Slitastjórn gamla Landsbankans er við það að ljúka við sölu á Aurum Holding. Samkvæmt heimildum Vísis hafa viðræður um söluna staðið yfir um skeið að undanförnu og tímaspursmál hvenær málin verði kláruð endanlega. Fyrirtækið sem slitastjórnin á í viðræðum við heitir Apollo og er eignarhaldsfélag sem á meðal annars nokkrar skartgripakeðjur.
Breska blaðið Telegraph fjallaði um söluferlið á Aurum á sunnudag fyrir viku. Þar kom fram að líklegt söluverðmæti fyrirtækisins er um 180 milljónir sterlingspunda, eða um 36 milljarðar króna. Sú upphæð samsvarar sexföldum rekstrarhagnaði fyrirtækisins í ár.
Aurum Holding rekur úra- og skartgripaverslanakeðjurnar Goldsmiths og Mappin & Webb. Fyrirtækið var upphaflega í eigu Baugs Group, en slitastjórn Landsbankans tók fyrirtækið yfir þegar Baugur fór í þrot.
Slitastjórnin að klára söluna á Aurum
Jón Hákon Halldórsson skrifar

Mest lesið

Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura
Viðskipti innlent

Að tilkynna vinnufélaga til lögreglu
Atvinnulíf

Kínverjar svara fyrir sig og hækka enn tolla á bandarískar vörur
Viðskipti erlent

Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka
Viðskipti innlent

Órói á mörkuðum heldur áfram og gullverð aldrei hærra
Viðskipti erlent

Icelandair skrúfar fyrir fría gosið
Viðskipti innlent

Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira
Viðskipti innlent


