Gerd Müller treystir sér ekki til að horfa á Messi í kvöld Arnar Björnsson skrifar 5. desember 2012 12:15 Lionel Messi getur í kvöld jafnað eða bætt 40 ára markamet þýska markahróksins Gerds Müller. Nordic Photos / Getty Images Lionel Messi getur í kvöld jafnað eða bætt 40 ára markamet þýska markahróksins Gerds Müller. "Der Bomber" skoraði 85 mörk með Bayern München og Vestur Þýskaland í 60 leikjum árið 1972. Messi er kominn með 84 mörk í 85 leikjum. Gerd Müller er 67 ára og glímir við Alzheimer sjúkdóminn og treystir sér ekki til að mæta á leikinn á Nou Camp í kvöld. Það má finna athyglisverða tölfræði þegar mörk Messi eru skoðuð, 73 þeirra er hann búinn að skora með vinstri fæti, 8 með þeim hægri en aðeins þrisvar hefur Messi skallað boltann í mark mótherjanna. Argentínumaðurinn skiptir mörkum sínum nokkuð bróðurlega á milli heima og útileikja. Hann er búinn að skora 43 mörk á heimavelli, 37 á útivelli og 4 á hlutlausum velli. Messi byrjar oft rólega og hefur aðeins skorað 4 mörk á fyrsta stundarfjórðungi leikjanna en á síðasta korterinu hefur hann skorað 23 mörk. Mótherjum hans gengur illa að ráða við hann í vítateignum en þaðan koma 58 af mörkum hans, 14 þeirra eru vítaspyrnur og aðeins 12 með skotum fyrir utan vítateig. Á undanförnum þremur árum er Messi búinn að skora 203 mörk. Það tæki allt Stokeliðið nærri þrjár og hálfa leiktíð að skora jafnmörg mörk en Stoke var það lið í ensku úrvalsdeildinni sem skoraði fæst mörk á síðustu leiktíð, 36. Lokaumferðinn í riðlakeppni Meistaradeildarinnar verða gerð góð skil á Stöð 2 sport í kvöld. Þorsteinn J. hitar upp fyrir leikina með sérfræðingunum Reyni Leóssyni og Heimi Guðjónssyni – og hefst útsendingin kl. 19.Dagskrá kvöldsins: 19:00 Meistaradeildin – upphitun | Sport 2 | HD 19:30 Chelsea – Nordsjælland | Sport 2 | HD 19:30 Celtic – Spartak Moskva | Sport 4 19:30 Shakhtar – Juventus | Sport 3 21:45 Meistaramörk Meistaradeild Evrópu | Sport 2 | HD Meistaradeild Evrópu Mest lesið Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Enski boltinn Snýr aftur á æfingar eftir 100 daga í burtu Fótbolti Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram Enski boltinn Spilar áfram með Messi í Miami Fótbolti Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Handbolti Spilaði 13 mínútur en var stigahæstur Körfubolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Ungstirnið skallaði meistarana áfram Enski boltinn „Ef við hefðum ekki verið að setja þessi skot þá hefðum við skíttapað“ Körfubolti Hefur aldrei séð svona ofbeldi: „Þetta var allt of mikið“ Sport Fleiri fréttir Spilar áfram með Messi í Miami Snýr aftur á æfingar eftir 100 daga í burtu Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Ungstirnið skallaði meistarana áfram Vålerenga úr leik eftir tap fyrir stöllum Glódísar Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram Varði fjögur víti til að tryggja PSG titilinn Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur Fjórir frá hjá Blikum á morgun Benítez lét Sverri byrja og flaug áfram í bikarnum KSÍ missti af meira en milljarði króna City sagt ætla að keppa við Liverpool og United um Semenyo Nígeríumenn halda HM-draumnum á lífi með kvörtun til FIFA Man United ósátt við Marokkó og FIFA „Fyrir mér er Flamengo stærra en Real Madrid“ Átta þúsund krónur fyrir miða á úrslitaleik HM í stað 529 þúsund Sú besta í heimi komst ekki á blað hjá íslenska landsliðsþjálfaranum Sápan trolluð: „Þetta er þessi klikkhaus með röddina“ Félag Arnórs Ingva og Ísaks seldi þjálfara sinn Öðruvísi lið en áður hafa sóst í Frey: „Vita hvar ég stend“ Stjarnan fór í dulargervi: Setti stuðningsmann United á óþekka listann Milljarðs evra munur á liðunum: Börsungar lentu í brasi gegn þriðju deildar liði Garnacho skaut Chelsea áfram í undanúrslit Sjáðu flottasta mark í heimi árið 2025 Bonmatí og Dembele best í heimi Vísa á bug fullyrðingum Bruno sem hafa valdið fjaðrafoki Rodgers tekinn til starfa í Sádi-Arabíu Gestgjafar HM bjóða Íslandi heim í leik Hlaut 21 árs dóm fyrir að aka inn í skrúðgönguna í Liverpool Mbappé vann PSG og fær níu milljarða Sjá meira
Lionel Messi getur í kvöld jafnað eða bætt 40 ára markamet þýska markahróksins Gerds Müller. "Der Bomber" skoraði 85 mörk með Bayern München og Vestur Þýskaland í 60 leikjum árið 1972. Messi er kominn með 84 mörk í 85 leikjum. Gerd Müller er 67 ára og glímir við Alzheimer sjúkdóminn og treystir sér ekki til að mæta á leikinn á Nou Camp í kvöld. Það má finna athyglisverða tölfræði þegar mörk Messi eru skoðuð, 73 þeirra er hann búinn að skora með vinstri fæti, 8 með þeim hægri en aðeins þrisvar hefur Messi skallað boltann í mark mótherjanna. Argentínumaðurinn skiptir mörkum sínum nokkuð bróðurlega á milli heima og útileikja. Hann er búinn að skora 43 mörk á heimavelli, 37 á útivelli og 4 á hlutlausum velli. Messi byrjar oft rólega og hefur aðeins skorað 4 mörk á fyrsta stundarfjórðungi leikjanna en á síðasta korterinu hefur hann skorað 23 mörk. Mótherjum hans gengur illa að ráða við hann í vítateignum en þaðan koma 58 af mörkum hans, 14 þeirra eru vítaspyrnur og aðeins 12 með skotum fyrir utan vítateig. Á undanförnum þremur árum er Messi búinn að skora 203 mörk. Það tæki allt Stokeliðið nærri þrjár og hálfa leiktíð að skora jafnmörg mörk en Stoke var það lið í ensku úrvalsdeildinni sem skoraði fæst mörk á síðustu leiktíð, 36. Lokaumferðinn í riðlakeppni Meistaradeildarinnar verða gerð góð skil á Stöð 2 sport í kvöld. Þorsteinn J. hitar upp fyrir leikina með sérfræðingunum Reyni Leóssyni og Heimi Guðjónssyni – og hefst útsendingin kl. 19.Dagskrá kvöldsins: 19:00 Meistaradeildin – upphitun | Sport 2 | HD 19:30 Chelsea – Nordsjælland | Sport 2 | HD 19:30 Celtic – Spartak Moskva | Sport 4 19:30 Shakhtar – Juventus | Sport 3 21:45 Meistaramörk Meistaradeild Evrópu | Sport 2 | HD
Meistaradeild Evrópu Mest lesið Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Enski boltinn Snýr aftur á æfingar eftir 100 daga í burtu Fótbolti Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram Enski boltinn Spilar áfram með Messi í Miami Fótbolti Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Handbolti Spilaði 13 mínútur en var stigahæstur Körfubolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Ungstirnið skallaði meistarana áfram Enski boltinn „Ef við hefðum ekki verið að setja þessi skot þá hefðum við skíttapað“ Körfubolti Hefur aldrei séð svona ofbeldi: „Þetta var allt of mikið“ Sport Fleiri fréttir Spilar áfram með Messi í Miami Snýr aftur á æfingar eftir 100 daga í burtu Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Ungstirnið skallaði meistarana áfram Vålerenga úr leik eftir tap fyrir stöllum Glódísar Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram Varði fjögur víti til að tryggja PSG titilinn Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur Fjórir frá hjá Blikum á morgun Benítez lét Sverri byrja og flaug áfram í bikarnum KSÍ missti af meira en milljarði króna City sagt ætla að keppa við Liverpool og United um Semenyo Nígeríumenn halda HM-draumnum á lífi með kvörtun til FIFA Man United ósátt við Marokkó og FIFA „Fyrir mér er Flamengo stærra en Real Madrid“ Átta þúsund krónur fyrir miða á úrslitaleik HM í stað 529 þúsund Sú besta í heimi komst ekki á blað hjá íslenska landsliðsþjálfaranum Sápan trolluð: „Þetta er þessi klikkhaus með röddina“ Félag Arnórs Ingva og Ísaks seldi þjálfara sinn Öðruvísi lið en áður hafa sóst í Frey: „Vita hvar ég stend“ Stjarnan fór í dulargervi: Setti stuðningsmann United á óþekka listann Milljarðs evra munur á liðunum: Börsungar lentu í brasi gegn þriðju deildar liði Garnacho skaut Chelsea áfram í undanúrslit Sjáðu flottasta mark í heimi árið 2025 Bonmatí og Dembele best í heimi Vísa á bug fullyrðingum Bruno sem hafa valdið fjaðrafoki Rodgers tekinn til starfa í Sádi-Arabíu Gestgjafar HM bjóða Íslandi heim í leik Hlaut 21 árs dóm fyrir að aka inn í skrúðgönguna í Liverpool Mbappé vann PSG og fær níu milljarða Sjá meira