Jón Arnór og Helena valin körfuknattleiksfólk ársins 2012 Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 14. desember 2012 17:00 Mynd/KKÍ.is Jón Arnór Stefánsson og Helena Sverrisdóttir hafa verið valin körfuknattleiksmaður og körfuknattleikskona ársins 2012 af KKÍ. Þetta er í níunda sinn sem Jón Arnór er valinn en Helena hefur nú alls átta sinnum verð valin og það átta sinnum í röð. Körfuknattleikskona og maður ársins 2012 voru valin af stjórn, starfsmönnum, afreksnefnd og landsliðþjálfurum (yngri landsliða og A-landsliða) KKÍ en samtals voru 22 einstaklingar sem komu að valinu. Pálína Gunnlaugsdóttir varð í 2. sæti hjá konunum en í 3. sætinu er síðan Hildur Sigurðardóttir. Aðrar sem fengu atkvæði eru í stafrófsröð: Petrúnella Skúladóttir, Sara Rún Hinriksdóttir og Sigrún Ámundadóttir. Hlynur Bæringsson varð í 2. sæti hjá körlunum en í þriðja sætinu er síðan Jakob Sigurðarson sem var valinn körfuboltamaður ársins í fyrra. Aðrir sem fengu atkvæði eruu í stafrófsröð: Haukur Helgi Pálsson, Hörður Axel Vilhjálmsson, Justin Shouse og Pavel Ermolinskji.Helena Sverrisdóttir, Good Angels Kosice, Slóvakíu Helena er nú á sínu öðru ári hjá Good Angels Kosice frá Slóvakíu en liðið er langsterkasta lið Slóvakíu og leikur í Meistaradeild Evrópu. Helena varð fyrsta konan frá Íslandi sem spilar í Meistaradeild Evrópu á síðustu leiktíð og er lið hennar um þessar mundir efst í sínum riðli í þeirri keppni. Lið hennar er á toppi slóvakísku deildarinnar að auki en þar hefur Helena leikið mjög vel. Hún hefur mest skorað meðal annars 18, 15 og 35 stig í leik fyrir sitt lið og hefur verið að fá stærra hlutverk í báðum keppnum. Helena var með betri leikmönnum á Norðurlandamóti kvenna sem fram fór í Osló sl. vor þar sem Ísland hafnaði í 3. sæti. Hún var valin í úrvalslið mótsins. Helena leiddi mótið í stigum skoruðum að meðaltali (20,8), stoðsendingum að meðaltali (5,0) og var þriðja í fráköstum að meðaltali (7,5).Jón Arnór Stefánsson, CAI Zaragoza, Spáni Jón Arnór Stefánsson er á sínu öðru ári með liði sínu Zaragoza í ACB-deildinni á Spáni og hefur verið lykilmaður liðsins á þeim tíma. Lið CAI Zaragoza gekk vel á síðasta ári i deildinni og rétt missti af sæti í úrslitakeppninni í lok tímabilsins. Jón Arnór leikur sem fyrr lykilhlutverk í vörn og sókn liðsins og er iðulega inná þegar mest á reynir. Liðið er um þessar mundir í 7. sæti af 18 liðum og hefur gengið vel á fyrri helming tímabilsins. Jón Arnór var frábær með landsliði Íslands í sumar sem tók þátt í erfiðu verkefni þar sem leiknir voru 10 leikir á 30 dögum gegn gríðarlega sterkum körfuknattleiksþjóðum. Íslenska liðið stóð sig vel í mörgum leikjum og var Jón Arnór leiðtogi liðsins. Hann varð að keppni lokinni í 9. sæti yfir stigahæstu menn í keppninni að meðaltali með 18,5 stig í leik.Jón Arnór Stefánsson.Mynd/AntonKörfuboltafólk ársins frá árinu 1998: 1998: Helgi Jónas Guðfinnsson og Anna María Sveinsdóttir 1999: Herbert Arnarson og Guðbjörg Norðfjörð 2000: Ólafur Jón Ormsson og Erla Þorsteinsdóttir 2001: Logi Gunnarsson og Kristín Björk Jónsdóttir 2002: Jón Arnór Stefánsson og Birna Valgarðsdóttir 2003: Jón Arnór Stefánsson og Signý Hermannsdóttir 2004: Jón Arnór Stefánsson og Birna Valgarðsdóttir 2005: Jón Arnór Stefánsson og Helena Sverrisdóttir 2006: Brenton Birmingham og Helena Sverrisdóttir 2007: Jón Arnór Stefánsson og Helena Sverrisdóttir 2008: Jón Arnór Stefánsson og Helena Sverrisdóttir 2009: Jón Arnór Stefánsson og Helena Sverrisdóttir 2010: Jón Arnór Stefánsson og Helena Sverrisdóttir 2011: Jakob Örn Sigurðarson og Helena Sverrisdóttir 2012: Jón Arnór Stefánsson og Helena SverrisdóttirOftast valin Körfuboltamaður ársins:* 9 Jón Arnór Stefánsson (2002, 2003, 2004, 2005, 2007, 2008, 2009, 2010, 2012) 8 Helena Sverrisdóttir ( 2005, 2006, 2007, 2008, 2009, 2010, 2011, 2012) 4 Jón Kr. Gíslason (1987, 1989, 1992, 1993) 3 Kristinn Jörundsson (1973, 1975, 1977) 2 Jón Sigurðsson (1976, 1978) 2 Valur Ingimundarson (1984, 1988) 2 Guðmundur Bragason (1991, 1996) 2 Anna María Sveinsdóttir (1994, 1998) 2 Birna Valgarðsdóttir (2002, 2004) 1 Jakob Örn Sigurðarson (2011)* Valið hefur verið tvískipt síðan 1998 en frá 1973 til og með 1997 var aðeins valin einn aðili, karl eða kona, en síðan þá hafa verið valin Körfuknattleiksmaður og Körfuknattleikskona ársins. Körfubolti Íslenski körfuboltinn Mest lesið Gætt af Interpol og sagt að fela fána fyrir leikinn við Ísland Körfubolti Uppgjörið: Breiðablik - Athlone Town 3-1 | Tvö mörk á tveimur mínútum og Blikar unnu Fótbolti Tveir nýliðar í landsliðshópnum Fótbolti Ástin sögð ástæða þess að Sancho vilji ekki Roma Fótbolti Hæsti fótboltamaður í heimi Fótbolti Arnar kynnti fyrsta hópinn í undankeppni HM Fótbolti Rio grínaðist með söngva Liverpool fólksins Enski boltinn Bein útsending: Landsliðsmenn hita upp fyrir EM í Pallborðinu Körfubolti Má ekki skipta um föt í búningsklefa Arsenal en má spila með liðinu Enski boltinn Strákarnir ekki fengið neinar hótanir Körfubolti Fleiri fréttir Strákarnir ekki fengið neinar hótanir Bein útsending: Landsliðsmenn hita upp fyrir EM í Pallborðinu Gætt af Interpol og sagt að fela fána fyrir leikinn við Ísland Tryggvi setti „að moka skít“ í annað sætið Nýliðarnir sömdu við danska stelpu með Íslandstengingu Pólverjar bæta við sig Kana fyrir EM Tap í síðasta leik fyrir EM „Lukkudýrið“ í mál við félagið ÍR-ingar sækja Grikkja á Álftanesið: „Sannkallaðar gleðifréttir“ Brotnaði saman þegar hann bar liðsfélögum tíðindin Faðir Boston Celtics stjörnu handtekinn fyrir morðtilraun Yngri Agravanis-bróðirinn í Stjörnuna Beittu sér fyrir keppnisbanni Ísraela: „Ekki fengið nógu marga með okkur í lið“ Yfirlýsing KKÍ: Hætta ekki við leikinn við Ísrael Almar var kominn alla leið til Bandaríkjanna Haukur Helgi meiddur og Almar kallaður inn í hópinn Nánast allar treyjur uppseldar fyrir EM Erfitt að horfa á félagana detta út Craig Pedersen um erfitt val á EM-hóp: „Frábært vandamál að glíma við“ Forseti Íslands hvatti landsliðið til dáða Giannis loksins mættur en Grikkirnir neita að útskýra fjarveruna Svona er hópur Íslands sem fer á EM Keflavík semur við Breta: „Þekktur fyrir öfluga nærveru í teignum“ Manchester heimsækir Síkið og Tindastóll fer til fjögurra landa Mögulegt áfall fyrir Slóvena í aðdraganda EM Tryggvi lét mest til sín taka í tapi gegn Portúgal Khalil Shabazz til Grindavíkur Fyrsti sigur á Svíum í 33 ár og feðgar í aðalhlutverki í báðum Eiginkonan líkir þjálfara Slóvena við Gosa Keflavík fær bandarískan framherja Sjá meira
Jón Arnór Stefánsson og Helena Sverrisdóttir hafa verið valin körfuknattleiksmaður og körfuknattleikskona ársins 2012 af KKÍ. Þetta er í níunda sinn sem Jón Arnór er valinn en Helena hefur nú alls átta sinnum verð valin og það átta sinnum í röð. Körfuknattleikskona og maður ársins 2012 voru valin af stjórn, starfsmönnum, afreksnefnd og landsliðþjálfurum (yngri landsliða og A-landsliða) KKÍ en samtals voru 22 einstaklingar sem komu að valinu. Pálína Gunnlaugsdóttir varð í 2. sæti hjá konunum en í 3. sætinu er síðan Hildur Sigurðardóttir. Aðrar sem fengu atkvæði eru í stafrófsröð: Petrúnella Skúladóttir, Sara Rún Hinriksdóttir og Sigrún Ámundadóttir. Hlynur Bæringsson varð í 2. sæti hjá körlunum en í þriðja sætinu er síðan Jakob Sigurðarson sem var valinn körfuboltamaður ársins í fyrra. Aðrir sem fengu atkvæði eruu í stafrófsröð: Haukur Helgi Pálsson, Hörður Axel Vilhjálmsson, Justin Shouse og Pavel Ermolinskji.Helena Sverrisdóttir, Good Angels Kosice, Slóvakíu Helena er nú á sínu öðru ári hjá Good Angels Kosice frá Slóvakíu en liðið er langsterkasta lið Slóvakíu og leikur í Meistaradeild Evrópu. Helena varð fyrsta konan frá Íslandi sem spilar í Meistaradeild Evrópu á síðustu leiktíð og er lið hennar um þessar mundir efst í sínum riðli í þeirri keppni. Lið hennar er á toppi slóvakísku deildarinnar að auki en þar hefur Helena leikið mjög vel. Hún hefur mest skorað meðal annars 18, 15 og 35 stig í leik fyrir sitt lið og hefur verið að fá stærra hlutverk í báðum keppnum. Helena var með betri leikmönnum á Norðurlandamóti kvenna sem fram fór í Osló sl. vor þar sem Ísland hafnaði í 3. sæti. Hún var valin í úrvalslið mótsins. Helena leiddi mótið í stigum skoruðum að meðaltali (20,8), stoðsendingum að meðaltali (5,0) og var þriðja í fráköstum að meðaltali (7,5).Jón Arnór Stefánsson, CAI Zaragoza, Spáni Jón Arnór Stefánsson er á sínu öðru ári með liði sínu Zaragoza í ACB-deildinni á Spáni og hefur verið lykilmaður liðsins á þeim tíma. Lið CAI Zaragoza gekk vel á síðasta ári i deildinni og rétt missti af sæti í úrslitakeppninni í lok tímabilsins. Jón Arnór leikur sem fyrr lykilhlutverk í vörn og sókn liðsins og er iðulega inná þegar mest á reynir. Liðið er um þessar mundir í 7. sæti af 18 liðum og hefur gengið vel á fyrri helming tímabilsins. Jón Arnór var frábær með landsliði Íslands í sumar sem tók þátt í erfiðu verkefni þar sem leiknir voru 10 leikir á 30 dögum gegn gríðarlega sterkum körfuknattleiksþjóðum. Íslenska liðið stóð sig vel í mörgum leikjum og var Jón Arnór leiðtogi liðsins. Hann varð að keppni lokinni í 9. sæti yfir stigahæstu menn í keppninni að meðaltali með 18,5 stig í leik.Jón Arnór Stefánsson.Mynd/AntonKörfuboltafólk ársins frá árinu 1998: 1998: Helgi Jónas Guðfinnsson og Anna María Sveinsdóttir 1999: Herbert Arnarson og Guðbjörg Norðfjörð 2000: Ólafur Jón Ormsson og Erla Þorsteinsdóttir 2001: Logi Gunnarsson og Kristín Björk Jónsdóttir 2002: Jón Arnór Stefánsson og Birna Valgarðsdóttir 2003: Jón Arnór Stefánsson og Signý Hermannsdóttir 2004: Jón Arnór Stefánsson og Birna Valgarðsdóttir 2005: Jón Arnór Stefánsson og Helena Sverrisdóttir 2006: Brenton Birmingham og Helena Sverrisdóttir 2007: Jón Arnór Stefánsson og Helena Sverrisdóttir 2008: Jón Arnór Stefánsson og Helena Sverrisdóttir 2009: Jón Arnór Stefánsson og Helena Sverrisdóttir 2010: Jón Arnór Stefánsson og Helena Sverrisdóttir 2011: Jakob Örn Sigurðarson og Helena Sverrisdóttir 2012: Jón Arnór Stefánsson og Helena SverrisdóttirOftast valin Körfuboltamaður ársins:* 9 Jón Arnór Stefánsson (2002, 2003, 2004, 2005, 2007, 2008, 2009, 2010, 2012) 8 Helena Sverrisdóttir ( 2005, 2006, 2007, 2008, 2009, 2010, 2011, 2012) 4 Jón Kr. Gíslason (1987, 1989, 1992, 1993) 3 Kristinn Jörundsson (1973, 1975, 1977) 2 Jón Sigurðsson (1976, 1978) 2 Valur Ingimundarson (1984, 1988) 2 Guðmundur Bragason (1991, 1996) 2 Anna María Sveinsdóttir (1994, 1998) 2 Birna Valgarðsdóttir (2002, 2004) 1 Jakob Örn Sigurðarson (2011)* Valið hefur verið tvískipt síðan 1998 en frá 1973 til og með 1997 var aðeins valin einn aðili, karl eða kona, en síðan þá hafa verið valin Körfuknattleiksmaður og Körfuknattleikskona ársins.
Körfubolti Íslenski körfuboltinn Mest lesið Gætt af Interpol og sagt að fela fána fyrir leikinn við Ísland Körfubolti Uppgjörið: Breiðablik - Athlone Town 3-1 | Tvö mörk á tveimur mínútum og Blikar unnu Fótbolti Tveir nýliðar í landsliðshópnum Fótbolti Ástin sögð ástæða þess að Sancho vilji ekki Roma Fótbolti Hæsti fótboltamaður í heimi Fótbolti Arnar kynnti fyrsta hópinn í undankeppni HM Fótbolti Rio grínaðist með söngva Liverpool fólksins Enski boltinn Bein útsending: Landsliðsmenn hita upp fyrir EM í Pallborðinu Körfubolti Má ekki skipta um föt í búningsklefa Arsenal en má spila með liðinu Enski boltinn Strákarnir ekki fengið neinar hótanir Körfubolti Fleiri fréttir Strákarnir ekki fengið neinar hótanir Bein útsending: Landsliðsmenn hita upp fyrir EM í Pallborðinu Gætt af Interpol og sagt að fela fána fyrir leikinn við Ísland Tryggvi setti „að moka skít“ í annað sætið Nýliðarnir sömdu við danska stelpu með Íslandstengingu Pólverjar bæta við sig Kana fyrir EM Tap í síðasta leik fyrir EM „Lukkudýrið“ í mál við félagið ÍR-ingar sækja Grikkja á Álftanesið: „Sannkallaðar gleðifréttir“ Brotnaði saman þegar hann bar liðsfélögum tíðindin Faðir Boston Celtics stjörnu handtekinn fyrir morðtilraun Yngri Agravanis-bróðirinn í Stjörnuna Beittu sér fyrir keppnisbanni Ísraela: „Ekki fengið nógu marga með okkur í lið“ Yfirlýsing KKÍ: Hætta ekki við leikinn við Ísrael Almar var kominn alla leið til Bandaríkjanna Haukur Helgi meiddur og Almar kallaður inn í hópinn Nánast allar treyjur uppseldar fyrir EM Erfitt að horfa á félagana detta út Craig Pedersen um erfitt val á EM-hóp: „Frábært vandamál að glíma við“ Forseti Íslands hvatti landsliðið til dáða Giannis loksins mættur en Grikkirnir neita að útskýra fjarveruna Svona er hópur Íslands sem fer á EM Keflavík semur við Breta: „Þekktur fyrir öfluga nærveru í teignum“ Manchester heimsækir Síkið og Tindastóll fer til fjögurra landa Mögulegt áfall fyrir Slóvena í aðdraganda EM Tryggvi lét mest til sín taka í tapi gegn Portúgal Khalil Shabazz til Grindavíkur Fyrsti sigur á Svíum í 33 ár og feðgar í aðalhlutverki í báðum Eiginkonan líkir þjálfara Slóvena við Gosa Keflavík fær bandarískan framherja Sjá meira