Viðskipti erlent

Norðmenn kanna olíuleit og vinnslu við Svalbarða

Norska ríkisstjórnin hefur falið Olíuráði landsins að kanna möguleikana á olíuleit og olíuvinnslu við Svalbarða.

Til stendur að setja Svalbarða á heimsminjaskrá UNESCO og því vill norska stjórnin að kannað verði hvaða áhrif slík ákvörðun myndi hafa á olíuleit og vinnslu við Svalbarða í framtíðinni.

Fjallað er um málið í vikuritinu Teknisk Ugeblad. Þar er segir að einnig verði kannaðir möguleikarnir af því að flytja olíu eða gas í gegnum Svalbarða fari svo að norðurskautssvæðið verði opnað fyrir olíu- og gasvinnslu.

Ivar Vigdenes pólitískur ráðgjafi Olíuráðsins segir að það sé eðlilegt að norsk stjórnvöld kanni framtíðarnot af Svalbarða í tengslum við olíuvinnslu í Barentshafi. Þar á hann við hluti eins og þjónustu og birgðastöðvar fyrir vinnsluna í Barentshafinu.

Þessar hugmyndir norska stjórnvalda eru upp á kant við vilja fjölmargra umhverfisverndarsamtaka sem vilja að Svalbarði og hafsvæðið í kringum hann verði alfarið friðað.

Prófessorinn Johan Petter Barlindhaug sem sæti á í stjórn North Energy segir að ef hafsvæðið austur af Svalbarða verði friðað muni það stríða gegn mikilvægum hagsmunum Norðmanna á þessum slóðum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×