mótum á dagatalið í stað nítján. Tuttugasta mótið á að fara fram í Evrópu þann 21. júlí 2013.Síðast var keppt í Austurríki árið 2003. Formúla Tengdar fréttir Ecclestone: Ég er ekki orðinn of gamall Bernie Ecclestone, alráður í Formúlu 1, svaraði Luca di Montezemolo, framkvæmdastjóra Ferrari-bílaverksmiðjanna, fullum hálsi eftir að hafa frétt frá Luca að hann væri orðinn of gamall til að stjórna Formúlu 1. Hann segist ekkert ætla að slaka á. 6. desember 2012 06:00 Ferrari: Ecclestone er orðinn of gamall Framkvændastjóri Ferrari-bílaverksmiðjanna, Luca di Montezemolo, segir Bernie Ecclestone vera orðinn of gamall til að stjórna Formúlu 1. Bernie, alráður í Formúlu 1, er 82 ára gamall. 4. desember 2012 00:01 Útlit fyrir 20 mót á næsta ári Dagatal Formúlu 1 á næsta ári hefur verið breytt örlítið til að hægt sé að koma nýjum kappakstri fyrir í miðjum júlí. Þetta, ásamt nokkrum breytingum á keppnisreglum, var staðfest í dag af alþjóðlega mótorsportráðinu. 6. desember 2012 06:15 Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Heiðmörk Sport Uppgjörið: KA - KR 4-2 | Akureyringar sendu Vesturbæinga í fallsæti Íslenski boltinn Leik lokið: Víkingur - Fram 2-1 | Gylfi tryggði sigur sem styrkir stöðuna Íslenski boltinn Uppgjörið: Þróttur - HK 2-3 | Mæta Keflavík í úrslitum eftir markaveislu Íslenski boltinn Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 0-3 | Keflvíkingar á leið í úrslitaleikinn Íslenski boltinn Stórmeistarajafntefli í Lundúnum Enski boltinn Fyrrverandi þjálfari Liverpool látinn Enski boltinn Uppgjörið: ÍBV - Afturelding 1-1 | Bæði mörkin skoruð beint úr aukaspyrnu Íslenski boltinn Uppgjörið: Stjarnan - FH 0-0 | Tíðindalítið jafntefli í Garðabæ Íslenski boltinn „Verðum að passa okkur að fara ekki í fórnarlambsgír“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Verstappen vann og Piastri úr leik á fyrsta hring Verstappen á ráspól eftir skrautlega tímatöku Norris fljótastur á síðustu æfingu í Baku Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Reynsluboltar snúa aftur og keyra Cadillac á næsta ári Opinberuðu sambandið með sigurkossi „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Leclerc hélt ekki í við hraðann og Norris náði mögnuðum sigri Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Sjá meira
Það gæti allt eins farið svo að aukamótið á dagatali Formúlu 1 á næsta ári verið í Austurríki en ekki í Tyrklandi. Framtíð kappakstursins í Tyrklandi er nú í höndum ríkisstjórnar Tyrklands sem mun taka ákvörðun um fjárframlög til mótshaldsins fyrir áramót. Helmut Marko, sérlegur ráðgjafi Red Bull fyrirtækisins í kappakstursmálum, sagði við austurrískt dagblað að Red Bull hefði bent FIA á að kappakstursbraut Red Bull í Austurríki, Red Bull Ring, hefði öll tilskilin leyfi til að halda Formúla 1-kappakstur. Red Bull Ring-brautin hefur áður verið notuð í Formúlu 1 undir ýmsum nöfnum og í ýmsum myndum. Síðast var keppt þar árið 2003 þegar brautin hét A1 Ring. Red Bull-orkudrykkjaframleiðandinn austurríski keypti brautina og hefur betrumbætt hana talsvert. Það gæti hins vegar reynst flókið að koma Formúlu 1 í fjallahéruð Austurríkis á ný því svæðið annar alls ekki þeim áhorfendaskara sem flykkist á hvert einasta mót. Bæði eru ekki næg hótelrými fyrir allan þennan fjölda og Red Bull hefur gert samning við héraðstjórnina í Styríu um að halda ekki íþróttamót þar sem fleiri en 40.000 áhorfendur mæta. Marko, sem rekur hótel í Graz; stærstu borg héraðsins, segist ekki hafa áhyggjur af þessu enda væri þetta auðleysanlegt vandamál. Hann var einnig spurður um hvernig mótið yrði fjármagnað og svaraði því til að hérðasstjórnin í Styríu og ríkisstjórnin í Austurríki myndu veita nægilegt fjármagn til að halda mótið. "Bíðum bara og sjáum," var svar Marko þegar hann var spurður hvort það væri réttlætanlegt að evrópsk stjórnvöld styddu kappakstursmót í miðri efnahagskreppu. Ef mótshaldarar sýna fram á að mótið geti farið fram er það undir Bernie Ecclestone að ákveða hvort það fari á dagskrá Formúlu 1. Ecclestone og Dietrich Mateschitz, stofnandi Red Bull-fyrirtækisins, eru góðir vinir. Mateschitz er samkvæmt heimildum BBC í fríi á Fiji-eyjum í Kyrrahafinu fram undir jól. Enn er óvist um hvort ríkisstjórn Tyrklands vilji styrkja kappakstur þar á næsta ári en hreift var við dagskránni fyrr í þessum mánuði til að koma tuttugu mótum á dagatalið í stað nítján. Tuttugasta mótið á að fara fram í Evrópu þann 21. júlí 2013.Síðast var keppt í Austurríki árið 2003.
Formúla Tengdar fréttir Ecclestone: Ég er ekki orðinn of gamall Bernie Ecclestone, alráður í Formúlu 1, svaraði Luca di Montezemolo, framkvæmdastjóra Ferrari-bílaverksmiðjanna, fullum hálsi eftir að hafa frétt frá Luca að hann væri orðinn of gamall til að stjórna Formúlu 1. Hann segist ekkert ætla að slaka á. 6. desember 2012 06:00 Ferrari: Ecclestone er orðinn of gamall Framkvændastjóri Ferrari-bílaverksmiðjanna, Luca di Montezemolo, segir Bernie Ecclestone vera orðinn of gamall til að stjórna Formúlu 1. Bernie, alráður í Formúlu 1, er 82 ára gamall. 4. desember 2012 00:01 Útlit fyrir 20 mót á næsta ári Dagatal Formúlu 1 á næsta ári hefur verið breytt örlítið til að hægt sé að koma nýjum kappakstri fyrir í miðjum júlí. Þetta, ásamt nokkrum breytingum á keppnisreglum, var staðfest í dag af alþjóðlega mótorsportráðinu. 6. desember 2012 06:15 Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Heiðmörk Sport Uppgjörið: KA - KR 4-2 | Akureyringar sendu Vesturbæinga í fallsæti Íslenski boltinn Leik lokið: Víkingur - Fram 2-1 | Gylfi tryggði sigur sem styrkir stöðuna Íslenski boltinn Uppgjörið: Þróttur - HK 2-3 | Mæta Keflavík í úrslitum eftir markaveislu Íslenski boltinn Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 0-3 | Keflvíkingar á leið í úrslitaleikinn Íslenski boltinn Stórmeistarajafntefli í Lundúnum Enski boltinn Fyrrverandi þjálfari Liverpool látinn Enski boltinn Uppgjörið: ÍBV - Afturelding 1-1 | Bæði mörkin skoruð beint úr aukaspyrnu Íslenski boltinn Uppgjörið: Stjarnan - FH 0-0 | Tíðindalítið jafntefli í Garðabæ Íslenski boltinn „Verðum að passa okkur að fara ekki í fórnarlambsgír“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Verstappen vann og Piastri úr leik á fyrsta hring Verstappen á ráspól eftir skrautlega tímatöku Norris fljótastur á síðustu æfingu í Baku Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Reynsluboltar snúa aftur og keyra Cadillac á næsta ári Opinberuðu sambandið með sigurkossi „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Leclerc hélt ekki í við hraðann og Norris náði mögnuðum sigri Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Sjá meira
Ecclestone: Ég er ekki orðinn of gamall Bernie Ecclestone, alráður í Formúlu 1, svaraði Luca di Montezemolo, framkvæmdastjóra Ferrari-bílaverksmiðjanna, fullum hálsi eftir að hafa frétt frá Luca að hann væri orðinn of gamall til að stjórna Formúlu 1. Hann segist ekkert ætla að slaka á. 6. desember 2012 06:00
Ferrari: Ecclestone er orðinn of gamall Framkvændastjóri Ferrari-bílaverksmiðjanna, Luca di Montezemolo, segir Bernie Ecclestone vera orðinn of gamall til að stjórna Formúlu 1. Bernie, alráður í Formúlu 1, er 82 ára gamall. 4. desember 2012 00:01
Útlit fyrir 20 mót á næsta ári Dagatal Formúlu 1 á næsta ári hefur verið breytt örlítið til að hægt sé að koma nýjum kappakstri fyrir í miðjum júlí. Þetta, ásamt nokkrum breytingum á keppnisreglum, var staðfest í dag af alþjóðlega mótorsportráðinu. 6. desember 2012 06:15