Útlit fyrir 20 mót á næsta ári Birgir Þór Harðarson skrifar 6. desember 2012 06:15 Þessir eru af öllum líkindum á leið til Tyrklands. nordicphotos/afp Dagatal Formúlu 1 á næsta ári hefur verið breytt örlítið til að hægt sé að koma nýjum kappakstri fyrir í miðjum júlí. Þetta, ásamt nokkrum breytingum á keppnisreglum, var staðfest í dag af alþjóðlega mótorsportráðinu. Þýski kappaksturinn var færður um eina helgi til þess að hægt væri að halda mót einhverstaðar í Evrópu 21. júlí. Bernie Ecclestone viðraði fyrr í þessari viku fyrirætlanir sínar um að koma tyrkneska kappakstrinum aftur á dagskrá. Árleg heimsráðstefna FIA er nú haldin í Tyrklandi. Má búast við að í lok þessarar viku verði tilkynnt um tyrkneskan kappakstur á kappakstursbrautinni í Istanbúl. Þar var síðast keppt árið 2010. Á uppköstum af keppnisdagatali ársins 2013 voru aðeins 19 mót í stað 20 eins og í ár, vegna þess að búið var að taka frá dagsetningu fyrir kappakstur í New Jersey í Bandaríkjunum. Það varð hins vegar ljóst í október að brautin þar yrði ekki tilbúin í tæka tíð. Keppnisreglunum hefur verið breytt þannig að nú gildir "force majure"-reglan ekki þegar bíll stoppar á brautinni eftir tímatökur. Dómarar hvers móts hafa nú leyfi til að áætla eldsneytismagnið sem hefði farið í að aka inn á þjónustusvæðið. Lewis Hamilton og Sebastian Vettel fengu báðir að kenna á þessari reglu í sumar. Vettel ók eftirminnilega úr síðasta sæti í Abu Dhabi eftir að hafa verið refsað vegna þessa. Ökumenn mega ekki opna afturvænginn á föstudagsæfingum á næsta ári, nema þar sem það yrði hægt í keppni. Það er gert af öryggisástæðum. Þá verða gerðar strangari öryggiskröfur og tæknileg atriði hafa útfærð. Formúla Tengdar fréttir Ecclestone: Ég er ekki orðinn of gamall Bernie Ecclestone, alráður í Formúlu 1, svaraði Luca di Montezemolo, framkvæmdastjóra Ferrari-bílaverksmiðjanna, fullum hálsi eftir að hafa frétt frá Luca að hann væri orðinn of gamall til að stjórna Formúlu 1. Hann segist ekkert ætla að slaka á. 6. desember 2012 06:00 Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Heiðmörk Sport Uppgjörið: KA - KR 4-2 | Akureyringar sendu Vesturbæinga í fallsæti Íslenski boltinn Leik lokið: Víkingur - Fram 2-1 | Gylfi tryggði sigur sem styrkir stöðuna Íslenski boltinn Uppgjörið: Þróttur - HK 2-3 | Mæta Keflavík í úrslitum eftir markaveislu Íslenski boltinn Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 0-3 | Keflvíkingar á leið í úrslitaleikinn Íslenski boltinn Stórmeistarajafntefli í Lundúnum Enski boltinn Fyrrverandi þjálfari Liverpool látinn Enski boltinn Uppgjörið: ÍBV - Afturelding 1-1 | Bæði mörkin skoruð beint úr aukaspyrnu Íslenski boltinn Uppgjörið: Stjarnan - FH 0-0 | Tíðindalítið jafntefli í Garðabæ Íslenski boltinn „Verðum að passa okkur að fara ekki í fórnarlambsgír“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Verstappen vann og Piastri úr leik á fyrsta hring Verstappen á ráspól eftir skrautlega tímatöku Norris fljótastur á síðustu æfingu í Baku Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Reynsluboltar snúa aftur og keyra Cadillac á næsta ári Opinberuðu sambandið með sigurkossi „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Leclerc hélt ekki í við hraðann og Norris náði mögnuðum sigri Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Sjá meira
Dagatal Formúlu 1 á næsta ári hefur verið breytt örlítið til að hægt sé að koma nýjum kappakstri fyrir í miðjum júlí. Þetta, ásamt nokkrum breytingum á keppnisreglum, var staðfest í dag af alþjóðlega mótorsportráðinu. Þýski kappaksturinn var færður um eina helgi til þess að hægt væri að halda mót einhverstaðar í Evrópu 21. júlí. Bernie Ecclestone viðraði fyrr í þessari viku fyrirætlanir sínar um að koma tyrkneska kappakstrinum aftur á dagskrá. Árleg heimsráðstefna FIA er nú haldin í Tyrklandi. Má búast við að í lok þessarar viku verði tilkynnt um tyrkneskan kappakstur á kappakstursbrautinni í Istanbúl. Þar var síðast keppt árið 2010. Á uppköstum af keppnisdagatali ársins 2013 voru aðeins 19 mót í stað 20 eins og í ár, vegna þess að búið var að taka frá dagsetningu fyrir kappakstur í New Jersey í Bandaríkjunum. Það varð hins vegar ljóst í október að brautin þar yrði ekki tilbúin í tæka tíð. Keppnisreglunum hefur verið breytt þannig að nú gildir "force majure"-reglan ekki þegar bíll stoppar á brautinni eftir tímatökur. Dómarar hvers móts hafa nú leyfi til að áætla eldsneytismagnið sem hefði farið í að aka inn á þjónustusvæðið. Lewis Hamilton og Sebastian Vettel fengu báðir að kenna á þessari reglu í sumar. Vettel ók eftirminnilega úr síðasta sæti í Abu Dhabi eftir að hafa verið refsað vegna þessa. Ökumenn mega ekki opna afturvænginn á föstudagsæfingum á næsta ári, nema þar sem það yrði hægt í keppni. Það er gert af öryggisástæðum. Þá verða gerðar strangari öryggiskröfur og tæknileg atriði hafa útfærð.
Formúla Tengdar fréttir Ecclestone: Ég er ekki orðinn of gamall Bernie Ecclestone, alráður í Formúlu 1, svaraði Luca di Montezemolo, framkvæmdastjóra Ferrari-bílaverksmiðjanna, fullum hálsi eftir að hafa frétt frá Luca að hann væri orðinn of gamall til að stjórna Formúlu 1. Hann segist ekkert ætla að slaka á. 6. desember 2012 06:00 Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Heiðmörk Sport Uppgjörið: KA - KR 4-2 | Akureyringar sendu Vesturbæinga í fallsæti Íslenski boltinn Leik lokið: Víkingur - Fram 2-1 | Gylfi tryggði sigur sem styrkir stöðuna Íslenski boltinn Uppgjörið: Þróttur - HK 2-3 | Mæta Keflavík í úrslitum eftir markaveislu Íslenski boltinn Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 0-3 | Keflvíkingar á leið í úrslitaleikinn Íslenski boltinn Stórmeistarajafntefli í Lundúnum Enski boltinn Fyrrverandi þjálfari Liverpool látinn Enski boltinn Uppgjörið: ÍBV - Afturelding 1-1 | Bæði mörkin skoruð beint úr aukaspyrnu Íslenski boltinn Uppgjörið: Stjarnan - FH 0-0 | Tíðindalítið jafntefli í Garðabæ Íslenski boltinn „Verðum að passa okkur að fara ekki í fórnarlambsgír“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Verstappen vann og Piastri úr leik á fyrsta hring Verstappen á ráspól eftir skrautlega tímatöku Norris fljótastur á síðustu æfingu í Baku Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Reynsluboltar snúa aftur og keyra Cadillac á næsta ári Opinberuðu sambandið með sigurkossi „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Leclerc hélt ekki í við hraðann og Norris náði mögnuðum sigri Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Sjá meira
Ecclestone: Ég er ekki orðinn of gamall Bernie Ecclestone, alráður í Formúlu 1, svaraði Luca di Montezemolo, framkvæmdastjóra Ferrari-bílaverksmiðjanna, fullum hálsi eftir að hafa frétt frá Luca að hann væri orðinn of gamall til að stjórna Formúlu 1. Hann segist ekkert ætla að slaka á. 6. desember 2012 06:00