Viðskipti erlent

Nær 5.000 Danir bornir út úr íbúðum sínum í ár

Nær 5.000 Danir hafa verið bornir út úr íbúðum sínum í ár eftir að íbúðirnar voru settar á nauðungaruppboð.

Á vefsíðu börsen segir að alls voru 455 nauðungaruppboð haldin á fasteignum einstaklinga í Danmörku í síðasta mánuði eða nokkru meira en í október þegar uppboðin voru 421 talsins. Að meðaltali hafa 434 nauðungaruppboð verið haldin í hverjum mánuði á þessu ári.

Til samanburðar var fjöldi nauðungaruppboða á fasteignum rúmlega 100 á mánuði árið 2006. Hinsvegar eru þessar tölur langt frá metinu sem var sett árið 1990 en það ár voru nærri 1.700 fasteignir settar á nauðungaruppboð á mánuði að meðaltali.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×