Teitur Örlygsson: Bölvun fylgdi þessum KR leik Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 19. desember 2012 09:22 Guðbjörg Norðfjörð og Hannes S. Jónsson við dráttinn í gær. Mynd/Stefán Stjarnan tekur á móti ÍR í átta liða úrslitum Powerade-bikars karla en dregið var í gær. Teitur Örlygsson, þjálfari Stjörnunnar, var ánægður með dráttinn. „Mér líst mjög vel á þetta. Það er frábært að fá heimaleik og ekki hægt að biðja um meira í átta liða úrslitum," segir Teitur sem ber fulla virðingu fyrir Breiðhyltingum. „Þetta er andstæðingur sem getur verið stórhættulegur. ÍR getur átt dúndurleiki og þess á milli hafa þeir dottið niður. Við höfum reyndar gert það líka," segir Teitur. Landsliðskappinn fyrrverandi viðurkennir að hann hafi verið ánægður að mæta ekki einu af „stóru liðunum" í átta liða úrslitum. „Það hefði verið hryllingur. Ég hefði ekki viljað mæta Snæfelli á útivelli til dæmis. Það er klárlega betra að fá heimaleik. Nú er komið langt inn í keppni og þú verður að vinna alla ætlir þú að eiga eitthvað skilið," segir Teitur. Stjarnan vann bikarinn afar óvænt árið 2009 eftir sigur á stjörnuprýddu liði KR. Blaðamaður spyr hvort sá leikur sé ekki sérstaklega eftirminnilegur því sigurinn í bikarnum hafi komið karlaliði Stjörnunnar á kortið. „Að vissu leyti er það rétt en síðan hefur hvorki gengið né rekið. Það var einhver bölvun sem fylgdi þessum leik. Þetta er í fyrsta skipti í þrjú ár sem við erum með í bikarnum eftir áramótin. Við höfum dottið út í 16-liða og 32-liða úrslitum þrjú ár í röð og alltaf lent á móti úrvalsdeildarliðum. Það hefur reyndar líka gerst í ár því við erum búnir að slá út tvö úrvalsdeildarlið svo engin breyting er á því," segir Teitur og bætir við að Stjarnan hafi sett sér takmark fyrir tímabilið að láta ekki sparka sér úr bikarnum snemma. Teitur segir minningarnar frá 2009 vissulega sætar. „Já en við vitum líka hvað þetta er leiðinlegt síðustu þrjú ár að fá ekki að vera með í þessu og detta í þessi hlé eftir áramótin. Við ætlum okkur langt í þessari keppni," segir Teitur. Dominos-deild karla Tengdar fréttir Keflavík tekur á móti Njarðvík | Búið að draga í átta liða úrslit bikarsins Bikarmeistarar Keflavíkur mæta Njarðvík í átta liða úrslitum Powerade-bikars karla. Dregið var í karla- og kvennaflokki í dag. 18. desember 2012 13:19 Mest lesið Dauðaslys í maraþonhlaupi Sport Öðruvísi lið en áður hafa sóst í Frey: „Vita hvar ég stend“ Fótbolti Hefur aldrei séð svona ofbeldi: „Þetta var allt of mikið“ Sport Enginn blóðugur en einn brjálaður á HM í kvöld Sport Stjarnan fór í dulargervi: Setti stuðningsmann United á óþekka listann Enski boltinn New York Knicks vann titil í nótt Körfubolti Garnacho skaut Chelsea áfram í undanúrslit Enski boltinn Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Viktor Gísli stóð vaktina er fullkomið gengi Börsunga hélt áfram Handbolti Félag Arnórs Ingva og Ísaks seldi þjálfara sinn Fótbolti Fleiri fréttir New York Knicks vann titil í nótt Umfjöllun: Keflavík 97 - 84 Ármann | Sannfærandi sigur heimakvenna Martin áfram í sextán liða úrslit Meistaradeildarinnar Valskonur ekki í neinum vandræðum á heimavelli Segir að Keflvíkingar hafi ekki þolað gott umtal Yngstur í sögu NBA til að skora fjörutíu stig Stjarnan jók á raunir Álftaness og Valsmenn slógu ÍR-inga út „Auðvitað var þetta sjokk“ Skór sem Jordan notaði seldust á tæplega níutíu milljónir Sagði fyrst nei við beiðni Kjartans: „Menn hálf skammast sín“ Breyttist úr hetju í skúrk: Rekinn út af fyrir að ögra LeBron „Troðslan sem þið sjáið núna verður ekki toppuð“ Tindastóll, Keflavík og KR brunuðu áfram í bikarnum Hilmar með frábærar mínútur og risaþrist í dramatískum sigri Aftur og nýbúnir en núna í bikarnum KR, Aþena og Tindastóll örugglega áfram í bikarnum Íslandsmeistararnir unnu bikarmeistarana í framlengingu Elvar leiddi liðið til sigurs Tryggvi lét mest til sín taka Wembanyama sneri aftur í sigri gegn meisturunum Jónína Þórdís gældi við þrennuna og Ármann fór áfram í bikarnum Sara Rún með sigurkörfuna í ótrúlegri endurkomu Keflavíkur Kjartan Atli lætur af störfum Körfuboltakvöld í áfalli yfir vörn Álftaness: „Bara kjánalegt að horfa á þetta“ Curry sneri aftur með miklum látum Uppgjörið:Njarðvík - Þór Þorlákshöfn 92-93| Stigin til Þorlákshafnar eftir háspennu Álftanes - Tindastóll 78-137 | Metin slegin í stórsigri Stólanna „Get ekki verið fúll út í mína menn“ Fyrsti sigurinn í rúman mánuð: „Sýndum í dag að við erum með gott lið“ Uppgjörið: KR - ÍR 102-96 | Langþráður KR-sigur Sjá meira
Stjarnan tekur á móti ÍR í átta liða úrslitum Powerade-bikars karla en dregið var í gær. Teitur Örlygsson, þjálfari Stjörnunnar, var ánægður með dráttinn. „Mér líst mjög vel á þetta. Það er frábært að fá heimaleik og ekki hægt að biðja um meira í átta liða úrslitum," segir Teitur sem ber fulla virðingu fyrir Breiðhyltingum. „Þetta er andstæðingur sem getur verið stórhættulegur. ÍR getur átt dúndurleiki og þess á milli hafa þeir dottið niður. Við höfum reyndar gert það líka," segir Teitur. Landsliðskappinn fyrrverandi viðurkennir að hann hafi verið ánægður að mæta ekki einu af „stóru liðunum" í átta liða úrslitum. „Það hefði verið hryllingur. Ég hefði ekki viljað mæta Snæfelli á útivelli til dæmis. Það er klárlega betra að fá heimaleik. Nú er komið langt inn í keppni og þú verður að vinna alla ætlir þú að eiga eitthvað skilið," segir Teitur. Stjarnan vann bikarinn afar óvænt árið 2009 eftir sigur á stjörnuprýddu liði KR. Blaðamaður spyr hvort sá leikur sé ekki sérstaklega eftirminnilegur því sigurinn í bikarnum hafi komið karlaliði Stjörnunnar á kortið. „Að vissu leyti er það rétt en síðan hefur hvorki gengið né rekið. Það var einhver bölvun sem fylgdi þessum leik. Þetta er í fyrsta skipti í þrjú ár sem við erum með í bikarnum eftir áramótin. Við höfum dottið út í 16-liða og 32-liða úrslitum þrjú ár í röð og alltaf lent á móti úrvalsdeildarliðum. Það hefur reyndar líka gerst í ár því við erum búnir að slá út tvö úrvalsdeildarlið svo engin breyting er á því," segir Teitur og bætir við að Stjarnan hafi sett sér takmark fyrir tímabilið að láta ekki sparka sér úr bikarnum snemma. Teitur segir minningarnar frá 2009 vissulega sætar. „Já en við vitum líka hvað þetta er leiðinlegt síðustu þrjú ár að fá ekki að vera með í þessu og detta í þessi hlé eftir áramótin. Við ætlum okkur langt í þessari keppni," segir Teitur.
Dominos-deild karla Tengdar fréttir Keflavík tekur á móti Njarðvík | Búið að draga í átta liða úrslit bikarsins Bikarmeistarar Keflavíkur mæta Njarðvík í átta liða úrslitum Powerade-bikars karla. Dregið var í karla- og kvennaflokki í dag. 18. desember 2012 13:19 Mest lesið Dauðaslys í maraþonhlaupi Sport Öðruvísi lið en áður hafa sóst í Frey: „Vita hvar ég stend“ Fótbolti Hefur aldrei séð svona ofbeldi: „Þetta var allt of mikið“ Sport Enginn blóðugur en einn brjálaður á HM í kvöld Sport Stjarnan fór í dulargervi: Setti stuðningsmann United á óþekka listann Enski boltinn New York Knicks vann titil í nótt Körfubolti Garnacho skaut Chelsea áfram í undanúrslit Enski boltinn Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Viktor Gísli stóð vaktina er fullkomið gengi Börsunga hélt áfram Handbolti Félag Arnórs Ingva og Ísaks seldi þjálfara sinn Fótbolti Fleiri fréttir New York Knicks vann titil í nótt Umfjöllun: Keflavík 97 - 84 Ármann | Sannfærandi sigur heimakvenna Martin áfram í sextán liða úrslit Meistaradeildarinnar Valskonur ekki í neinum vandræðum á heimavelli Segir að Keflvíkingar hafi ekki þolað gott umtal Yngstur í sögu NBA til að skora fjörutíu stig Stjarnan jók á raunir Álftaness og Valsmenn slógu ÍR-inga út „Auðvitað var þetta sjokk“ Skór sem Jordan notaði seldust á tæplega níutíu milljónir Sagði fyrst nei við beiðni Kjartans: „Menn hálf skammast sín“ Breyttist úr hetju í skúrk: Rekinn út af fyrir að ögra LeBron „Troðslan sem þið sjáið núna verður ekki toppuð“ Tindastóll, Keflavík og KR brunuðu áfram í bikarnum Hilmar með frábærar mínútur og risaþrist í dramatískum sigri Aftur og nýbúnir en núna í bikarnum KR, Aþena og Tindastóll örugglega áfram í bikarnum Íslandsmeistararnir unnu bikarmeistarana í framlengingu Elvar leiddi liðið til sigurs Tryggvi lét mest til sín taka Wembanyama sneri aftur í sigri gegn meisturunum Jónína Þórdís gældi við þrennuna og Ármann fór áfram í bikarnum Sara Rún með sigurkörfuna í ótrúlegri endurkomu Keflavíkur Kjartan Atli lætur af störfum Körfuboltakvöld í áfalli yfir vörn Álftaness: „Bara kjánalegt að horfa á þetta“ Curry sneri aftur með miklum látum Uppgjörið:Njarðvík - Þór Þorlákshöfn 92-93| Stigin til Þorlákshafnar eftir háspennu Álftanes - Tindastóll 78-137 | Metin slegin í stórsigri Stólanna „Get ekki verið fúll út í mína menn“ Fyrsti sigurinn í rúman mánuð: „Sýndum í dag að við erum með gott lið“ Uppgjörið: KR - ÍR 102-96 | Langþráður KR-sigur Sjá meira
Keflavík tekur á móti Njarðvík | Búið að draga í átta liða úrslit bikarsins Bikarmeistarar Keflavíkur mæta Njarðvík í átta liða úrslitum Powerade-bikars karla. Dregið var í karla- og kvennaflokki í dag. 18. desember 2012 13:19