Segir Glitni hafa verið betur tryggðan eftir viðskiptin Jón Hákon Halldórsson skrifar 16. desember 2012 17:52 Jón Ásgeir Jóhannesson hefur verið ákærður fyrir aðild að Aurum málinu. Vísir leitaði viðbragða frá Jóni Ásgeiri Jóhannessyni vegna ákæru sérstaks saksóknara í Aurum-málinu, en ákæran var birt opinberlega í dag. Jón Ásgeir vísaði á svar sitt í Fréttablaðinu á föstudaginn og sagði engu við það að bæta. Í yfirlýsingunni sagði Jón Ásgeir að Aurum málið væri skáldað sakamál. Hann segir að sakarefni sem á sig eru borin standist ekki skoðun. Orðrétt segir Jón Ásgeir: „1 Glitnir var betur tryggður eftir viðskiptin en fyrir. Það sjá allir sem málið skoða. 2 Fons var vel gjaldfært þegar samningur var gerður samkvæmt úttekt. 3 Þú Blá Sól ehf. gerði samning við Fons, ekki Glitni. 4 Aurum hefur staðið undir því verðmæti sem notað var sem viðmið. 5 Það er fáránlegt að halda því fram að við, sem stærstu eigendur Glitnis á þessum tíma, hefðum hag af því að skaða bankann. 6 milljarða tap hefði kostað okkur í kringum 16 milljarða í markaðsvirði. 6 Ég tók þátt í því að koma á góðum viðskiptum fyrir Glitni. Menn geta endalaust rifist um verðmat, en það er óumdeilt að Aurum var selt í síðustu viku á 36 milljarða. Það er mun hærra verð en saksóknari notar í verðmati i ákæru." Þá segist hann hafa verið „ofsóttur af yfirvöldum" í áratug. „Ég er dapur yfir því að hafa verið ofsóttur af yfirvöldum í 10 ár. Frá ágúst 2002 hef ég haft stöðu grunaðs manns hjá íslenskum yfirvöldum. Það er þungbært fyrir mig og mína fjölskyldu. Margir segja að aðkoma mín að útgáfu Fréttablaðsins sé ástæðan fyrir því en það er óumdeilt að ofsóknir gegn mér byrjuðu á sama tíma. Það þekkja allir sögu tölvupósta fyrrum ritstjóra Morgunblaðsins þar sem yfirvöld voru hvött til aðgerða gegn mér og mínum. Það að ákæra mann sem er með mál í dómi, Lárus Welding, er eins ómanneskjulegt og hægt er að hugsa sér. Það er mýta að efnahagsbrot séu flókin. Það hins vegar tekur tíma að skálda upp sakamál. Það er einmitt að gerast í þessu máli og öðrum," sagði Jón Ásgeir orðrétt. Fréttastofa Stöðvar 2 og Vísis leitaði einnig viðbragða frá Gesti Jónssyni, lögmanni Jóns Ásgeirs, og Ólafi Þ. Haukssyni, sérstökum saksóknara, en þeir vilja ekki tjá sig fyrr en ákæran verður þingfest í byrjun janúar. Aurum Holding málið Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent Fleiri fréttir Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Sjá meira
Vísir leitaði viðbragða frá Jóni Ásgeiri Jóhannessyni vegna ákæru sérstaks saksóknara í Aurum-málinu, en ákæran var birt opinberlega í dag. Jón Ásgeir vísaði á svar sitt í Fréttablaðinu á föstudaginn og sagði engu við það að bæta. Í yfirlýsingunni sagði Jón Ásgeir að Aurum málið væri skáldað sakamál. Hann segir að sakarefni sem á sig eru borin standist ekki skoðun. Orðrétt segir Jón Ásgeir: „1 Glitnir var betur tryggður eftir viðskiptin en fyrir. Það sjá allir sem málið skoða. 2 Fons var vel gjaldfært þegar samningur var gerður samkvæmt úttekt. 3 Þú Blá Sól ehf. gerði samning við Fons, ekki Glitni. 4 Aurum hefur staðið undir því verðmæti sem notað var sem viðmið. 5 Það er fáránlegt að halda því fram að við, sem stærstu eigendur Glitnis á þessum tíma, hefðum hag af því að skaða bankann. 6 milljarða tap hefði kostað okkur í kringum 16 milljarða í markaðsvirði. 6 Ég tók þátt í því að koma á góðum viðskiptum fyrir Glitni. Menn geta endalaust rifist um verðmat, en það er óumdeilt að Aurum var selt í síðustu viku á 36 milljarða. Það er mun hærra verð en saksóknari notar í verðmati i ákæru." Þá segist hann hafa verið „ofsóttur af yfirvöldum" í áratug. „Ég er dapur yfir því að hafa verið ofsóttur af yfirvöldum í 10 ár. Frá ágúst 2002 hef ég haft stöðu grunaðs manns hjá íslenskum yfirvöldum. Það er þungbært fyrir mig og mína fjölskyldu. Margir segja að aðkoma mín að útgáfu Fréttablaðsins sé ástæðan fyrir því en það er óumdeilt að ofsóknir gegn mér byrjuðu á sama tíma. Það þekkja allir sögu tölvupósta fyrrum ritstjóra Morgunblaðsins þar sem yfirvöld voru hvött til aðgerða gegn mér og mínum. Það að ákæra mann sem er með mál í dómi, Lárus Welding, er eins ómanneskjulegt og hægt er að hugsa sér. Það er mýta að efnahagsbrot séu flókin. Það hins vegar tekur tíma að skálda upp sakamál. Það er einmitt að gerast í þessu máli og öðrum," sagði Jón Ásgeir orðrétt. Fréttastofa Stöðvar 2 og Vísis leitaði einnig viðbragða frá Gesti Jónssyni, lögmanni Jóns Ásgeirs, og Ólafi Þ. Haukssyni, sérstökum saksóknara, en þeir vilja ekki tjá sig fyrr en ákæran verður þingfest í byrjun janúar.
Aurum Holding málið Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent Fleiri fréttir Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Sjá meira