Viðskipti erlent

Heimsmarkaðsverð á olíu hækkar að nýju

Heimsmarkaðsverð á olíu fer hækkandi að nýju og er tunnan af Brentolíunni komin í 109,5 dollara. Á föstudaginn var kostaði tunnan hinsvegar innan við 107 dollara. Tunnan af bandarísku léttolíunni er komin yfir 88 dollara og hefur hækkað um 0,5% frá því í gær.

Það sem einkum veldur þessum verðhækkunum er að samkomulag virðist í sjónmáli milli Barack Obama Bandaríkjaforseta og bandaríska þingsins um fjárlög næsta árs. Þar með verði komið í veg fyrir svokallað fjárlagaþverhnípi sem þýtt hefði kreppu í Bandaríkjunum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×